Page 1 of 1
Tímarit
Posted: 10. Feb 2011 18:50
by viddi
Sælir.
Hafa einhverjir verið áskrifendur að Brew Your Own eða einhverjum sambærilegum tímaritum? Ég gæti vel hugsað mér að prófa þetta en langar að vita hvort það er þess virði.
Hafið þið annars hugmynd um hvort maður borgar toll eða önnur gjöld af svona tímaritaáskriftum?
Re: Tímarit
Posted: 10. Feb 2011 18:57
by hrafnkell
Ég er áskrifandi að byo. Það er fínt, en ekkert mega finnst mér. Það eru engin gjöld af tímaritaáskriftum.
Re: Tímarit
Posted: 10. Feb 2011 23:41
by Idle
BYO er ágætt, og auranna virði (minnir að ég hafi borgað $45 US fyrir átta hefti). Engin önnur gjöld eða sendingarkostnaður. Ég hef enn a. m. k. ekki fengið það eintak sem ég gat ekkert gagnlegt eða skemmtilegt fundið í, og það er meira en verður sagt um ýmis glanstímarit sem gefin eru út hér.

Re: Tímarit
Posted: 11. Feb 2011 09:25
by Eyvindur
Ég er ekki áskrifandi en hef fengið lánuð blöð hjá Úlfari og lesið í ræmur. Mjög flott blað, finnst mér, og stefni á áskrift.
Re: Tímarit
Posted: 11. Feb 2011 14:06
by halldor
Ég var áskrifandi að BYO allt síðasta ár og fannst þetta bara ágætis tímarit.
Ekkert frábært... en stundum er ágætt að lesa um annað en það sem maður gúgglar.
Re: Tímarit
Posted: 11. Feb 2011 15:09
by Eyvindur
halldor wrote:stundum er ágætt að lesa um annað en það sem maður gúgglar.
Það er einmitt málið finnst mér. Að lesa um hluti sem maður hefur ekki hugsað út í, og jafnvel ekki haft áhuga á, getur opnað augu manns fyrir nýjum möguleikum.
Re: Tímarit
Posted: 27. Sep 2012 21:11
by Örvar
Veit ég er að grafa upp eldgamlan þráð en ég var aðeins að spá í að gerast áskrifandi af BrewYourOwn blaðinu.
Eru eitthver hér áskrifandi eða getur bent mér á annað áhugavert blað til að gerast áskrifandi?
Ég sé að eintakið er að kosta ca. 5$ svo ég var að spá hvað það kostar þegar það er komið inn um lúguna hjá mér en í þessum þræði kemur fram að það séu engin gjöld á tímarit, en hvað um flutningskostnað?
Re: Tímarit
Posted: 27. Sep 2012 22:05
by hrafnkell
flutningskostnaður er inni í áskriftargjaldinu. Færð það upp þegar þú velur international áskrift.
Re: Tímarit
Posted: 27. Sep 2012 23:44
by bergrisi
Ég er áskrifandi af BYO og er búinn að vera í rúmt ár. Eina blaðið sem ég hef fundið sem snýr beint að bjórgerð en ekki almennt bjórblað er Zymurgy. Ég var að fletta slíku eintaki en það virkaði ekki þannig á mig að ég myndi frekar vilja vera áskrifandi af því en BYO.
BYO hefur oft komið sér vel. Er að fletta þeim blöðum fram og til baka og hafa komið með marga punkta. Kosturinn við að vera með blað í höndunum að þú færð stundum punkta um hluti sem þér dettur ekki í hug að googla. Ég las viðtal um daginn við þrjá sem sérhæfa sig í lager bjórum og það voru frábærir punktar sem voru þar og margt fyrir utan mitt ímyndunarafl.
Svo er kosturinn við að vera með blað að maður tekur það með sér á náðhúsið.
Re: Tímarit
Posted: 28. Sep 2012 09:35
by sigurdur
bergrisi wrote:Svo er kosturinn við að vera með blað að maður tekur það með sér á náðhúsið.
Það er ástæðan fyrir því að snjallsímar eru að eigna sér markaðinn .. svo hentugir á náðhúsið

Re: Tímarit
Posted: 28. Sep 2012 14:54
by Örvar
Takk fyrir svörin. Held ég skelli mér á byo

Re: Tímarit
Posted: 4. Apr 2013 12:51
by bergrisi
Ánægður með BYO?