Page 1 of 1

Kælibox

Posted: 30. May 2011 19:15
by gylfisig
Sælir

Við strákarnir erum í leit að góðri kæliboxi eða einhverju því um líku til þess að meskja í. Við þurfum að hafa þetta mjög stórt. Kælikistur sem ég hef rekist á eru yfirleitt ekki stærri en 40L. Hafið þið einhverjar hugmyndir um hvernig best væri að útfæra þetta?

Takk fyrir.

Re: Kælibox

Posted: 30. May 2011 20:37
by sigurdur
60-120 lítra síldartunnur?

Re: Kælibox

Posted: 31. May 2011 08:05
by anton
Thja, já eða 240L síltartunna.. eða fiskiker :) - hversu stórt ...

Þá þarf bara að einangra aðeins.

Re: Kælibox

Posted: 31. May 2011 11:17
by hrafnkell
Það getur verið sterkur leikur að einangra eitthvað ílát, eins og síldartunnu eða eitthvað þvíumlíkt og búa til meskiker úr því. Það þarf þó líklega að vera góður falskur botn í þeim, vegna þess að svona tunnur eru frekar háar og þá þjappast klósettbarkar og þannig saman í meskingu og maður getur lent endalaust í stuck sparges.