Nóg að gera hjá okkur um helgina.

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Nóg að gera hjá okkur um helgina.

Post by Feðgar »

Við feðgarnir settum í tvær laganir um helgina, auk þess sem við sinntum ýmislegu við aðrar sem eru lengra á veg komnar.

Önnur er Amarillo Rye Ale og hin LITE

Jebb LITE, eða þannig lagað, fyrsti bjórinn sem við gerum sem á að vera undir 6% ABV (target ABV er 5%). Svo er liturinn ekki nema rétt 1.5 SRM og beiskjan 15 IBU

55.9% 2850 gr. Pilsner
19.6% 1000 gr. Polenta Mais mjöl
19.6% 1000 gr. Hvít hrísgrjón
4.90% 250 gr. CaraPils

Þrátt fyrir að vera með um 40% "Adjunct" þá var þetta ekkert mál. Fengum 80% nýtingu og vorum ekki nema einn punkt frá target gravity.

Skulum pósta myndum við tækifæri og allri uppskriftinni með meskjunaráætlun ef vel heppnast til.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Nóg að gera hjá okkur um helgina.

Post by sigurdur »

Þetta lítur ansi skemmtilega út hjá ykkur.

Það verður áhugavert að vita hvort að þið fáið ekki "Vá .. þetta er frábær bjór, það er ekkert bragð af honum" frá einhverjum ;)
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Nóg að gera hjá okkur um helgina.

Post by Feðgar »

Hehe það var kannski partur af þessu líka að prófa hvað tækin ráða við.

Það voru um 10 kg af graut sem fóru í þennann.

BIAB aðferðin hefði líklega ekki gert góða hluti með svo mikið af mais og hrísgrjónum.

En ef hann gerjar langt niður, verður þurr og þessi litla beiskja nær í gegn þá ætti þetta að verða bjór, sem er jú takmarkið ;)

Við eigum orðið nóg af pilsner og einhvað af dekkri bjórum, allt hefðbundnar uppskriftir þannig lagað svo það var alveg kominn tími á að prófa einhvað nýtt.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Nóg að gera hjá okkur um helgina.

Post by Feðgar »

Jæja þá erum við búnir að smakka þessa úr secondary og það kom verulega á óvart hve mikill bjór Lite bjórinn er, þrátt fyrir að það sé innan við 3 kg. af korni í 30 lítra lögun.
Það verður ekki hægt að segja til um það fyrir vissu fyrr en hann er orðinn kolsýrður en lofar vissulega góðu.

Og ég (sonur) er eiginlega bara á því að Amarillo Rúg bjórinn eigi eftir að verða það almagnaðasta sem við höfum gert lengi, þó að kallinn haggi því ekkert að Dortmunderinn sé sitt uppáhald.

Endilega deilið því með okkur hvað þið eruð að brugga, alltaf gaman að fylgjast með hvað menn eru að gera.
Leffa Clone þráðurinn varð t.d. alveg til þess að núna er maður farinn að spá í gerð candy sýróps og mismunadi sykur gerða.
Planið er svo auðvitað að koma með okkar eigin útfærslu að Leffe Clone
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Nóg að gera hjá okkur um helgina.

Post by hrafnkell »

Ég er að huga að nokkrum mismunandi lögnum þessa dagana. Langar að gera Citra IPA, belgískan dubbel og svo jafnvel trippel. Ég á 2 vials af geri sem ég þarf að drífa í að nota í þetta. Er loksins að verða búinn að koma mér almennilega fyrir hérna svo ég geti farið að brugga aftur. Allir kútar tómir og allt í rugli eins og er :)
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Nóg að gera hjá okkur um helgina.

Post by Feðgar »

Ég (sonur) var búinn að afskrifa belgískan bjór en er að fá áhuga á honum aftur.

Er að drekka Leffe Blonde núna og er að velta því fyrir mér hvort að lygtin af honum sé bara af Abbey gernum eða hvort að bjórinn sé jafnvel kryddaður.

Það að umbreyta sykri og allt umstangið sem sumir viðhafa við gerð sumra af þessum bjórum heillar.

Dubbel og tripple eru klárlega á "to do" listanum.

Annars var kallinn að tala um það að það sé komið að því að gera Stout, spurning hvort ég þurfi ekki að bæta aðeins við þessa litlu pöntun sem ég ætla að sækja hjá þér
Post Reply