Hitari fyrir 50L eða 70L pott fyrir BIAB

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Hitari fyrir 50L eða 70L pott fyrir BIAB

Post by gugguson »

Góðan daginn.

Ég hef ákveðið að hella mér út í BIAB bruggun og samkvæmt rannsóknum mínum er 50 eða 70L pottur málið. Ég hefði helst viljað pott með innbyggðum hitara en það virðist vera erfitt að fá þannig potta í þessari stærtð.

Ég er með span hellur en lélegan gufugleypir þannig að ég held að suðan verði framkvæmt á svölunum eða í garðinum. Hvar fær maður hitara fyrir svona pott hérna á Íslandi? Er gas málið eða er eitthvað annað sem er jafn gott og hugsanlega þægilegra í notkun?

Ég sé að fastus er með potta í sölu á þessu verði. Eru menn kannski að mæla með einhverjum sérstökum pottum hérna?

Kveðja,
Jóhann
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hitari fyrir 50L eða 70L pott fyrir BIAB

Post by hrafnkell »

Margir (flestir) byrja með plasttunnu og element úr hraðsuðukötlum. Það er mikið ódýrara en að fá sér stóran stálpott, og dugar ansi vel. En ef þú vilt fara beint í stálið þá er það fínt mál, og ég myndi mæla með að vera með 1-2 stór hitaelement frekar en að fara í gasið. Hvað ætlarðu að gera stórar lagnir?
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Hitari fyrir 50L eða 70L pott fyrir BIAB

Post by gugguson »

Sæll og takk fyrir svarið.

Já, ég var búinn að sjá að margir eru í plastinu en ég hugsa að ég skelli mér beint í stálið - við erum nokkur sem erum saman í þessu þannig að kostnaðurinn ætti ekki að vera of mikill.

Ég geri ráð fyrir að við gerum þessar "venjulegu" lagnir sem flestar uppskriftir í bókum og netinu miðast við (6 gallon?).

Þegar þú talar um hitaelement, hvar fær maður slíkt?

Takk takk
hrafnkell wrote:Margir (flestir) byrja með plasttunnu og element úr hraðsuðukötlum. Það er mikið ódýrara en að fá sér stóran stálpott, og dugar ansi vel. En ef þú vilt fara beint í stálið þá er það fínt mál, og ég myndi mæla með að vera með 1-2 stór hitaelement frekar en að fara í gasið. Hvað ætlarðu að gera stórar lagnir?
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Hitari fyrir 50L eða 70L pott fyrir BIAB

Post by Örvar »

Þú getur fengið hitaelement úr hraðsuðukötlum, 2-3 stk er fínt í 60L suðutunnu.
Þú getur líka pantað að utan stærri (og líklega betri) element, t.d. hefur verið bent á þetta: http://www.amazon.com/gp/product/B000BP ... UQSY3E84IP. Þú ættir að vera góður með 1 svona í 60L potti
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Hitari fyrir 50L eða 70L pott fyrir BIAB

Post by Feðgar »

Þú getur líka látið smíða stór element handa þér hjá Rafhitun

Við gerðum það og gætum vart verið ánægðari

http://www.rafhitun.is/element.htm" onclick="window.open(this.href);return false;
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Hitari fyrir 50L eða 70L pott fyrir BIAB

Post by gugguson »

Takk fyrir þessar upplýsingar. Ég hef aldrei séð svona tæki - er þetta sett ofaní vatnið eða hvernig virkar þetta? Getur þú bent á einhverja grein um notkun á svona?

Takk takk
Örvar wrote:Þú getur fengið hitaelement úr hraðsuðukötlum, 2-3 stk er fínt í 60L suðutunnu.
Þú getur líka pantað að utan stærri (og líklega betri) element, t.d. hefur verið bent á þetta: http://www.amazon.com/gp/product/B000BP ... UQSY3E84IP. Þú ættir að vera góður með 1 svona í 60L potti
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Hitari fyrir 50L eða 70L pott fyrir BIAB

Post by gugguson »

Er þetta eitthvað svipað og það sem Örvar benti á?

Manstu hvað þetta kostaði c.a.?

Takk
Feðgar wrote:Þú getur líka látið smíða stór element handa þér hjá Rafhitun

Við gerðum það og gætum vart verið ánægðari

http://www.rafhitun.is/element.htm" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Hitari fyrir 50L eða 70L pott fyrir BIAB

Post by valurkris »

gugguson wrote:Takk fyrir þessar upplýsingar. Ég hef aldrei séð svona tæki - er þetta sett ofaní vatnið eða hvernig virkar þetta? Getur þú bent á einhverja grein um notkun á svona?

Takk takk
Sæll, Hérna er sínt hvernig elementið er sett í stálpott http://www.theelectricbrewery.com/heating-elements" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Kv. Valur Kristinsson
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hitari fyrir 50L eða 70L pott fyrir BIAB

Post by hrafnkell »

Hitaelementin hjá rafhitun eru mjög dýr, það er töluvert ódýrara að panta t.d. þessi 5500w element. Maður verður þó að passa að geta séð þeim fyrir rafmagni, þar sem maður þarf 24A öryggi fyrir þau.

Annað með stálpottana að 50-70l pottur kostar amk 50-60þús hjá fagus, þessvegna hefur fólk verið að byrja í plastinu :)
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Hitari fyrir 50L eða 70L pott fyrir BIAB

Post by Feðgar »

gugguson wrote:Er þetta eitthvað svipað og það sem Örvar benti á?

Manstu hvað þetta kostaði c.a.?

Takk
Feðgar wrote:Þú getur líka látið smíða stór element handa þér hjá Rafhitun

Við gerðum það og gætum vart verið ánægðari

http://www.rafhitun.is/element.htm" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Já ég man það, en þar sem þau voru dýr þá skulum við bara nefna þetta sem möguleika að sinni hehe :D
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Hitari fyrir 50L eða 70L pott fyrir BIAB

Post by gugguson »

Ok, þá eru möguleikarnir sex:

1. Kaupa pott sem er með innbyggt hitaelement eins og þetta: http://www.ljstuart.com.au/cgi-bin/page ... 9040%20Urn
2. Kaupa pott og nota hellurnar og vona að uppgufunin í eldhúsinu verði ekki of mikil (og lyktin)
3. Kaupa pott og láta setja í hitaelement hjá t.d. Rafhitun sem kostar greinilega mikið
4. Kaupa pott og panta hitaelement og setja þau sjálfur í samkvæmt leiðbeiningum í tengli fyrr í þessum þráði
5. Kaupa pott og gashitara og notast við svalirnar eða bílskúrinn
6. Kaupa tilbúinn plastpott

Það er a.m.k. ljóst að ég þarf að kaupa pott og hallast að 50L (þessi er tiltölulega ódýr ef sendingakostnaður er ekki of mikill: http://themaltmiller.co.uk/index.php?_a ... ductId=192" onclick="window.open(this.href);return false;). Þarf maður að láta smíða gasbrennara eða fást þeir tilbúnir í næstu kjörbúð?

Ég hallast að því að prófa nr. 2, en möguleiki nr. 1 kítlar því hann er með innbyggða hitastýringu og ég hugsa að hann sé þægilegur í meðhöndlun.

Jói
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hitari fyrir 50L eða 70L pott fyrir BIAB

Post by hrafnkell »

Punktur nr 2 er líklega óraunhæfur þótt þú sért með span. Ég efast um að þú náir góðri suðu á 40-50 lítrum.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Hitari fyrir 50L eða 70L pott fyrir BIAB

Post by Feðgar »

Ég vil taka eitt fram, við feðgarnir erum að gera hlutina aðeins öðruvísi.

Við erum ekki með poka (BIAB) Sjá hér http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=1584" onclick="window.open(this.href);return false;

Það sem við vorum að lenda í var að virtin var að brenna á elementunum.

Fyrst vorum við með tvö hraðsuðukatlaelement sem gaf okkur 26 wött á fer.cm. Við fundum ekki brunabragðið fyrr en bjórinn var tilbúinn og kominn á flöskur.

Því næst fórum við í fjögur element en víruðum þau þannig að við fengum 6.5w/cm2
Það dugði í fyrstu en svo fórum við að greina smá OFF bragð og ákváðum því að breyta alveg til að splæstum í Rafhitunar Elementin.

Þau eru hvor um sig 3.3 metrar að lengd og gefa okkur 2 kw hvort. Aflið er ekki nema 2.8w/cm2.
Þau eru að auki rústfrí og spegilslétt og við höfum ekki greint vott af viðbruna eða að það festist neitt við þau.

Þau eru í raun það sem varð til þess að græjurnar okkar fóru að virka.
Við erum mjög sáttir með þau og mælum hiklaust með þeim.
Það fer hins vegar eftir því hverju menn eru að leita að, og í hvað við ætlum að nota hlutin sem dæmir um það hvort einhvað sé gott eða ekki.

Þannig jú, Rafhitunar elementin eru dýr en í okkar tilfelli nauðsynleg og hverrar krónu virði.

Kv. Feðgar
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Hitari fyrir 50L eða 70L pott fyrir BIAB

Post by bergrisi »

Hvar fenguð þið rafhitunarelementin og áttu mynd af þeim í pottinum. Langar virkilega að gera ca. 60 lítra nothæfan pott.

Kveðja
Rúnar
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Hitari fyrir 50L eða 70L pott fyrir BIAB

Post by Feðgar »

Já en ekki á þessari tölvu, skal setji inn mynd fljótlega.

Þau eru frá Rafhitun
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hitari fyrir 50L eða 70L pott fyrir BIAB

Post by sigurdur »

Þar sem að elementin frá Rafhitun voru þau einu sem "virkuðu", þá hef ég spurningu.
Hvað kostuðu þau eiginlega mikið? (ég veit að þau kostuðu mikið.. ég er að leita að hversu mikið)
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Hitari fyrir 50L eða 70L pott fyrir BIAB

Post by Feðgar »

Þau kostuðu saman 26000 kr.
Í sjálfu sér ekkert rosalegt miðað við hve stór og flott þau eru og hvað maður er búinn að leggja mikið í þetta.

Elementin eru þarna í botninum og sveri spírallinn í hliðinni er kælispírallinn sem er innbyggður í tunnuna.

Í botninum eru einnig tvö úrtök, annað er með hné sem sést þarna en í hitt getum við svo sett síubarka sem liggur hringinn í botninum.

Bæði þessi úrtök liggja svo saman í hringrásardæluna.
Attachments
IMG_6706.JPG
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Hitari fyrir 50L eða 70L pott fyrir BIAB

Post by kalli »

Hvað er þvermálið á elementinu (hringnum)? Eru þau tvö eða þrjú?
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Hitari fyrir 50L eða 70L pott fyrir BIAB

Post by Feðgar »

þetta eru tvö 2000w element og þvermàlið rètt yfir 30 cm ef mig minnir rètt. Ef pabbi er við tölvuna þà getur hann leiðrétt mig með það en hann er með öll màlin à hreinu
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Hitari fyrir 50L eða 70L pott fyrir BIAB

Post by Feðgar »

Ég veit ekki hvort það komst til skila en elementin byrja öll sem ein bein stöng sem síðan er beygð eftir óskum.

Þau eru til í öllum stærðum (w) og ótal lengdum.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hitari fyrir 50L eða 70L pott fyrir BIAB

Post by hrafnkell »

Einnig ef einhver vill þá verð ég með 5500w element til sölu eftir um 2 vikur. Stefnir í að verðið verði um 6000kr.
Post Reply