Page 1 of 1
Hvar sjóðið þið ?
Posted: 6. Mar 2011 16:40
by atax1c
Langar að forvitnast um ykkur sem eruð með suðukatla með elementum eins og ég. Hvar sjóðið þið ?
Ég hef verið að sjóða út á svölum útaf uppgufun en það er leiðinlegt að þurfa stundum að fresta bruggdegi útaf veðri
Fyllist íbúðin af gufu eða eru einhverjir hérna sem sjóða bara inni í hlýjunni ?
Re: Hvar sjóðið þið ?
Posted: 6. Mar 2011 16:45
by Eyvindur
Ég er reyndar með gamlan þvottapott. Ég er svo heppinn að vera með stúdíó og skrifstofu úti í bílskúr (sem er ekki bílskúr lengur), og ég geri þetta allt saman þar. Það verður helvíti mikil gufa, þannig að ég hef oftast opið í gegn (dyr sitthvorum megin). Ef mér verður of kalt loka ég í smá stund og læt gluggana duga, en ég verð að opna öðru hverju, því það verður ansi rakt annars (og ég er með fullt af hljóðfærum og raftækjum sem ég vil ekki að skemmist). Uppgufunin hjá mér er reyndar yfir meðallagi, þetta væri kannski skárra ef ég væri með 4 lítra eða minna - en ég er í kringum 6 held ég (mælingin var ófullkomin á sínum tíma - hef ekki náð að gera nýja).
Re: Hvar sjóðið þið ?
Posted: 6. Mar 2011 17:07
by atax1c
Já ég er einmitt með 6+ lítra uppgufun...
Re: Hvar sjóðið þið ?
Posted: 6. Mar 2011 17:25
by Eyvindur
Ef þú getur verið nálægt svölunum og opnað út gæti það alveg gengið, samt. Stóra spurningin er samt hvort þú býrð einn. Ég hef einu sinni bruggað inni í íbúðinni og konan var mjög nálægt því að kyrkja mig í svefni eftir það. Lyktin fer misvel í fólk (og hún festist í húsgögnum - you have been warned).
Re: Hvar sjóðið þið ?
Posted: 6. Mar 2011 17:36
by atax1c
Ætli maður verði bara ekki að láta veðrið ráða og brugga þegar það er gott...

Re: Hvar sjóðið þið ?
Posted: 6. Mar 2011 18:31
by Eyvindur

Mottumars.
Re: Hvar sjóðið þið ?
Posted: 6. Mar 2011 21:17
by anton
Bílskúr, við "litlu dyrnar" en ekki galopið. Opinn gluggi hinummegin. Hef ekki orðið var við of mikinn raka...annarstaðar en í suðunni.
Lygtin er góð, finnst mér, en misjafnt jú hvað fólki finnst. Hún er svona 1-2 daga að fara...
Re: Hvar sjóðið þið ?
Posted: 6. Mar 2011 21:22
by valurkris
ég notast við svalirnar
Re: Hvar sjóðið þið ?
Posted: 6. Mar 2011 23:15
by smar
Firsta suðan var gerð í eldhúsinu, konan mín er rétt nýbúin að fyrirgefa mér

Núna er allt soðið á svölunum, en í framtíðini ætla ég að setja sveran barka á lokið fyrir suðutunnuna og leiða út um gluggan.
Re: Hvar sjóðið þið ?
Posted: 6. Mar 2011 23:39
by Smári
Ég sýð í stofunni í lítilli stúdentaíbúð án mikilla vandræða. Að vísu rétt upp við opna svalahurð.
Ekki finnst mér nú lyktin vera mikil eða þrálát. Hátíð miðað við skötusuðu!
Re: Hvar sjóðið þið ?
Posted: 7. Mar 2011 22:39
by addi31
Ég sauð síðast inn í eldhúsi með 2 glugga opna. Fannst lykti ekki svo svakalega fyrr en konan kom heim. Setti mjög strangar reglur um að allt svona væri bannað í nánustu framtíð. Þegar við vöknuðum daginn eftir var öll lykt farin og hún orðin rólegri (var að koma heim af erfiðri kvöldvakt) þá sá hún að sér og fannst það ekki svo slæmt að brugga í eldhúsinu

Re: Hvar sjóðið þið ?
Posted: 7. Mar 2011 23:50
by arnarb
Ég brugga alltaf í eldhúsinu. Það kemur mikil lykt af þessu en ég er með opna svalahurð og glugga til að fá flæði. Er einnig með barka sem ég leiði að glugganum til að minnka enn frekar.
Svo er allaf gott að brugga þegar konan er ekki heima það kvöldið

Re: Hvar sjóðið þið ?
Posted: 8. Mar 2011 19:57
by anton
haha... Hað er málið með þessar konur...
Re: Hvar sjóðið þið ?
Posted: 8. Mar 2011 20:12
by Idle
Ég brugga í eldhúsinu. Persónulega finnst mér lyktin einstaklega ljúf, en konan er ekki á sama máli. Hún er þó ósköp þolinmóð gagnvart þessu áhugamáli mínu, blessunin. Við höfum ekki orðið vör við að lyktin festist neitt sérstaklega í húsgögnum eða klæðnaði. Áður, þegar ég sauð í potti á eldavélinni, þurfti ég að loka öllum gluggum til að viðhalda suðunni á ~20 lítrunum. Nú hef ég hinsvegar glugga og jafnvel svaladyr opnar þegar ég sýð í 60l. tunnunni.

Re: Hvar sjóðið þið ?
Posted: 8. Mar 2011 21:10
by Eyvindur
Það er ástæða fyrir því að eiginkonur eru kallaðar She Who Must Be Obeyed.
Þetta á það til að festast svolítið í sófanum sem ég er með í skúrnum hjá mér. En ekkert varanlega - fer eftir 2-3 daga.