Page 1 of 1
Merkingar á flöskur og að fjarlægja miða.
Posted: 2. Jun 2011 15:13
by bergrisi
Hvernig merkið þið flöskurnar ykkar? Nú sé ég fram á að vera með meira en tvær lagnir eða fleiri í gangi og ég verð að merkja þetta. Eru menn að föndra við einhverja miða eða bara merkja með dagsetningu og gerð?
Annað. Ég er búinn að vera að sanka að mér flöskum og gengur vel að fjarlægja alla miða nema af 500 ml Tuborg flöskum. Keypti Tuborginn bara útaf flöskugerðinni þar sem mér finnst bjórinn ekkert sérstakur og mun aldrei kaupa Tuborg aftur því það er vonlaust að fjarlægja miðann.
Kveðja
Rúnar
Re: Merkingar á flöskur og að fjarlægja miða.
Posted: 2. Jun 2011 15:39
by atax1c
Einfaldast væri að tússa á tappana einhverjar upplýsingar held ég.
Re: Merkingar á flöskur og að fjarlægja miða.
Posted: 2. Jun 2011 16:14
by gunnarolis
Það er gott að leita að þráðum áður en maður póstar nýjum. Það er margoft búið að ræða þessi mál hérna. Það er hægt að ná þessum Tuborg miðum af, en það er eiginlega ekki vinnunnar virði. Ég náði nokkrum af með glersköfu og vírbursta.
Það er miklu einfaldara bara að finna flöskur sem er auðvelt að losa miðana af en standa í því. Ég tússa númer á tappana á flöskunum og man alltaf hvaða númer er hvað...
Re: Merkingar á flöskur og að fjarlægja miða.
Posted: 2. Jun 2011 16:30
by Feðgar
Það eru til sérstakir geisladiska tússpennar, þ.a.s. til þess að merkja skrifaða geisladiska.
Þeir eru frábærir til að skrifa á tappana, skrifa vel á svona sléttann flöt og skriftin þvæst ekki af né dofnar.
Hvaða aðferð notið þið annars til að ná bréfmiðunum af, já og líminu?
Re: Merkingar á flöskur og að fjarlægja miða.
Posted: 2. Jun 2011 19:48
by gunnarolis
Fullers bjórar, þýskir bjórar og belgísku munkabjórarnir eru með vatnsleysanlegu lími, þær flöskur er nóg að baða í sjóðandi heitu vatni og miðarnir renna af.
Með Ölvisholt bjórana og kalda miðana passa ég að hita ekki límmiðana á flöskunum, heldur taka þá af í heilu meðan flaskan er köld, það virðist virka best. Restina af líminu tek ég síðan með vírbursta eða gluggasköfu.
Einu flöskurnar sem er erfitt að ná miðum af sem ég nenni að hreinsa eru Anchor flöskur, þær baða ég í sjóðandi heitu, tek gluggasköfuna á þær og bursta svo restina af líminu af.
Aðrar flöskur sendi ég bara í endurvinnsluna.
Re: Merkingar á flöskur og að fjarlægja miða.
Posted: 22. Jun 2011 00:26
by bergrisi
Ég keypti mér kippu af Bjart og Úlf um daginn og er að fíla bjórana virkilega vel en $/&/&%#$#& miðarnir. Þetta eru verstu miðar til að ná af flöskunum. Búinn að reyna allt. Láta þá liggja í sólarhring í klórlegi. Liggja í sjóðandi vatni og nota vírburstann og sköfu. Þetta er geðveik vinna. Er skapi næst að hætta að drekka ég er svo pirraður á þessu.
Einhver töfralausn?
Kveðja
Bergrisi.
Re: Merkingar á flöskur og að fjarlægja miða.
Posted: 22. Jun 2011 07:31
by sigurdur
Ég fann lausn til að ná miðanum mjög auðveldlega af bjarti og úlf.
Þú mátt ekki bleyta þá (ef þú ert búinn að bleyta þá, bíddu þar til að þeir eru þurrir).
Til að ná þeim af, þá þarftu að setja sjóðandi heitt vatn í flöskurnar (með þurrum miðum) í smá stund, þar til að flöskurnar eru orðnar ágætlega volgar. Þá ætti límið að vera orðið mjúkt og þá er hægt að fjarlægja miðana algjörlega (með lími og öllu) með því að toga varlega í þá.
Re: Merkingar á flöskur og að fjarlægja miða.
Posted: 22. Jun 2011 09:18
by anton
Sigurður. Sniðug lausn. Virkar eflaust á aðrar flöskur líka sem eru með leiðindi.
Ég á svo mikið orðið af flöskum.. (líklega 300-400 miðalausar og í notkun eða ready í notkun og líkega 200 með miðum eftir að hreinsa...)
Ég var búinn að láta Bjartan-Úlf liggja í klórvatni í 20 daga...miðarnir urðu blautir...en þeir voru pikkkfastir á

Svo ég henti bara flöskunum. Nóg af öðrum flöskum.
Ef ég er í stuði þá prófa ég þetta næst.
Re: Merkingar á flöskur og að fjarlægja miða.
Posted: 27. Jun 2011 21:27
by bergrisi
Náði loksins miðunum af Bjart og Úlf. Ég var búinn að plokka miðana af svo það var bara lím eftir. Búinn að láta liggja í klór og sjóða líka í saltvatni. Í dag setti ég svo eina og eina flösku í litla fötu með Undra penslasápu. Lét vatn í flöskuna svo hún stæði í penslasápunni. Eftir 30 mín þá rann límið auðveldlega af. Ég nuddaði með grófum svamp og flöskurnar núna loksins límmiðalausar. Hellti svo penslasápunni aftur í brúsan. En ef ég kaupi aftur Bjart eða Úlf sem ég geri fastlega ráð fyrir þá mun ég fyrst gera eins og bent var á hér fyrir ofan að setja sjóðandi vatn inni flöskurnar.
Kveðja
Bergrisi.