Page 1 of 1

kútar og gerjun

Posted: 7. Apr 2011 23:47
by siggis
Mig langaði að heyra aðeins í mönnum um það hvenær er heppilegast að setja bjórinn á kúta.
Eru flestir að taka seinni gerjun og setja svo á kúta eða beint í kúta eftir gerjun og taka svo botnfallið bara út með fyrsta glasinu ?

Ég tók seinni gerjun í fyrsta skipti og setti svo á kútinn en fór svo að spá í því hvort það væri alveg eins gott að setja bara beint á kút ...

Re: kútar og gerjun

Posted: 8. Apr 2011 09:03
by kristfin
ég set á kút eftir "fyrstu" gerjun. ég fer ekki í seinni gerjun nema í algerum undantekningartilfellum.
ég stytti pípuna í kútnum um 2 cm, svo botfallið verður eftir. fyrstu glösin eru skýjuð en síðan er þetta allt komið á botninn.