Belgía, Þýskaland, Lúxemborg

Hér geta notendur spjallað á léttu nótunum um eitt og annað sem tengist ekki beint gerjun eða öðru efni á þessu spjallvef
Post Reply
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Belgía, Þýskaland, Lúxemborg

Post by halldor »

Ég ætla að skella mér í heimsókn til systur minnar í Lúxemborg í sumar. Ég var að velta því fyrir mér hvort þið gætuð bent mér á áhugaverða staði (tengda bjór) þarna í kring. Ég er að spá í að heimsækja Westvleteren klaustrið í Belgíu og smakka Abt 12 loksins:)
Mælið þið með einhverju öðru í nágrenninu?
Plimmó Brugghús
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Belgía, Þýskaland, Lúxemborg

Post by Stulli »

Já, heldur betur.

Til þess að komast til Westvleteren þarftu að keyra þvert yfir Belgíu. Fullt fullt af flottum stöðum á leiðinni.

Fyrst að þú byrjar í Lúxemborg, þá eru Orval, Chimay og Rochefort bara rétt hjá. Achouffe í Houffalize er líka rétt hjá Luxemborg (Orval og Achouffe eru meira að segja í Luxembourg héraði Belgíu). Á leiðinni til Westvleteren myndyrðu líklegast keyra í gegnum Hainaut héraðið, þar er allt yfirfullt af ævintýralega góðum Saison brugghúsum, einsog Dupont í Torpes, Vapeur í Pipaix og Silly, jafnvel þótt að þú komist ekki í brugghúsin ættirðu að reyna að smakka bjórana þeirra. Saison Dupont er eitt af mínum uppáhaldsbjórum, og bjór sem fer ævintýralega vel með nærri því hvaða mat sem er. Annað uppáhald er líka í leiðinni, Rodenbach í Roeselare. Rétt hjá Westvleteren klaustrinu eru De Dolle Brauwers í Esen, rétt hjá Diksmuide. Það er hægt að heimsækja De Dolle brugghúsið á sunnudögum, mæli mjög með því.

En annars, ef að þú hefur ekki tíma til neins annars en að keyra beint til Westvelteren og setjast niður á Café in de Vrede og fá þér nokkra, þá er það alveg þess virði. Ég held að dagurinn sem að ég fór til Westvleteren hafi verið einn af bestu dögum lífs míns ásamt giftingadeginum og þegar að dóttir mín kom í heiminn.
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
Post Reply