Of lagt og

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
freyr_man69
Kraftagerill
Posts: 57
Joined: 27. Apr 2011 03:04

Of lagt og

Post by freyr_man69 »

daginn ég er buinn að brugga minn 3 bjór í þessari viku og er byrjaður að gera svona littla bjora og gerja í 10l fötu
en mér finnst ogið hja vera of lágt allir hafa verið um 1.035 og lét 1,5kg af hveitikorn og 1,3 kg af pilsner korn og í 16l fyrir meskju
vitiði eithvað hvað er í gangi er svona litið sykurmagn í korninu eða of mikið vatn eða hefur gips eithvað áhrif á þetta ?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Of lagt og

Post by hrafnkell »

Prófaðu að slá uppskriftunum upp á hopville.com og sjá hvað sykurmagnið ætti að vera. Ef það er langt undir tölunum sem hopville gefur þá er kannski eitthvað off með meskinguna hjá þér, hugsanlega hitastigið eða eitthvað þannig.
freyr_man69
Kraftagerill
Posts: 57
Joined: 27. Apr 2011 03:04

Re: Of lagt og

Post by freyr_man69 »

batch size var það þegar ég er búinn að sjóða ? er eithvað að rugla :)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Of lagt og

Post by Idle »

freyr_man69 wrote:batch size var það þegar ég er búinn að sjóða ? er eithvað að rugla :)
Já, það er rétt.

Miðað við 2,8 kg. af þessu korni í 16 lítra af vatni, ættirðu að enda með eitthvað í kringum 1.067 eftir klukkutíma suðu (miðað við 75% nýtingu). Hver er hitinn á vatninu hjá þér við meskinguna og hversu lengi meskirðu kornið? Hver er hitinn á virtinum þegar þú mælir eðlisþyngdina og er flotvogin örugglega rétt?
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
freyr_man69
Kraftagerill
Posts: 57
Joined: 27. Apr 2011 03:04

Re: Of lagt og

Post by freyr_man69 »

ég er búinn að gera 3 tillraunir að fá þetta upp öll i 1.035 um það og eitt var meskja í 67 í 60min og mash out í 75 svo gerði ég 90 meskju í 69 graðum
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Of lagt og

Post by andrimar »

Tvær spurningar...
  • Er kornið malað?
  • Skolarðu kornið?
Bara svo það komi fram og við getum útilokað þetta sem mögulegar ástæður.
Kv,
Andri Mar
freyr_man69
Kraftagerill
Posts: 57
Joined: 27. Apr 2011 03:04

Re: Of lagt og

Post by freyr_man69 »

ja það var malað það þegar ég keypti það og skola það ? þarf eithvað að gera það hef aldrei gert það
freyr_man69
Kraftagerill
Posts: 57
Joined: 27. Apr 2011 03:04

Re: Of lagt og

Post by freyr_man69 »

hva er þetta þa eithvað gallað korn eða illa malað eða hva er i gangi'
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Of lagt og

Post by Idle »

Endurtek fyrri spurningar varðandi mælingar; hvert hefur hitastigið verið á virtinum þegar þú hefur mælt hann að suðu lokinni? Til dæmis, þá er leiðrétt SG 1.035 við 70°C um 1.057. Ef þú hefur ekki verið búinn að kæla virtinn að ráði áður en þú mældir hann, þá er talan 1.035 ekki svo fjarri lagi. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
freyr_man69
Kraftagerill
Posts: 57
Joined: 27. Apr 2011 03:04

Re: Of lagt og

Post by freyr_man69 »

jamm profaði að taka þegar var buinn að sjoða og kældi það niður vel svo eitt þegar var buinn að kæla niðri 23 graður en allt syndi svipað
freyr_man69
Kraftagerill
Posts: 57
Joined: 27. Apr 2011 03:04

Re: Of lagt og

Post by freyr_man69 »

æji profa kanski annan flotmæli næst kanski þessi bilaður en skritið að þetta komi svona á öllum 3 bjorunum en þetta ætti þetta ekkert að vera örðvisi utaf eg er að gera litinn bjor 10l ' :S eða skiptir það nokkuð
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Of lagt og

Post by sigurdur »

Hmm ... það er mjög erfitt að hjálpa þér að greina þetta þar sem það vantar svo mikið af upplýsingum.

1. Hvert var vökvamagnið eftir suðu?
2. Hvert var vökvamagnið fyrir suðu?
2. Hver var eðlisþyngd (gravity) fyrir suðu (við 20°C)?
3. Hver var eðlisþyngd (gravity) eftir suðu (við 20°C)?
4. Bættiru við vatni eftir meskingu eða suðu?
5. Var hveitikornið maltað og malað? (eða keyptiru þetta bara úti í næstu matvöruverslun)

Einu upplýsingarnar sem ég sé er að þú notaðir 16 lítra af vatni með 2,8 KG af korni, svo notaru 10 lítra fötur til að gerja í.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Of lagt og

Post by hrafnkell »

Hann fékk kornið hjá mér þannig að ég efast um að það sé eitthvað að því.
freyr_man69
Kraftagerill
Posts: 57
Joined: 27. Apr 2011 03:04

Re: Of lagt og

Post by freyr_man69 »

14l fyrir suðu
11l eftir suðu
1.024 eithva fyrir suðu við u.þ.b. 23°
1.036 eftir suðu við u.þ.b. 23°
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Of lagt og

Post by sigurdur »

Hmm .. þetta reiknast sem 46% nýting úr meskingu, sem er frekar lágt.

Lýstu fyrir mér meskingar ferlinu hjá þér.
freyr_man69
Kraftagerill
Posts: 57
Joined: 27. Apr 2011 03:04

Re: Of lagt og

Post by freyr_man69 »

lét 16l í tunnuna lét 1,3 kg af pilsner 1,5 kg af hveiti korn lét í tunnuna með smá gips
lét meskja í 60min í 67° svo fór ég með þetta uppí 75° hita og liggja í 10min
svo lét ég renna flestan vökvan úr kornonum svona milli 14 - 13l voru þá svo fór ég með þetta í suðu
hafði bara eitt hitaelementið í gangi og sauð í 60min og lét humlana í svo hraðkældi ég þetta með svona
koparröri niðri u.þ.b. 20 - 23° tók svo mælingu 1.036 lét svo ger hristi smá tunnuna og er núna að gerjast
en lét samt ekki renna smá heitt vatn yfir pokan eins og ég gerði með fyrstu 2 bjórannasem hepnuðust vel
ætti marr kanski bara að fara í að gera aftur 20 eithva l bjóranna
en ja er ég með svona lága nýtningu er það vökvinn sem ég byrjaði deilt með vökvann sem ég endaði eftir
suðuna?
en er eithvað að þessu ferli gerði ég eithvað vitlaust ?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Of lagt og

Post by sigurdur »

Mér sýnist ferlið vera ansi gott hjá þér.

Þegar ég meski, þá hita ég allt vatnið í uþb 2°C meir en það meskingarhitastig sem ég ætla að ná (ef ég ætla að ná 67°C, þá hita ég vatnið í 69°C). Þegar ég er búinn að hita vatnið, þá blanda ég korninu við (ég læt það ekki hitna með) og blanda því mjög vel saman við. Eftir meskingu þá hita ég upp í 75°C (ég passa mig á að bræða ekki pokann eða brenna kornið með því að halda því öllu á hreyfingu á meðan).
Ég skola ekki. Ég næ alltaf um 80% nýtni úr meskingu.

Mér dettur tvennt í hug:
1. Hrærðiru korninu þannig að það væri alveg örugglega allt í snertingu við vökva (engir "deigboltar")?
2. Er hitamælirinn þin réttur?

Til að athuga hvort að hitamælirinn er réttur, þá getur þú skoðað þetta youtube myndband og fylgt leiðbeiningunum í því.
freyr_man69
Kraftagerill
Posts: 57
Joined: 27. Apr 2011 03:04

Re: Of lagt og

Post by freyr_man69 »

ja for reyndar með þetta uppi svona 70° svo þegar ég var búinn að lata kornin lét sma og hrærði
jamm og hitinn var eithvað um 98° í fullri suðu hann hefur aldrei
farið uppí 100° hja mér mælirinn
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Of lagt og

Post by sigurdur »

Mér þykir þá líklegt að hitamælirinn sé örlítið skakkur .. þú þarft líklega að bæta við einhverjum gráðum við hitamælinn til að fá rétt hitastig.

Hvað kallaru annars "smá gips"? 1 msk? 1 tsk?
freyr_man69
Kraftagerill
Posts: 57
Joined: 27. Apr 2011 03:04

Re: Of lagt og

Post by freyr_man69 »

svona 1 tsk en ætti ogið að vera svona lagt ef munar um kanski 2 - 3 gráður
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Of lagt og

Post by sigurdur »

Nei, hitastigið ætti ekki að hafa svona mikil áhrif .. (nema að hitastigið muni meir en 2-3 gráðum).

Ég mæli með að þú prófir að sleppa vatnsbætiefnum í næstu lögun og athugir hvernig það gangi hjá þér.
freyr_man69
Kraftagerill
Posts: 57
Joined: 27. Apr 2011 03:04

Re: Of lagt og

Post by freyr_man69 »

skall tekka á þvi næst og tekka hvort mælirinn sé rettur og flotmælirinn þá er marr bra með 3 létt bjóra fint að þeir voru ekki stórir :D
en takk fyrir hjálpina :)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Of lagt og

Post by sigurdur »

Ekkert mál.

Léttbjórar eru ekkert verri .. ég er einmitt með léttbjóra á dagskrá í næstu lögn. :)
freyr_man69
Kraftagerill
Posts: 57
Joined: 27. Apr 2011 03:04

Re: Of lagt og

Post by freyr_man69 »

jamm:) en ætti ekki vera samt fint 16l fyrir 2,8kg af korni
og er ekki rett ef ég meskji i lægra hitastigi 66 eða eithvað í
90min þá verður bjórinn vatnsmeiri ekki eins mikil beiskja eða malt
hinir tveir bjoranir minír eru svo beiskir eða mikið malt fær alveg stíng efst í hálsinn þegar ég fæ mer bjórinn
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Of lagt og

Post by sigurdur »

Lægra meskingarhitastig gefur hlutfallslega meiri gerjanlegar sykrur sem leiðir af sér hærri alkohólsprósentu og minna "maltbragð" sem situr eftir í bjórnum.
Þetta hefur merkjanleg áhrif á beiskju á meðan eðlisþyngd og vökvamagn í suðu breytist ekki.

Þú verður að athuga að ef gravity er svona mikið lægra heldur en þú bjóst við, þá verður þú að minnka humlamagnið, annars verður bjórinn mun beiskari fyrir vikið.
Post Reply