Page 1 of 1

Bjórtappalokari

Posted: 13. Feb 2011 00:50
by heidar
Sælir félagar.

Ég er nýr hér. Er bara nýbyrjaður að brugga heima.

Vinn reyndar líka við þetta, er að vinna í bjórbrugginu hjá Ölgerðinni.

Mig vantar nefnilega bjórtappalokara, sá að það sé ekki til sölu á Brew.is

Er einhverjir sem geta bent manni á þægilega græju eða kannski eigi til sölu!

Kveðja Heiðar Ólafsson.

Re: Bjórtappalokari

Posted: 13. Feb 2011 00:52
by heidar
By the way, frábært spjall hér og margt sem mun nýtast mér í heimabruggi.

Sér í lagi gagnvart því að smíða sínar eigin græjur sem henta manni vel og fleiri hugmyndir og ráð!

Re: Bjórtappalokari

Posted: 13. Feb 2011 01:20
by atax1c
Þú færð bjórtappalokara í Ámunni eða Vínkjallaranum. Vínkjallarinn er oftast ódýrari.

Re: Bjórtappalokari

Posted: 13. Feb 2011 09:13
by hrafnkell
Bjórtappalokarar eru ódýrastir í europris.

Re: Bjórtappalokari

Posted: 13. Feb 2011 10:29
by Eyvindur
hrafnkell wrote:Bjórtappalokarar eru ódýrastir í europris.
Hehe, og hvenær detta þeir í sundur?

Re: Bjórtappalokari

Posted: 13. Feb 2011 11:15
by Bjössi
er með fra europris,
þetta er samskonar og er selt í amunni og vínkjallaranum

Re: Bjórtappalokari

Posted: 13. Feb 2011 12:15
by hrafnkell
Eyvindur wrote:
hrafnkell wrote:Bjórtappalokarar eru ódýrastir í europris.
Hehe, og hvenær detta þeir í sundur?
Á svipuðum tíma og þessir úr ámunni/vínkjallaranum. Þetta er nákvæmlega sama stöffið sýnist mér :)