Þetta er enginn smá slatti af spurningum hjá þér
freyr_man69 wrote:Er eithvað að stressast hvort það sé eithvað syking í bjórnum var að láta hann í carboy í fyrradag og er samtals búinn að gerjast í svona viku.
er að spá hvort það sé eithva sýking það er allstaðar svona littlar fljotandi kúlur spá hvort sé sýking eða bara eithvað sem flýtur af botninum ?
Ég veit ekki hvort að bjórinn þinn er sýktur, en þessar kúlur eru örverur (að öllum líkindum ölgerið) að fljóta og klára að gerja bjórinn þinn. Ekki hafa áhyggjur af þessu.
Ég set venjulega aldrei í annað gerjunarílát nema ég þurfi þess (ná í gerið eða eitthvað annað). Ég hef geymt bjór á gerinu í 18°C í 6 mánuði án þess að það komi neitt aukalegt óbragð af honum. Þú ættir ekki að þurfa að nota annað gerjunarílát.
freyr_man69 wrote:
og get ég notað allar fötur til að gerja í sá 10l berjafata í aman og spá hvort ég geti alveg notað þær ?
Ef þetta eru matvælaöruggar fötur, þá já. (það er vanalega merki af glasi og gaffali eins og
á þessari síðu)
freyr_man69 wrote:
og hvaða ger mæliði með? kaupi helst af brew.is
Fer eftir hvaða bjór þú ert að gera, en margir nota US-05 og S-04 sem dæmi.
freyr_man69 wrote:
og væri til að profa gera mjög sterkann bjór er einhver goð aðferð í það eða bara nóg af korni og þyrfti þá að gerjast lengi og þarf meira ger en 11gr?
Notaðu einhverja reiknivél til að komast að því hversu mikið korn þú þarft, eins og t.d.
BeerSmith 2. Til að komast að því hvað þú þarft mikið ger, þá þarftu að vita OG gildið úr reiknivélinni til að geta reiknað út gildið í
Pitching Rate Calculator
freyr_man69 wrote:
og til að fá bragð af kryddi eða ávexti eða eithvað ætti ég að henda það í suðuna eða þegar bjórinn er að gerjast ?
Það fer eftir svo mörgu .. aðallega þó hvernig bjór þú ert að gera.
Ger getur gefið ávaxtakeim ásamt kryddkeim, þannig að það getur verið að þú þurfir bara að velja gerið og hitastig gerjunar.
freyr_man69 wrote:
og ég er búinn að gera 2 biab sem eru að gerjast er eithvað örðvisi bragð að gera mash tun eða bara svipað?
Í minni reynslu, þá er ekki neinn greinanlegur munur á því.
freyr_man69 wrote:
er byrjandi og er að reyna að fræða mig aðeins um þetta

Ég mæli eindregið með því að þú verðir duglegur að lesa þræðina á þessu spjallborði, og jafnvel nota leitarvélina.
Það er búið að svara flestum almennum spurningum hér áður.
En fyrst og fremst, slakaðu á, ekki örvænta og fáðu þér heimabrugg.
