Coopers Stout kit.

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Absinthe
Villigerill
Posts: 18
Joined: 15. Jan 2011 23:16

Coopers Stout kit.

Post by Absinthe »

Ég var að spá í að gera eina lögn af Cooper´s Stout.
Ég nenni ekki að leggja miklar pælingar í þetta. Sýð drulluna með sykri og ætla að fylla upp í með vatni, upp að 23L. markinu. Ég er ekki með sykurflotvog en mig langar að hafa hann nokkuð sterkan + 7%. Þeir gefa upp að ef að ég nota dolluna án sykur verður þetta um 2.5%. Ef ég bita dolluna + 1 kíló af borðsykri ætti þetta að verða um 4.7%. Getur einhver leiðbent mér hvað ég þarf að bæta um það bil miklu umfram kílóið til að ná 7%?
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Coopers Stout kit.

Post by kristfin »

þetta er nokkuð línulegt, þannig að ef dollan gefur 2.5% í 23 lítra og dolla + kg gefur 4.7% þá ætti dolla og 2 kíló að slefa í 7. en afhverju að stoppa þar. 3 kíló gefa þér svona 9%

önnur leið væri að nota 2 dollur og engan sykur, þá endarðu með svona 5% bjór, sem er bragðgóður, eða 2 dollur og kíló af sykri sem endar í svona 7% og gæti orðið drekkanlegur líka.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Absinthe
Villigerill
Posts: 18
Joined: 15. Jan 2011 23:16

Re: Coopers Stout kit.

Post by Absinthe »

Takk kærlega fyrir þetta. Mér fannst það virka of einfeldningslegt að margfalda þetta lauslega - ég hélt að drullann myndi bjaga þetta hressilega eins og hunang og þess háttar. Ég ætla að bíða með að hafa þetta 9% í bili. Ef þessi heppnast vel þá læt ég samt vaða.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Coopers Stout kit.

Post by gunnarolis »

Ég væri til í að fá að smakka coopers stout sem er búið að sykra upp í 9%. Það er eflaust verulega áhugaverður drykkur.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Coopers Stout kit.

Post by sigurdur »

Hehe, ég giska á cid-o-rama
Absinthe
Villigerill
Posts: 18
Joined: 15. Jan 2011 23:16

Re: Coopers Stout kit.

Post by Absinthe »

Það er gott trix við vonda bjórsmökkun að byrja á því að skella í sig einu skoti af stroh 80. Eftir það væri cooper´s 9% eins og fínasta malt
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Coopers Stout kit.

Post by sigurdur »

Annað gott trikk er að sleppa því yfir höfuð og miða á góða bjórsmökkun :)
Absinthe
Villigerill
Posts: 18
Joined: 15. Jan 2011 23:16

Re: Coopers Stout kit.

Post by Absinthe »

Það er einn möguleikinn. Ég er bara búinn að vera að dunda svo lengi í þessu sterka, að maður fer í bjórinn með smá tuddaskap. Fagurfræðin kostar tíma og peninga. Það kemur seinna. Annars lagði ég í eplasíder í byrjun janúar sem að ég ætla að leyfa að eldast til jóla. Þá ætti ekki að þurfa neitt stroh
Post Reply