Page 1 of 1
Europris brúsar
Posted: 18. May 2011 20:48
by Squinchy
Sælt veri fólkið, ég nældi mér í svona 25 lítra brúsa í europris um daginn fyrir gambra og varð alveg dolfallinn yfir þessum brúsa, mun auðveldara að koma honum fyrir heldur en tunnunni og auðveldara að ná góðu taki á honum, en ég fór að skoða hann betur og sé hvergi matvæla plast merkið á honum (þetta með glasinu og gaffal) merkingarnar sem ég fann eru PE-HD 02, svo einhver klukka sem bendir á 10
Ætli það sé safe að nota þetta í bjórinn ?
Re: Europris brúsar
Posted: 18. May 2011 20:52
by sigurdur
Þetta er án efa fínt í bjórinn. PE-HD er gott plast, en það má vera að það sé ekki að matvælastaðli, eða að framleiðandinn vildi ekki greiða fyrir að geta sett slíkt merki á tunnuna.
Re: Europris brúsar
Posted: 18. May 2011 21:42
by hrafnkell
Áttu mynd af brúsanum?
Re: Europris brúsar
Posted: 19. May 2011 01:07
by Squinchy
Okei snilld

, skal taka mynd af honum á morgun
Re: Europris brúsar
Posted: 19. May 2011 09:16
by kalli
Hvernig er að þrífa þetta eftir notkun? Situr krausen fast á honum og erfitt að komast að því með bursta eða eitthvað?
Re: Europris brúsar
Posted: 19. May 2011 09:39
by kristfin
ég nota gjarnan svona brúsa þegar mikið er að gerast. að notkun lokinni þá skola ég þá vel og læt góða skvettu af klór, fylli af vatni og læt standa í nokkra daga. tandurhreint eftir, engir burstar eða neitt
Re: Europris brúsar
Posted: 19. May 2011 17:29
by Squinchy
Ég nota sömu aðferð og Kristfin og ekkert vesen með botnfallið
Re: Europris brúsar
Posted: 19. May 2011 22:39
by Squinchy
Re: Europris brúsar
Posted: 23. May 2011 21:42
by aki
Ég lenti nú í smáhavaríi með einn svona brúsa fyrir nokkrum mánuðum. Asnaðist til að setja 25L í hann. Hann sprengdi af sér tappann og hentist fram á gólf úr hillunni en lenti sem betur fer á réttum kili. Maður þarf sem sé að gæta að því að ofgera ekki og ég myndi persónulega skera opið aftara gatið þar sem litli tappinn er og koma þar fyrir slöngu fyrir krausen. Það var ekki mikið grín að þrífa bjórinn af loftinu! Sem betur fer þá skemmdist bjórinn sem eftir var ekki neitt og ég fékk um 20L af fínum APA sem gerði þrifin þess virði

Tók samt tíma að fá SWMBO til að samþykkja aðra sessjón eftir þetta slys.