Page 1 of 1

Galvaniseraðar skrúfur

Posted: 31. Mar 2011 11:32
by gosi
Sælir fágarar

Ég á 33L pott frá fastus og ég er búinn að gera BIAB poka.
Svo um daginn keypti ég mér STABIL hlíf frá Ikea til að setja í
botninn á pottinum svo pokinn sé fjær honum. Þá fór ég að hugsa hvernig
hlífin ætti að standa.
Þá datt mér í hug að fara í byko til að kaupa
4 skrúfur, 4 rær og 8 skinnur. Þetta er allt úr galvaniseruðum málmi.

Er það allt í lagi?

Hef nefnilega lesið frá sumum að það sá blátt bann og aðrir segja það sé í lagi.

Re: Galvaniseraðar skrúfur

Posted: 31. Mar 2011 11:42
by andrimar
Það ætti að vera í lagi, í einhvern smá tíma en mun á endanum ryðga. Myndi giska á að þú næðir svona 7-10 lögunum á þeim. Miklu betra bara að vera viss og kaupa ryðfrítt. Munar ekki mörgum krónum í þessu tilfelli.

Re: Galvaniseraðar skrúfur

Posted: 31. Mar 2011 11:47
by gosi
Einmitt, takk fyrir uppl.

Ég kann bara svo lítið á svona dót.
Kannski ég fari á eftir og tjekki á nýjum.
Það væri leiðinlegt ef þeir skyldu ryðga.

Re: Galvaniseraðar skrúfur

Posted: 31. Mar 2011 12:42
by hrafnkell
Ég tek undir með Andra... Þegar maður er bara að kaupa örfáar skrúfur þá borgar sig að eyða bara nokkrum auka krónum og kaupa ryðfrítt, sem maður veit að verður í lagi.

Re: Galvaniseraðar skrúfur

Posted: 27. Apr 2011 13:57
by Absinthe
Þú getur farið í Dugguvoginn og keypt í fossberg ryðfríar skrúfur í stykkjatali

Re: Galvaniseraðar skrúfur

Posted: 27. Apr 2011 15:04
by gosi
Ég er einmitt búinn að fara í húsasmiðjuna og redda mér ryðfríu þar.

Annars er alltaf gott að hafa þessar uppl. við hendina ef þörf er á.

Re: Galvaniseraðar skrúfur

Posted: 27. Apr 2011 15:46
by Absinthe
Þarna tapaðirðu einhverju klinki ;)