Hallur
Posted: 16. Jun 2009 09:59
				
				BJÓR!
Góðan dag ágætu fágunarlimir. Hann Sjonni benti mér á ykkur þar sem ég ætla að hefjast handa við að brugga bjór með honum. Hann hefur þegar hafist handa við fyrstu umferð. Hann sér um fyrri hlutann, þ.e.a.s. framleiðsluna en ég sé um drykkjuna... að einhverju leiti a.m.k.
Ég heiti Hallur og er milli starfa auk þess að vera lausamaður í rútubílaakstri, tölvukerfastjórnun, tónlistarmennsku og umboðsmennsku.
Ég prófaði að brugga fyrir 17 árum og það byrjaði vel en endaði jah... ætli ég segi ekki söguna bara.
Ég var að vinna í stórmarkaði sem fór allt í einu að selja einhverjar dollur með bjórgerðarefni. Vinnufélagi minn átti græjur en var ekki að nota þær þannig að ég fékk þær lánaðar. Ég þreif græjurnar hátt og lágt og fór svo nákvæmlega eftir leiðbeiningunum. Bætti við þeim sykri sem átti að bæta við og síðan setti ég aukalega slatta af sykri til viðbótar því það átti jú að nota þetta til að verða fullur. Svo henti ég þessu eftir kúnstarinnar reglum milli kúta... nema hvað ég var á þessum tíma helmingi latari en ég er í dag og nennti ekki alveg strax að færa á milli og það liðu nokkrir dagar. Þegar ég hafði lokið við að hella á milli og gera og græja þá átti þetta að standa eitthvað í viðbót og eins og í fyrra skiptið hafði letin talsvert að segja. Ég var svo sem ekkert á hrakhólum staddur með bjór á þeim tíma því félagi minn var alltaf í siglingum og reddaði mér Elefant bjór svo ég var ekkert að flýta mér með bruggið. Svo dældi ég hinum gullna miði á tandurhreinar flöskur, prentaði sér límmiða á flöskurinar (SÍÐU-HALLUR hét bjórinn). Svo lét ég þetta standa dágóðan tíma við stofuhita og rúmlega það... Svo kom að stóru stundinni. Ég hafði skellt einhverjum bjórum á Grolsch flöskur (þessar með flip-tappanum sem hægt er að loka aftur) og greip tvær og fór með þær inn í eldhús. Á þeim tíma bjó ég hjá foreldrum mínum. Ég horfði stoltum augum á flöskuna áður en ég opnaði. Ég lét síðan verða af því. Það næsta sem gerist er að ég stend uppi á eldhúsborði og er að þrífa loftið í eldhúsinu, sótbölvandi og urrandi. Ég hugsaði með mér að þetta hljóti að hafa verið eitthvert botnfall eða einhver hluti sem hefur skemmst. Það var mjög lítið eftir í flöskunni og eftir þrifin þá smakkaði ég það. Þetta var bara ekki sem best... Þetta var eiginlega alveg skelfilegt. En ég hugsaði með mér að fara með hina flöskuna til baka og ná í aðra sem væri pottþétt ekki úr sama hluta kútsins og flaskan sem endaði í loftinu. Og aftur inn í eldhús og aftur horft með stolti og aftur var loftið þrifið. Ég ákvað að láta þetta vera næstu 17 árin eða svo eða þar til nú. En nú er ég ekki einn að þessu og vona að við Sjonni þurfum ekki að þrífa loft eða veggi þegar flöskur verða opnaðar. Það er skemmst frá því að segja að afgangurinn af löguninni fyrir 17 árum var notuð í partýi þar sem keppt var í því hver gæti skotið lengst úr flösku... Það var illa lyktandi gras og gangstétt morguninn eftir og raunar næstu daga.
			Góðan dag ágætu fágunarlimir. Hann Sjonni benti mér á ykkur þar sem ég ætla að hefjast handa við að brugga bjór með honum. Hann hefur þegar hafist handa við fyrstu umferð. Hann sér um fyrri hlutann, þ.e.a.s. framleiðsluna en ég sé um drykkjuna... að einhverju leiti a.m.k.
Ég heiti Hallur og er milli starfa auk þess að vera lausamaður í rútubílaakstri, tölvukerfastjórnun, tónlistarmennsku og umboðsmennsku.
Ég prófaði að brugga fyrir 17 árum og það byrjaði vel en endaði jah... ætli ég segi ekki söguna bara.
Ég var að vinna í stórmarkaði sem fór allt í einu að selja einhverjar dollur með bjórgerðarefni. Vinnufélagi minn átti græjur en var ekki að nota þær þannig að ég fékk þær lánaðar. Ég þreif græjurnar hátt og lágt og fór svo nákvæmlega eftir leiðbeiningunum. Bætti við þeim sykri sem átti að bæta við og síðan setti ég aukalega slatta af sykri til viðbótar því það átti jú að nota þetta til að verða fullur. Svo henti ég þessu eftir kúnstarinnar reglum milli kúta... nema hvað ég var á þessum tíma helmingi latari en ég er í dag og nennti ekki alveg strax að færa á milli og það liðu nokkrir dagar. Þegar ég hafði lokið við að hella á milli og gera og græja þá átti þetta að standa eitthvað í viðbót og eins og í fyrra skiptið hafði letin talsvert að segja. Ég var svo sem ekkert á hrakhólum staddur með bjór á þeim tíma því félagi minn var alltaf í siglingum og reddaði mér Elefant bjór svo ég var ekkert að flýta mér með bruggið. Svo dældi ég hinum gullna miði á tandurhreinar flöskur, prentaði sér límmiða á flöskurinar (SÍÐU-HALLUR hét bjórinn). Svo lét ég þetta standa dágóðan tíma við stofuhita og rúmlega það... Svo kom að stóru stundinni. Ég hafði skellt einhverjum bjórum á Grolsch flöskur (þessar með flip-tappanum sem hægt er að loka aftur) og greip tvær og fór með þær inn í eldhús. Á þeim tíma bjó ég hjá foreldrum mínum. Ég horfði stoltum augum á flöskuna áður en ég opnaði. Ég lét síðan verða af því. Það næsta sem gerist er að ég stend uppi á eldhúsborði og er að þrífa loftið í eldhúsinu, sótbölvandi og urrandi. Ég hugsaði með mér að þetta hljóti að hafa verið eitthvert botnfall eða einhver hluti sem hefur skemmst. Það var mjög lítið eftir í flöskunni og eftir þrifin þá smakkaði ég það. Þetta var bara ekki sem best... Þetta var eiginlega alveg skelfilegt. En ég hugsaði með mér að fara með hina flöskuna til baka og ná í aðra sem væri pottþétt ekki úr sama hluta kútsins og flaskan sem endaði í loftinu. Og aftur inn í eldhús og aftur horft með stolti og aftur var loftið þrifið. Ég ákvað að láta þetta vera næstu 17 árin eða svo eða þar til nú. En nú er ég ekki einn að þessu og vona að við Sjonni þurfum ekki að þrífa loft eða veggi þegar flöskur verða opnaðar. Það er skemmst frá því að segja að afgangurinn af löguninni fyrir 17 árum var notuð í partýi þar sem keppt var í því hver gæti skotið lengst úr flösku... Það var illa lyktandi gras og gangstétt morguninn eftir og raunar næstu daga.


