Það er engin lína sem segir þér að bjórinn séi klár, heldur þarftu að mæla OG, SG, FG (Original Gravity, Second Gravity, Final Gravity) SG og FG mæliru með minnst 3 daga millibili og ef talan er sú sama bæði skiptin er bjórinn ekki lengur að gerjast. (þ.a.l safe to bottle)
Hann er oftast alltaf skýjaður eftir svona stutta gerjun, ég var að setja á flöskur í gær bjór sem var búinn að liggja í fötunni í 28 daga, og ég fékk hreint áfall þegar ég sá hvað bjórinn var tær úr fötunni. (sá alveg í gegnum hann)
Maður var búinn að lesa það oft, að maður eigi að láta þetta eiga sig í 3-4 vikur en ég hafði aldrei þolinmæði í það fyrr en nú.
Mæli með því
P.S Mæli með að þú búir til bjórdagbók í tölvunni, og skrifir niður allar aðferðir við hverja bruggun og allar upplýsingar um gerjunartíma, hitastig og svo að lokum hvernig hann bragðast, eftir 3-4 mánuði áttu eftir að taka eftir rosalegum breytingum á aðferðum og bragði
