Byrjendabrugg - fyrstu skref.

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Byrjendabrugg - fyrstu skref.

Post by bergrisi »

Ég er búinn að vera að spá í þessu lengi og skoða svo til alla þræði hérna inni og hefur það hjálpað mér mikið. Mig langar að lýsa mínu ferli hérna öðrum byrjendum til upplýsinga og ykkur reynsluboltum til að koma með punkta fyrir mig hvað ég get gert betur.

Undirbúningur: Búinn að lesa svo til alla þræði hér á fagun.is, panta af Amazon þessa bók How to Brew: Everything You Need To Know To Brew Beer Right The First Time og þetta myndband Basic Brewing: Stepping into All Grain Einnig er ég búinn að horfa á fleiri tugi myndbanda á youtube og þræða netið fram og til baka. Gerðist meðlimur í Fágun og mætti á aðalfund og var það virkilega gaman að sjá andlitin á bakvið allan þann fróðleik sem ég var búinn að vera að lesa um. Einnig drukkið mikið af gæðabjór.

Búnaður: Fékk gerjunarfötu hjá vin, átapparatól. 24 lítra pott ofl. Keypti grisjupoka, digital-mæli hreinsiefni og þessa uppskrift á Brew.is Bee Cave ljósöl (APA). Reyndi að fara nákvæmlega eftir upplýsingunum sem eru á Brew.is. Var með soldin hausverk yfir því hvernig ég ætti að meskja og var jafnvel að pæla í að gera þetta í tveim skömmtum þar sem potturinn sem ég er með er of lítill fyrir þessa uppskrift. Sá svo sama dag og ég ætlaði að byrja 35 lítra kælibox í húsasmiðjunni á 2990 og var búinn að sjá á fjölmörgum síðum að menn nota svona box og græja í þetta krana ofl. Ákvað að fjárfesta í þessu en geyma allar betrumbætur og ætlaði bara að sigta virtinn úr kæliboxinu.

Bruggdagurinn:
1. Klukkan átta á fimmtudagskvöldið ákvað ég að byrja. Hafði fengið það á tilfinninguna að þetta ferli tæki um 3-4 tíma eftir allt mitt grúsk á netinu og þar sem ég var að fara í vinnu klukkan 5 næsta dag þá myndi þetta alveg sleppa. Setti 25 lítra af 72° heitu vatni í kæliboxið. Ég hitaði upp um 20 lítra af vatni í suðupottinum og svo var ég með hraðsuðuketil líka og með smá tilfæringum náði ég að hafa þetta 72 gráður. Skellti öllu korninu útí og hrærði svo á fimm mínútna fresti (allar tímamælingar voru nákvæmar þar sem ég er úrsmiður að mennt). Smakkaði virtinn og var komið skemmtilegt sætubragð af honum. Reyndi að hækka hitann í 77 gráður síðustu 10 með því að taka smá af vökvanum og hita upp í pottinum en náði ekki meira en 72 gráður. Ákvað að það gæti ekki verið stórmál og skellti mér í næsta skref.

2. Hellti svo með könnu vökvanum úr kæliboxinu í gegnum sigti og í pottinn. Þetta voru um 20 lítrar sem ég fékk þarna. (Ekki nákvæm mæling) Klukkan var rúmlega 10. Hækkaði allt í botn og þegar suðan byrjaði þá setti ég humlana á nákvæmlega þeim tíma sem sagt var til um í uppskriftinni. Suðutíma lauk svo rétt fyrir miðnætti. Fannst reyndar að vökvinn væri ennþá virkilega þykkur og mikið af korni í honum.

3. Ég ákvað að láta þetta ekki standa heila nótt eins og stendur í uppskriftinni heldur kæla þetta niður. Fór með pottinn út og setti í bala sem ég var búinn að fylla með köldu vatni og lét svo garðslönguna renna stöðugt í balann. Kælingin tók ekki nema 20-30 mín. Sótthreinsaði gerjunarfötuna á meðan ásamt vatnslásnum ofl. Sá að sigtið sem ég hafði notað var of gróft og eftir nokkrar pælingar þá ákvað ég að sigta þetta allt aftur áður en ég setti þetta í gerjunarfötuna. Tók strigapokann sem ég keypti af Brew.is og setti utan um sigtið mitt. Sótthreinsaði pokann vel. Setti pottinn með virtinum á gólfið við hliðina á gerjunarfötunni, sigtið ofan á með strigapokanum á og byrjaði svo að ausa úr pottinum og í gerjunarfötuna. Það lak rosalega hægt í gegnum þetta svo ég náði mér í koll og ausu og dundaði mér við að hella smá og hræra í sigtinu og ná virtinum í gegnum þetta. Það tók óratíma. Þegar þessu var svo lokið var klukkan orðin rúmlega 1. Ég mældi núna vökvann með sykurflotvoginni og minnir mig að mælingin hafi verið 1065 (er með það skrifað niður heima, er í vinnunni núna). Ég setti vatnslásinn á og setti fötuna á góðan stað og skellti gerinu útí og hrærði aðeins í því (kannski vitleysa?) Gekk frá og fór að sofa rétt fyrir 2 ánægður með dagsverkið og sá fram á rétt rúmlega tveggja tíma svefn. 30 lítra gerjunarfatan er ca hálf svo vonandi fæ ég um 15 lítra af bjór úr þessu.

Núna er þetta að gerjast og er mikið að gerast í vatnslásnum. Ætla að láta þetta gerjast í allavega tvær vikur og skella þá á flöskur. Hlakka óhemju mikið til fyrstu smökkunar.

Þó svo þetta hafi tekið lengri tíma en ég ætlaði þá var þetta virkilega gaman. Ætla að setja í aðra uppskrift strax eftir helgi. Keypti líka allt í þessa uppskrift á Brew.is TRI-CENTENNIAL IPA.

Það sem ég ætla að gera öðruvísi næst er: Nota grisjupokann utan um kornið og sleppa við að sigta virtinn eftir suðu. Ekki gera þetta daginn áður en ég á að mæta á vakt.

Kveðja
Rúnar
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Byrjendabrugg - fyrstu skref.

Post by sigurdur »

Þetta er flott. Það eru nokkrir hlutir sem þú gerir betur þegar þú færð meiri reynslu á þetta, en svona í það heila þá sýnist mér þér hafa tekist þetta býsna vel.

Til hamingju með áfangann. :)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Byrjendabrugg - fyrstu skref.

Post by bergrisi »

Takk. Allar ábendingar velþeggnar.

Þetta var svo gaman að ég ætla að setja í meira á næstu dögum.
Er nú að spá í hvað verði þarnæsta bruggunin.

Kveðja
Rúnar
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Byrjendabrugg - fyrstu skref.

Post by bergrisi »

13-6-11 setti ég svo þennan bjór á flöskur og er að stelast til að drekka hann núna og er þvílíkt sáttur. Bragðmikill og hressandi bjór. Setti svo 20 450 ml. flöskur til hliðar sem ég ætla að reyna að geyma í 2-4 vikur. En ætla pottþétt að gera aðra lögun eftir þessari uppskrift fljótlega (Hrafnkell þú átt von á símtali).

Setti svo á flöskur í gær þessa uppskrift af brew.is http://www.brew.is/oc/uppskriftir/TriCentennialIPA" onclick="window.open(this.href);return false; og bíð spenntur eftir að smakka hann. Veit að hann er algjör humla sprengja.

Mikið er þetta rosalega skemmtilegt hobbý.

Kveðja
Bergrisi.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Byrjendabrugg - fyrstu skref. Framhald

Post by bergrisi »

Maður sér oft nýgræðinga koma hér inn sem eru að spá í að byrja og langar mig að deila smá minni reynslu sem nýgræðings sem er búinn að taka fyrstu skrefin. Ég er núna búinn að gera all grain uppskriftir þrisvar og gerði slatta af mistökum í fyrstu tilraun sem hafa slípast af.

Það sem ég get mælt með er að nota Beersmith. Þá fær maður tossalista yfir hvað á að gera. Þá fær maður líka útreiknað hvað á að meskja með miklu vatni t.d. En ég var í vandræðum með vatnið í fyrstu tilraun.

Þegar þið svo setjið á flöskur er gott að undirbúa sig vel. Ég nota svona [imghttp://www.arkwrightshomebrew.com/images/avvin ... washer.jpg][/img] og set joð blöndu í þetta. Sótthreinsa líka tappana. Svo þegar ég set á flöskurnar nota ég svona stykki á endann á siphon slöngunni. Image. Þetta er algjör snilld. Þetta fyllir flöskurnar frá botni og þægilegt að stjórna magninu.

Fyrsta lögunin sem ég gerði var frá brew.is og sumar flöskurnar voru vondar en næsta lögun sem ég gerði tókst mjög vel og allar flöskurnar eru eins. Núna er ég með þriðju í gerjun og ætla að setja fljótlega í tvær í viðbót.

Ég byrjaði á dósasullinu og mun aldrei gera bjór úr dós aftur. Ekkert gaman af því og ekki eins góður bjór. Ég asnaðist til að kaupa tvær dósir og var að spá í að henda seinni dósinni. En ég gerði þann bjór líka og hann er á flöskum en ekkert spennandi miðað við all-grain bjórana sem ég á.

Ég sé að menn pæla mikið í búnaðinum og halda að þetta taki mikið pláss. En ég er með kælibox sem ég meski í og sýð svo í 24 lítra potti. Svo hendi ég þessu í gerjunartunnu.

Mæli með því við alla að byrja á þessu skemmtilega sporti. Frá því ég datt inná þessa síðu þá hefur ekkert annað komist að en bjórgerðin. Vona að ég nái einhverntímann að kíkja á fund og blanda geði við þessa skemmtilegu menn sem ég kynntist á aðalfundinum.

Kveðja
Bergrisi
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Byrjendabrugg - fyrstu skref.

Post by helgibelgi »

Það vantar eiginlega svona "læk"-takka hehe :)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Byrjendabrugg - fyrstu skref.

Post by sigurdur »

helgibelgi wrote:Það vantar eiginlega svona "læk"-takka hehe :)
Senda stjórninni bara bréf um þetta ;)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Byrjendabrugg - fyrstu skref.

Post by bergrisi »

Var að setja á flöskur áðan og gleymdi að hræra áður en ég setti á flöskur. Ég fleytti ofan á sykurinn og gleymdi að hræra því rólega saman. Eitt sem maður verður að prenta á ennið á sér. Annars lofar sá bjór góðu.

Kveðja
Bergrisi
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Byrjendabrugg - fyrstu skref.

Post by anton »

Ég segji að það sé skilda að gleyma alltaf einhverju einu skrefi. Það gerir þetta spennandi.

Annars hræri ég ekki sykurinn. Ég fleyti bjórnum ofani þannig að slangan liggur í n.k. hring á botninum þannig að bjórinn myndar hringiðun ofan í sykurvantið og fleytist frá botni og upp. Ég hef ekki tekið eftir öðru en að sykurinn blandist vel með þessari aðferð.
Post Reply