Page 1 of 1
Rafmagns Biab
Posted: 10. Jun 2011 14:14
by mattib
Sælir allir, hérna ætla ég að pósta inn framförum á smíðum mínum á rafmagns biab græjum. Alltaf gaman að fá athugasemdir.
Ég reddaði mér 75L hita potti sem er staðsettur heima hjá mér fyrir norðan eins og er þannig að það koma myndir af honum seinna. Mér langar að gera stjórnað hita á pottinum og ákvað að skella mér í það verkefni.
Ég hef aldrei bruggað bjór, en hef gert fullt að vín kittum og appla cider. Núna er kominn tími til að taka næsta skref átt að bjórnum

enda mikill bjór kall..
Pantaði mér PID temperature controller og 25a SSR og pt100 Thermosensor
Hérna kemur svo teikning af rafmagns boxinu.
Boxið í smíðun
Re: Rafmagns Biab
Posted: 10. Jun 2011 15:51
by hrafnkell
Hvað ætlarðu að hafa stórt hitaelement? 25A SSR að stjórna 16A straum verður
mjög heitt, þú verður að hafa mjög góða kælingu á því, ssr kæliplatan dugir líklega ekki nema það sé vifta á henni.
Ég bíð spenntur eftir fleiri myndum

Re: Rafmagns Biab
Posted: 12. Jun 2011 00:41
by mattib
Sæll. Já þetta á að stjórna 3000W elementi 3000/230 = 13A . Keypti 25A bara til öryggis ef ég stækka það. En ætla að nota 3000w elementið og síðan var ég að spá í að fá mér heatstick til að hraða suðu.
Ég var búinn að hugsa mér að finna kæliplötu úr gamalli tölvu. Heldur þú að ég þurfi að nota viftu líka ? langar helst að sleppa því.
Re: Rafmagns Biab
Posted: 12. Jun 2011 11:00
by hrafnkell
mattib wrote:Sæll. Já þetta á að stjórna 3000W elementi 3000/230 = 13A . Keypti 25A bara til öryggis ef ég stækka það. En ætla að nota 3000w elementið og síðan var ég að spá í að fá mér heatstick til að hraða suðu.
Ég var búinn að hugsa mér að finna kæliplötu úr gamalli tölvu. Heldur þú að ég þurfi að nota viftu líka ? langar helst að sleppa því.
Kæliplatan má amk ekki vera lokuð inni í einhverju boxi. Ég er með 40A ssr að stjórna 16A straum, og er með kæliplötu sem fylgdi ssrinu, hún dugir enganvegin og þarf að vera smá hreyfing á loftinu í kringum kæliplötuna til að ssr ofhitni ekki. Þetta fer þó líklega eftir því hvaða ssr maður er með - ódýr kína ssr hitna líklega mun fljótar og meira en "alvöru" ssr.
Re: Rafmagns Biab
Posted: 12. Jun 2011 11:45
by sigurdur
Ef þú ætlar þér að vera með SSR'in í boxinu, þá mæli ég með að þú setjir tvær viftur í kassann, sem taka loft inn í kassann, flytja loftið yfir kæliplöturnar (passívt) og dæla loftinu svo út hinu megin.
Ég myndi setja þunnt lag af góðu hitaleiðnikremi á milli kæliplötunnar og SSR'ana.
Re: Rafmagns Biab
Posted: 12. Jun 2011 13:12
by kalli
Ég er með svipað box og svipaðan frágang og þú, en fór þá leið að láta kæliplötuna standa út úr boxinu að aftanverðu. Það er að virka ágætlega.
Re: Rafmagns Biab
Posted: 12. Jun 2011 13:20
by mattib
Takk fyrir svörin. Ég var nefnilega búinn að ákveða að hafa þetta lokað inn í boxinu og ekki með neina viftu. Ég þarf að endurskoða þett aðeins hjá mér. Ætli ég setji ekki þá kæliplötuna utaná að aftan. Annars er ég að fara norður og er orðinn spenntur á að brasa meir

Re: Rafmagns Biab
Posted: 15. Jun 2011 15:51
by mattib
Jæja þetta er potturinn
Verið að vinna í pottinum. Þarna er verið að setja gat fyrir hitanema.
Re: Rafmagns Biab
Posted: 17. Jun 2011 13:08
by mattib
Unnið í boxinu
Ég fékk relay þar sem ég get stjórnað stýrisstraumnum og með því gat ég sett on og off takka sem þurfti ekki að vera fleiri fleiri amber. Hérna eru breyttar teikningar sést kannski illa og orðið pínu skítugt.
Hérna er þá takkinn kominn aftan á og síðan setti ég þarna tvö göt fyrir rafmagns inn og úttak
Ætla að ath hvort þessi kæling dugi fyrir SSR dugi það þarf bara að koma í ljós þegar ég set meistara verkið í gang
Hér sést þetta betur á hlið
Re: Rafmagns Biab
Posted: 18. Jun 2011 15:12
by mattib
Tengingar í boxi. Þetta var alveg pínu mikið kaos hjá mér. Maður gleymdi að gera gat fyrir hitaneman og tengja tengja snúru úr pid controllerinn þegar ég var búinn að koma honum fyrir inn í. og síðan var ekki hægt að setja festinguna upp á pid því þá kom ég honum ekki inn í boxið.
Þar a kemur inn hitaneminn hvíta snúran sem kemur inn
Ég viðurkenni að boxið var frekar lítið en þetta tókst eftir langan dag við tengingar. Tók svoldið langan tíma þar sem ég var ekki alveg klár á tenginum.
Re: Rafmagns Biab
Posted: 18. Jun 2011 17:24
by hrafnkell
Hvernig hitanemi er thetta?
Ef thetta er thermocouple og thu framlengdir virinn tha gaeti thad skekkt maelingarnar.. Passadu thig ad maela lika med hitamaeli til ad sja hvort pid syni rettar maelingar
Re: Rafmagns Biab
Posted: 22. Jun 2011 15:16
by mattib
Þetta er hitanemi PT100.
Re: Rafmagns Biab
Posted: 29. Jun 2011 08:52
by mattib
Best að halda áfram með söguna. En mér tókst að klára þetta og koma græjunni í gang. Fór með þetta heim og allir svaka spenntir , ég dróg pabba með mér og litla systir mín líklega alveg jafn spennt og ég

. Ég stakk græjunni í samband og viti menn jú auðvitað slóg ég út öllu húsinu, á þeim tíma púnkti héllt ég að ég mundi þurfa að endurskoða tengingar en nei ég prófaði aftur og sleppti jörðinni og þá fór þetta allt í ganga

, (jörðin var teingt inn í boxið, út strax aftur og í pottinn), Það er möguleiki að elementið leiði eða eitthvað slíkt.
Ég þurfti reyndar að fara eftir leiðbeiningum og velja réttan hitanema og þá byrjaði pid controllerinn að gera einhverja hluti og mæla hita sem hefur reyndar ekki verið staðfestur því ég hef verið fyrir sunnan þetta er allt fyrir norðan. Ég setti samt vel heitt vatn í pottinn.
Héllt hita vel um 68- 70°C gráðum. Ég á eftir að smíða mér lok og einangra pottinn þannig að það tók svoldin tíma að ná í 100°C
Þetta gékk ágætlega , er alveg ánægður með þetta hjá mér miðað við hvað ég kunni ekkert í þessu fyrst

... En það er vandamál með kælingu á SSR. Ál platan sem ég setti sem á að kæla SSR er að dreifa hitanum vel greinilega því hún hitnar all svakalega og örugglega of mikið. Ég gat varla snert hana nema í 2-3 sek.
Þannig að daginn eftir fór ég og setti aðra ál plötu þannig að núna er þetta tvöfalt. Það skánaði aðeins en það þarf að láta reyna á það betur. Ég klúðraði svoldið mikið á þeim degi , ég var semsagt búinn að vera færa pottinn framm og til baka þann dag þegar ég var að gera nýja ál hitaplötu. Síðan þegar ég kom heim þá bara stakk ég í samband án þess að kíkja undir pottinn þar sem vírarnir lágu saman og það slóg út en þá bara í einu lekaliða ekki öllu húsinu en eftir það þá hitaði græjan en hún stoppaði ekki við eitthvað áhveðið hitastig. Ég komst svo að því að ég skemmti SSRið með því að stinga í samband þegar vírarnir lágu saman. Ekki nógu sniðugt hjá mér og algjör klaufaskapur.
Ég skipti um SSR og þá gékk þetta alveg 100%.
Ég held svo áfram að segja frá hvernig þetta mun þróast hjá mér ..
kv. Marteinn
Re: Rafmagns Biab
Posted: 29. Jun 2011 09:10
by kalli
Þetta er glæsilegt hjá þér og gott framtak. Ég vona að það gangi vel að nota þetta. En í Guðs bænum, fáðu þér rafvirkja til að yfirfara tengingar og frágang.
Re: Rafmagns Biab
Posted: 29. Jun 2011 09:23
by hrafnkell
Þetta er fínt hjá þér.
Eg hef lent í þessu sama með ssr - það dugði ekki að vera bara með passíva kælingu, ég þurfti að bæta við lítilli viftu úr tölvu til að halda hitanum innan skynsamlegra marka. Ef ssr hitna of mikið þá verða þau leiðinleg, og jafnvel festast opin.
Re: Rafmagns Biab
Posted: 29. Jun 2011 11:36
by sigurdur
Þetta er flott, en ég er sammála kalla, fáðu þér rafvirkja til að yfirfara þetta áður en þú setur næst í samband.
Þar sem að jörðin getur ekki verið tengd í pottinn, þá getur þú drepið einhvern með þessu .... láttu athuga þetta!!
Re: Rafmagns Biab
Posted: 4. Jul 2011 17:50
by mattib
Takk fyrir það. Já ég mun láta kíkja á þetta hjá mér.