Fósturlandsins Freyja - Ölvisholt

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
olihelgi
Villigerill
Posts: 34
Joined: 11. May 2009 21:21

Fósturlandsins Freyja - Ölvisholt

Post by olihelgi »

Ég sótti kippuna mína í dag af Freyju sem ég lét senda norður á Akureyri til mín. Eftirvæntingin var mikil enda forrennarar Freyju ansi hreint góðir.

Bjórinn er kristaltær og gefur sæmilegan hvítan haus sem endist frekar stutt, töluverð kolsýra.

Það fer ekki mikið fyrir lyktinni en það er hægt að greina að þarna er hveitibjór á ferðinni.

Þetta er léttur kall, vatnskenndur og kóríanderinn og appelsínubörkurinn koma ekki mikið fram en þegar þetta kemur allt saman er heildarútkoman ágæt. Einhverjir myndu kalla þetta konubjór en það er alltaf gott að vita af einum léttum hveitikalli þegar maður er þyrstur.

Ég er samt dálítið ósáttur við sumt í þessum bjór. Ég bjóst við því að hann yrði bragðmeiri, hausinn yrði betri og mér finnst óþarfi að hveitibjórar séu tærir. Ég var að vonast til að hann væri svipaður eins og t.d. Gaase Hvid frá Kongens Bryghus. En kannski átti þessi bjór að vera léttur og renna vel í vambir Frónbúa.
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Fósturlandsins Freyja - Ölvisholt

Post by ulfar »

Ég er mjög ánægður með Freyju. Ekki vegna þess að hún sé extrem heldur vegna þess að hún er góður léttur bjór. Fannst sérstaklega gott í sumar þegar von var á hita eða veislu að fá mér eina eða tvær. Kanski er ég eitthvað að mildast.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Fósturlandsins Freyja - Ölvisholt

Post by Eyvindur »

+1

Freyja er mild (myndi ekki segja bragðlítil) og ljúf, höfðar til mjög margra, bæði gæðinga og lite-aðdáenda og er unaðslega svalandi. Ég er yfir mig sáttur.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply