Við feðgarnir settum í tvær laganir um helgina, auk þess sem við sinntum ýmislegu við aðrar sem eru lengra á veg komnar.
Önnur er Amarillo Rye Ale og hin LITE
Jebb LITE, eða þannig lagað, fyrsti bjórinn sem við gerum sem á að vera undir 6% ABV (target ABV er 5%). Svo er liturinn ekki nema rétt 1.5 SRM og beiskjan 15 IBU
55.9% 2850 gr. Pilsner
19.6% 1000 gr. Polenta Mais mjöl
19.6% 1000 gr. Hvít hrísgrjón
4.90% 250 gr. CaraPils
Þrátt fyrir að vera með um 40% "Adjunct" þá var þetta ekkert mál. Fengum 80% nýtingu og vorum ekki nema einn punkt frá target gravity.
Skulum pósta myndum við tækifæri og allri uppskriftinni með meskjunaráætlun ef vel heppnast til.