Var að horfa á þessar tvær heimildarmyndir sem fjalla um bjór.  Önnur um sögu bjórsins og áhrif hans á mannkyns-söguna og svo ein um bjórmarkaðinn í USA og þá aðalega yfirburði Budweiser og hvernig þeir viðhalda þeim yfirburðum.
Virkilega skemmtilegar báðar tvær.  Sú fyrri er í mjög léttum dúr og eflaust má taka þær söguskýringar sem finnast þar með fyrirvara.
http://beerwarsmovie.com/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Datt í hug að þið hefðuð gaman af þessu, allavega finnst mér alltaf gaman þegar ég kem inn á þetta spjallsvæði og sé nýjan appelsínugulan kassa sem þýðir að eitthvað nýtt er komið inn sem ég á eftir að lesa.  Ég er orðinn háðari þessari síðu en bjórnum mínum.  Það þarf að endurskoða.
			
			
									
						
							
