Kælibox

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
gylfisig
Villigerill
Posts: 9
Joined: 3. Mar 2011 18:23

Kælibox

Post by gylfisig »

Sælir

Við strákarnir erum í leit að góðri kæliboxi eða einhverju því um líku til þess að meskja í. Við þurfum að hafa þetta mjög stórt. Kælikistur sem ég hef rekist á eru yfirleitt ekki stærri en 40L. Hafið þið einhverjar hugmyndir um hvernig best væri að útfæra þetta?

Takk fyrir.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Kælibox

Post by sigurdur »

60-120 lítra síldartunnur?
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Kælibox

Post by anton »

Thja, já eða 240L síltartunna.. eða fiskiker :) - hversu stórt ...

Þá þarf bara að einangra aðeins.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kælibox

Post by hrafnkell »

Það getur verið sterkur leikur að einangra eitthvað ílát, eins og síldartunnu eða eitthvað þvíumlíkt og búa til meskiker úr því. Það þarf þó líklega að vera góður falskur botn í þeim, vegna þess að svona tunnur eru frekar háar og þá þjappast klósettbarkar og þannig saman í meskingu og maður getur lent endalaust í stuck sparges.
Post Reply