Við viljum hvetja ykkur til að láta vita ef þið stefnið á að mæta, og endilega látið vita hve marga þið ætlið að koma með.
Keppnin verður haldin þann 9. apríl 2011 og hefst kl. 20:00. Nánari upplýsingar hér.
Hér eru umsagnirnar um Amarillo SMaSH sem vann í fyrra:Classic wrote:Hversu ýtarlega umsögn um bjórana fá keppendur til baka? Kemst ekki á úrslitakvöldið, er að spila þetta sama kvöld (og með pabbahelgi undanúrslitahelgina ef það er einhver viðburður í kringum það), en er að melta það hvort maður gæti hent svona eins og 2 kvikindum í keppnina samt til að fá nótur frá mér fróðari mönnum um hvað það er sem mætti betur fara (þar sem ég kemst sömuleiðis afar sjaldan á mánudagsfundi til að bjóða smakk)..
Dómnefndin wrote:Mjög fallegur. Smá mínus fyrir að vera ekki skráður sem IPA. Góð þurrhumlun, góður ilmur. Bæta clarity. Of mikil þurrhumlun fyrir PA, meira í ætt við IPA. Mjög ilmríkur og aðlaðandi. Mikið af ávöxtum og sítrus heldur áfram í bragði. Flottur og gott, skemmtilegt jafnvægi. Matarbjór, svolítið mikill einn og sér. Góður, ferskur humlailmur. Gott jafnvægi í bragði og fín mýkt. Apríkósa, sæt og mjög gott jafnvægi. Frískandi og skemmtilegur. Væri alveg til í að drekka þennan á svölunum í sumar. Viðeigandi sítrus og sýra í nefi. Góð mýkt, endar í mjög smooth beiskju. Góður frá upphafi. Ég myndi alveg kaupa þennan. Flottur sítrus kokteill. Sumarlegur. Flottur ilmur, góð froða. Virkilega skemmtilegur bjór. Samsvarar sér í nefi og munni. Vel gert.