Ég vil taka eitt fram, við feðgarnir erum að gera hlutina aðeins öðruvísi.
Við erum ekki með poka (BIAB) Sjá hér
http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=1584" onclick="window.open(this.href);return false;
Það sem við vorum að lenda í var að virtin var að brenna á elementunum.
Fyrst vorum við með tvö hraðsuðukatlaelement sem gaf okkur 26 wött á fer.cm. Við fundum ekki brunabragðið fyrr en bjórinn var tilbúinn og kominn á flöskur.
Því næst fórum við í fjögur element en víruðum þau þannig að við fengum 6.5w/cm2
Það dugði í fyrstu en svo fórum við að greina smá OFF bragð og ákváðum því að breyta alveg til að splæstum í Rafhitunar Elementin.
Þau eru hvor um sig 3.3 metrar að lengd og gefa okkur 2 kw hvort. Aflið er ekki nema 2.8w/cm2.
Þau eru að auki rústfrí og spegilslétt og við höfum ekki greint vott af viðbruna eða að það festist neitt við þau.
Þau eru í raun það sem varð til þess að græjurnar okkar fóru að virka.
Við erum mjög sáttir með þau og mælum hiklaust með þeim.
Það fer hins vegar eftir því hverju menn eru að leita að, og í hvað við ætlum að nota hlutin sem dæmir um það hvort einhvað sé gott eða ekki.
Þannig jú, Rafhitunar elementin eru dýr en í okkar tilfelli nauðsynleg og hverrar krónu virði.
Kv. Feðgar