Hvernig merkið þið flöskurnar ykkar? Nú sé ég fram á að vera með meira en tvær lagnir eða fleiri í gangi og ég verð að merkja þetta. Eru menn að föndra við einhverja miða eða bara merkja með dagsetningu og gerð?
Annað. Ég er búinn að vera að sanka að mér flöskum og gengur vel að fjarlægja alla miða nema af 500 ml Tuborg flöskum. Keypti Tuborginn bara útaf flöskugerðinni þar sem mér finnst bjórinn ekkert sérstakur og mun aldrei kaupa Tuborg aftur því það er vonlaust að fjarlægja miðann.
Kveðja
Rúnar