Ger ræktun

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Ger ræktun

Post by bjarkith »

Hvar hafið þið sem stundið gervísindin keypt flöskur og annað sem þið notið við ræktunina? Og hvernig geymið þið gerið til lengri tíma?
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ger ræktun

Post by hrafnkell »

Þú getur fengið erlenmeyer flöskur og fleira hjá groco.is. Virðist vera frekar ódýrt þar líka. Ég er svo að vinna í að koma mér upp hráefnum í gerrækt, er kominn með gernæringu, stirbars, dme og fleira.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Ger ræktun

Post by kristfin »

ég hef notað slant. þeas, að geyma ger í bjórhlaupi. geymi þetta síðan í ísskáp í ár.

hef ekki heyrt í óla vestfirðing, en hann fékk eintak af öllu mínu geri fyrir jól, svo það er öryggisafrit á 2 stöðum
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Ger ræktun

Post by bjarkith »

Hvernig geriru bjórhlaup? Bara gelatín með bjór eða er þetta bara trubið úr gerjunarfötunni?
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Ger ræktun

Post by kristfin »

ég notaði þessar leiðbeiningar þegar ég byrjaði:
http://www.homebrewtalk.com/f163/slanting-yeast-133103/" onclick="window.open(this.href);return false;

en þetta er ekki það sama og að endurnýta ger, úr einni bruggun í næstu etc.

en ef þú ferð að slanta, endilega útvegaðu ger sem ég er ekki með, þar sem öllum er frjálst að fá ger hja mér, og óþarfi að vera með marga banka með því sama
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Ger ræktun

Post by Oli »

Við notum lítil frystiglös til að geyma ger og höfum aðgang að -80° c frysti. Svo er bara að rækta upp úr því í starter og nota það ger nokkrum sinnum eftir þvott
http://www.homebrewtalk.com/f163/yeast- ... ted-41768/" onclick="window.open(this.href);return false;
Viðbót: leiðbeiningar um frystingu á geri http://www.homebrewtalk.com/f13/guide-m ... ank-35891/" onclick="window.open(this.href);return false;"
Svo fást erlenmeyer flöskur ofl í A4
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Ger ræktun

Post by bjarkith »

Já þetta er spennandi, kannski að ég panti mér einhver exotísk ger til að eiga þegar ég er búinn að koma mér upp útbúnaði.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Ger ræktun

Post by bjarkith »

Hvar kaupið þið agar til að nota í malthlaupið?
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ger ræktun

Post by sigurdur »

Ég nota gelatín, en það er hægt að fá agar í einhverjum heilsubúðum.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Ger ræktun

Post by Oli »

Búðir sem selja austurlenskar matvörur eru oft með agar til sölu.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Ger ræktun

Post by bjarkith »

Þá heilsa ég upp á vinn minn í Vietnam Market, en ég talaði við Gróco og þeir sögðu mér að þeir seldur ekki agar til einstaklinga.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ger ræktun

Post by sigurdur »

Það þýðir ekkert að tala við Gróco um neitt í kring um einstaklinga. Þú þarft að tala við dreifingarfyrirtækið IcePharma til þess að kaupa af Gróco.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Ger ræktun

Post by kristfin »

ef það kemur á sama stað að nota gelatín (matarlím) þá mæli ég með því. agar agar er glæpsamlega dýrt
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Ger ræktun

Post by bjarkith »

Er ekki einhver næring í agarnum sem er góð fyrir gerið? Eru þið kanski bara að bæta gernæringu út í hlaupið?
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ger ræktun

Post by sigurdur »

agar er bara hleypiefni en það er gott að bæta næringu við.
"Professional" agar fyrir rannsóknarstofur er stundum með næringarefnum, en það geta verið svo mikið af mismunandi næringarefnum. Stundum eru næringarefni sem henta bjórgeri vel og stundum eru önnur næringarefni. Ég myndi bara kaupa hreinan agar eða gelatín og bæta næringarefnunum sjálfur (nema þú sért tilbúinn í svolitla rannsóknarvinnu).
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Ger ræktun

Post by bjarkith »

Agar sem ég notaði í gerla rækktun í skólanum fyrir nokkrum árum var einhvernskanar sætur með næringu og alles fyrir gerlana. En ætli ég noti ekki bara gelatín, það er ódýr lausn.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Ger ræktun

Post by Oli »

þú bætir svo að sjálfsögðu maltextrakti út í agarinn eða hleypiefnið og slantar svo eða setur á plötu.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Ger ræktun

Post by bjarkith »

Já ég veit en er maltextractinn nóg fyrir langa geymslu, þarf gerið ekki önnur næringarefni líka?
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Ger ræktun

Post by Oli »

jú um að gera að bæta við gernæringu líka.
ég mæli með bókinni Yeast eftir Jamil og Chris White, þeir fara vel yfir efnið.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ger ræktun

Post by hrafnkell »

Ég á gernæringu ef einhverjum vantar dass.. :) Pantaði ríflega þegar ég pantaði fyrir sjálfan mig þannig að það er ekkert mál að fá næringu hjá mér ef einhverjum vantar.
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Ger ræktun

Post by bjarkith »

Ákvað að halda áfram hér, en ég er búinn(næstum, á eftir að líma segulinn á) að smíða mér stirplate en mig vantar stirbarinn, hafið þið sem eruð með stirplate fengið þá einhversstaðar hér á landi eða eru þið að panta þá að utan?
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Ger ræktun

Post by kristfin »

ef þú þekkir einvhern sem vinnur á rannsóknarstofu geta þeir kannski bísað einum, annars eru það bara útlönd.
en til að prófa gripinn geturuðu notað nagla. klippir bara af endunum.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Ger ræktun

Post by kalli »

bjarkith wrote:Ákvað að halda áfram hér, en ég er búinn(næstum, á eftir að líma segulinn á) að smíða mér stirplate en mig vantar stirbarinn, hafið þið sem eruð með stirplate fengið þá einhversstaðar hér á landi eða eru þið að panta þá að utan?
Ég á stirbar handa þér, tvær stærðir. Ef þú kemur í Vínkjallarann í kvöld getur þú fengið eitt eða tvö stykki.
Life begins at 60....1.060, that is.
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Ger ræktun

Post by bjarkith »

Komst ekki í vínkjallarann sökum heimadæma en ég er endilega til í að kaupa af þér stirbar helst í tveim stærðum, eitt fyrir litla glasið og eitt fyrir stóra.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Ger ræktun

Post by kalli »

bjarkith wrote:Komst ekki í vínkjallarann sökum heimadæma en ég er endilega til í að kaupa af þér stirbar helst í tveim stærðum, eitt fyrir litla glasið og eitt fyrir stóra.
Sendi PM...
Life begins at 60....1.060, that is.
Post Reply