Page 1 of 1

Hafra Stout

Posted: 17. Jul 2011 22:49
by Örvar
Við stefnum á að leggja í einn hafrastout á þriðjudagskvöldið.
Er búinn að skoða nokkrar uppskriftir á homebrewtalk.com og er búinn að hnoða saman einni uppskrift, hún er kannski algjört rugl en ég var svolítið að reyna að nýta það korn sem ég á til. Endilega segið ykkar skoðun á þessu.

6,0kg Pale Ale
0,4kg Caramunich II
0,4kg Chocolate Malt
0,3kg Roasted Barley
0,2kg Carapils
0,5kg Flaked Oats
0,2kg Flaked Barley
60 min 45g East Kent Goldings
1pk US-05

OG 1.059 m.v. 65% efficiency
IBU 34
Batch size 26L

Re: Hafra Stout

Posted: 20. Jul 2011 12:25
by Feðgar
Jæja léstu vaða?

Maður þarf eiginlega að gefa sér tíma til að setja svona uppskrift inn í reikniforrit til að geta gefið almennilegt álit, ekki orðinn það klár að maður sjái þetta út á núll einni.

Re: Hafra Stout

Posted: 20. Jul 2011 12:34
by Örvar
Nei þessi frestaðist aðeins. En við stefnum á að leggja í þennan seinna í vikunni eða um helgina :beer:

Re: Hafra Stout

Posted: 21. Jul 2011 12:46
by Örvar
Jæja við brugguðum þennan í gærkvöldi. Uppgufunin var töluvert meiri en ég bjóst við svo þetta endaði í rúmum 23L í gerjunarfötu og OG 1.065.
Er hrikalega spenntur að sjá hvernig þessi kemur út

Re: Hafra Stout

Posted: 21. Jul 2011 13:12
by hrafnkell
Pant fá smakk :D

Re: Hafra Stout

Posted: 21. Jul 2011 19:33
by Örvar
hrafnkell wrote:Pant fá smakk :D
Alveg sjálfsagt

Re: Hafra Stout

Posted: 21. Jul 2011 22:04
by sigurdur
ristaðiru hafrana?

Re: Hafra Stout

Posted: 21. Jul 2011 22:20
by Örvar
Nei ég henti þeim bara beint úr pakkanum útí meskinguna. Hefði ég átt að rista þá?

Re: Hafra Stout

Posted: 21. Jul 2011 22:44
by viddi
Sæll. Á 2 lagnir af svipuðum stout. Ristaði hafrana - þá kemur aðeins meiri angan af þeim. Held að það muni ekki skipta sérlega miklu máli enda finnst mér þeir týnast ansi mikið. Þér er velkomið að fá smakk af þessum tveimur sem ég gerði. Hafðu bara samband.