Mér áskotnaðist 210 L járntunna sem notuð er undir iðnaðarspíra. Hún er með einhverskonar matta áferð innan á sem virðist gegna því hlutverki að verja spírann gegn járninu. Hefur eitthver reynslu á því að nota og breyta tunnu af þessari stærð og gerð í suðutunnu?
Gælti ég átt í hættu á að fá eitthver óæskileg efni í bjórinn?
ertu viss um að hún sé úr járni, ekki ryðfrí? loðir segull við hana.
þetta er ansi stór tunna, en ef þið eruð að búa til mikið af bjór þá er bara laggó. ef hún er hinsvegar húðuð að innan, þá mundi ég ekki sjóða í hana því maður veit aldrei hvað það leysir úr læðingi. bara skrúfa helling af elementum í hana eða öfluga gasbrennara.
smelltu mynd inn af grippnum
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Er nokkuð viss um að þetta sé bara málað járn, það er rispa á hliðinni sem hefur ryðgað ofan í. Það er enginn segull á þessu eða neitt. Ég setti tvær myndir fyrir neðan þar sem matta áferðin sést innan á tunnunni.
Ef einhver telur sig geta notað þessa gæðasmíð erum við meira en lítið til í að láta hana fyrir lítið! Ekki nema eina góða 60l suðutunnu með hitaelementum. Getum reddað annarri nákvæmlega eins tunnu ef eftirspurn er mikil!
Ef einhverjum áskotnast svona tunna úr ryðfríu stáli, þá er sá hinn sami í góðum málum. Ég var búinn að skoða þetta á sínum tíma til að búa til gerjunartank úr og verðið hljóp á tugum þúsunda.