Page 1 of 1
Glös
Posted: 31. Aug 2011 17:42
by viddi
Ég hef verið að horfa í kringum mig með almennileg bjórglös. Auðvitað er það til að æra óstöðugan að opna þessa umræðu (hver bjór á sitt glas og allt það) en það sem ég var að velta fyrir mér eru glös frá RV sem eru túlipanalöguð. Skildist að það væru frekar góð all-round glös. Þá eru þau auðvitað ekki til hjá þeim og óvíst hvenær þau koma aftur. Veit einhver hér um eitthvað svipað? Hvar hafið þið verið að kaupa glös og hvað hefur reynst vel?
Re: Glös
Posted: 1. Sep 2011 01:32
by sigurdur
Ég sá fyrir stuttu svona túlípanaglös hjá Húsasmiðjunni .. þori ekki að staðfesta hvort að þau séu enn til eða nothæf, en ég sá þau þar.
Re: Glös
Posted: 1. Sep 2011 14:45
by AndriTK
Ég er að bíða eftir að fá Mikkeller glös, aðalega þessi 0.4l tulip, getur séð það hér
http://www.mikkeller.dk/index.php?id=51 ... d=6&land=0" onclick="window.open(this.href);return false; - á að vera á leiðinni og væntanlega í hús í næstu viku. Verða fáanleg í Járn og Gler - skútuvogi. Pantaði reyndar ekkert rosalega mikið magn.
Re: Glös
Posted: 1. Sep 2011 15:25
by gunnarolis
Hvað koma þau til með að kosta?
Re: Glös
Posted: 1. Sep 2011 17:16
by AndriTK
Það er ekki alveg komið á hreint. En allavega undir þúsund kallinum
Re: Glös
Posted: 16. Sep 2011 14:27
by AndriTK
Þetta var víst sent með skipi en ekki flugi þannig þetta tekur eitthvað lengri tíma en ég hélt. Ég læt vita þegar þau koma, svona ef einhverjir eru áhugasamir

Re: Glös
Posted: 16. Sep 2011 16:00
by helgibelgi
Sá túlipanaglös í Europris
Re: Glös
Posted: 16. Sep 2011 20:20
by Feðgar
Fín bjórglös í BYKO, bæði 33 cl á fæti og hálfs lítra hefðbundin
Re: Glös
Posted: 27. Sep 2011 16:20
by AndriTK
Glösin komin í hús. getið séð myndir hér
http://www.facebook.com/pages/Mikkeller ... 2685391262" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Glös
Posted: 28. Sep 2011 17:18
by Silenus
Ég keypti tulip laga glös í Húsasmiðjunni sem eru eins og smíðuð fyrir innihald úr 330ml bjórflösku. Þau kosta 729kr. 6 stk. í pakka.
Eru enn á skrá á vefnum þeirra:
http://www.husa.is/index.aspx?GroupId=738
Mynd hér:
http://www.husa.is/desktopmodules/husa/ ... %202009167
Re: Glös
Posted: 28. Sep 2011 21:09
by hrafnkell
Þetta eru tilvalin bjórglös sýnist mér.