Rakst á þetta í ikea: http://www.ikea.is/products/379 og datt í hug að búa til falskan botn í suðutunnuna hjá mér úr þessu svo að meskipokinn(BIAB) myndi ekki liggja á hitaelementunum.
Líst aldrei nógu vel á að pokinn snerti elementin þó að ég hafi heyrt að þau eigi nú ekki að hitna mikið meira en vatnshitinn.
Ætla svo að setja á þetta fætur með ryðfríum boltum og láta þetta standa á botninum á fötunni svo botn pokans geti hvílt á þessu.
Er eitthvað sem mælir gegn því að hafa þetta í tunnunni á meðan á suðunni stendur?
ef þú ert að passa pokann, þá mundi kannski einföld grind virka betur. þetta net er svo mjúkt að það leggst saman og niður, síðan er það ekki nógu breitt til að dekk alveg þvermálið á fötunni.
það er svo aftur spurning, hvort það borgi sig yfir höfuð að vera með falskan botn, eða ertu að skjóta á elementin til að halda meskihitastiginu?
eg fór ekki að nota falskan botn fyrr en ég byrjaði að nota dælu. án dælunar þá þorði ég ekki að vera nota elementin til að halda hitanum réttum, því ég var svo hræddur um að það væri misheitt innan pottsins.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Ég er með svona hálfa síldartunnu og opið á henni er svo lítið miðað við þvermál botnsins svo það er frekar erfitt að koma eithverju ofan í fötuna sem dekkar allat þvermálið.
Ég hef verið að skjóta aðeins á elementin til að halda meskihitastiginu en þá hef ég lyft pokanum svolítið upp á meðan til að passa hann. Svo mig langaði í eitthvað svona til að þurfa ekki að vera að stressa mig á því að elementin brenni pokann.
Er að spá í að prófa þetta allavega einu sinni en var bara að pæla hvort það yrði eitthvað verra að hafa þetta ofan í tunnunni á meðan á suðunni stendur.
ég var að skoða svona fyrir pottinn minn um daginn. ég endaði með að búa til grind sem dekkaði allan pottinn. hinsvegar var fyrsta hugmyndin mín sú að fókusa bara á elementið. búa bara til hlíf yfir það. er ekki hægt að búa til 3 einfaldar hlífar yfir elementin.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)