Hvað þarf öfluga pumpu í HERMS eða RIMS?

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Hvað þarf öfluga pumpu í HERMS eða RIMS?

Post by Braumeister »

Sælnú

Er einhver með það á hreinu hvað maður á að fá sér öflugar pumpur í HERMS eða RIMS?

Eru 1700 l á klst við 25 m þrýsting nóg?

Kv.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hvað þarf öfluga pumpu í HERMS eða RIMS?

Post by hrafnkell »

Ég myndi halda að það sé yfirdrifið nóg. Hvað ætlarðu að gera stórar laganir?
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Hvað þarf öfluga pumpu í HERMS eða RIMS?

Post by Braumeister »

Ég geri yfirleitt 50 l í einu. Var að velta fyrir mér að færa mig yfir í herms til að geta gert þrepameskingu og mash out. Er etv engan veginn þess virði.

Þegar ég spái í það finnast mér þessir 2700 l við 25m heldur mikið fyrir svona pumpukríli.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Hvað þarf öfluga pumpu í HERMS eða RIMS?

Post by gunnarolis »

Well, við skulum allavegana segja að þú værir ekki að undirspekka dæluna, hún yrði enginn flöskuháls. Er þessi dæla ekki rándýr? 25m head er alveg frekar gott.

Að öðru, ef þú ætlar að gera þrepameskingu og svona, þá mæla menn víst ekkert rosalega mikið með því að nota HERMS eftir því sem ég hef lesið...

Sjá: http://sdcollins.home.mindspring.com/HERMS.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Og fyrir þá sem ekki nenna að lesa allt í linknum:

Notice that "step mashing" is not in there. That is because, in my opinion, the recirculating concept is not as well suited to step mashing as other techniques such as decoction or hot water infusion. This is a no-brainer when you consider that you have to recirculate for a period of time before the mash can change temperature, but if you dump in hot water or a portion of boiled mash (decoction) and stir, the temperature increase is almost instantaneous.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hvað þarf öfluga pumpu í HERMS eða RIMS?

Post by hrafnkell »

Einnig í þessu skjali, varðandi flæðið:
3. You can't recirculate too fast or else you will compact the mash. In practice, I have found that about 1 gallon per minute is the maximum flow rate you can recirculate and still avoid grain bed compaction.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Hvað þarf öfluga pumpu í HERMS eða RIMS?

Post by Braumeister »

Eitt sem ég rak augun í í þessari grein.

Það er að herms passi ekki vel fyrir þrepameskingu af því að hitabreytingin gerist ekki samstundis.

Hér rekast á tveir skólar. Samkvæmt þýsku fræðunum á maður að hita 1-2 gráður C á mínutu á milli þrepa.

Annars var ég að reikna út hvað dælan þyrfti að vera mörg vött til að geta dælt 1700 l á klukkustund undir 20 metra þrýstingi. Það eru sirka 100 KW.

En miðað við þessa grein þarf ég bara að ná 220 l á klst. Með 1 meters head er ég samt strax kominn upp í 600 vött. Held að þessi dæla sé á bilinu 3 til fjögurhundruð vött þannig að ég næ aldrei einu galloni á mínútu með henni.

kv
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hvað þarf öfluga pumpu í HERMS eða RIMS?

Post by Eyvindur »

Lonnie "Brutus 10" vill meina að hringrás og beinn hiti sé langbesta aðferðin við þrepameskingu. Sel það ekki dýrara en ég stal því, en ég ætla allavega að notast við þá aðferð í mínu kerfi. Hringrás og hitaelement í botninum á meskikerinu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Hvað þarf öfluga pumpu í HERMS eða RIMS?

Post by gunnarolis »

Jájá, en ég held að svona hefðbundið decoction geri samt ráð fyrir hraðari þrepun en 1-2°C á mínútu. Ertu með einhverjar greinar um þetta (helst ekki á þýsku:)).

Í þeim step mashing/decoction mashing gröfum sem ég hef séð er gert fyrir nánast lóðréttum ferli í tíma hvað hitastigsbreytingu varðar, það er, að korn er tekið út, hitað mjög mikið og bætt við meskingu aftur.

Hinsvegar gengur hitt örugglega alveg, en ég geri ráð fyrir að ef þú ætlar t.d að taka 35°C rest, taka síðan 50°C rest og síðan eitthvað rest í 67°C þá eru það 37 mínútur sem fara bara í að hækka hitann ef þú hækkar um 1°/min. Þá ertu ekki að stoppa neitt á hverjum stað...

Það gæti orðið langur bruggdagur, dont get me wrong, decoction er geðveikt. En þegar maltið er vel modifyað og svona þá er spurning hversu mikill gróðinn er í því miðað við hellaðislega miklu lengri bruggdag. Bara mín 2 cent, og algerlega off topic þannig lagað séð...

kv guns.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Hvað þarf öfluga pumpu í HERMS eða RIMS?

Post by Braumeister »

Þetta er dælan:
http://www.brouwland.com/en/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false; (leitið að electric pump novax STAINLESS 20mm)

Eyvindur:
Þá ertu kominn ansi nálægt týpíska þýska setupinu, sem er pottur með innbyggðum hitara og svo er búið að föndra einhversskonar hrærivél á hann.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hvað þarf öfluga pumpu í HERMS eða RIMS?

Post by hrafnkell »

Braumeister wrote:Annars var ég að reikna út hvað dælan þyrfti að vera mörg vött til að geta dælt 1700 l á klukkustund undir 20 metra þrýstingi. Það eru sirka 100 KW.

En miðað við þessa grein þarf ég bara að ná 220 l á klst. Með 1 meters head er ég samt strax kominn upp í 600 vött. Held að þessi dæla sé á bilinu 3 til fjögurhundruð vött þannig að ég næ aldrei einu galloni á mínútu með henni.

kv
Þetta eru kolrangir útreikningar. Ég þekki ekki hvaða útreikningar eru réttir, en til viðmiðunar get ég bent á að ég á fiskabúradælu sem dælir 1000-2000l/klst og er 32w. Lægri mörkin (1000l/klst) eru miðuð við 2.3metra hæð.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Hvað þarf öfluga pumpu í HERMS eða RIMS?

Post by Braumeister »

gunnarolis wrote:Jájá, en ég held að svona hefðbundið decoction geri samt ráð fyrir hraðari þrepun en 1-2°C á mínútu. Ertu með einhverjar greinar um þetta (helst ekki á þýsku:)).

Í þeim step mashing/decoction mashing gröfum sem ég hef séð er gert fyrir nánast lóðréttum ferli í tíma hvað hitastigsbreytingu varðar, það er, að korn er tekið út, hitað mjög mikið og bætt við meskingu aftur.

Hinsvegar gengur hitt örugglega alveg, en ég geri ráð fyrir að ef þú ætlar t.d að taka 35°C rest, taka síðan 50°C rest og síðan eitthvað rest í 67°C þá eru það 37 mínútur sem fara bara í að hækka hitann ef þú hækkar um 1°/min. Þá ertu ekki að stoppa neitt á hverjum stað...

Það gæti orðið langur bruggdagur, dont get me wrong, decoction er geðveikt. En þegar maltið er vel modifyað og svona þá er spurning hversu mikill gróðinn er í því miðað við hellaðislega miklu lengri bruggdag. Bara mín 2 cent, og algerlega off topic þannig lagað séð...http://fagun.is/posting.php?mode=quote&f=24&p=12970" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

kv guns.
http://wiki.hobbybrauer.de/index.php?ti ... cheprozess" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
"Das Maischen beginnt mit dem Einmaischen und endet mit dem Abmaischen. Dazwischen wird die Maische von der Einmaischtemperatur bis zur Abmaischtemperatur aufsteigend erhitzt. Das Aufheizen sollte mit 1°C pro Minute erfolgen. Dabei werden bei gewünschten Temperaturen Rasten gehalten, bei denen Biokatalysatoren, die Enzyme, für den Brauer arbeiten."

Meskingin hefst með dough in og endar með mash out. Þar á milli er meskingin hituð frá upphafshitanum og upp í lokahitann. Hita skal um 1C á hverri mínútu. Stoppað er við ákveðin hitastig svo að ensímin geti unnið.

Afsaka lélega þýðingu.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Hvað þarf öfluga pumpu í HERMS eða RIMS?

Post by Braumeister »

hrafnkell wrote:
Braumeister wrote:Annars var ég að reikna út hvað dælan þyrfti að vera mörg vött til að geta dælt 1700 l á klukkustund undir 20 metra þrýstingi. Það eru sirka 100 KW.

En miðað við þessa grein þarf ég bara að ná 220 l á klst. Með 1 meters head er ég samt strax kominn upp í 600 vött. Held að þessi dæla sé á bilinu 3 til fjögurhundruð vött þannig að ég næ aldrei einu galloni á mínútu með henni.

kv
Þetta eru kolrangir útreikningar. Ég þekki ekki hvaða útreikningar eru réttir, en til viðmiðunar get ég bent á að ég á fiskabúradælu sem dælir 1000-2000l/klst og er 32w. Lægri mörkin (1000l/klst) eru miðuð við 2.3metra hæð.
Jafnan er svona:
P = Rho x g x Q x h / nytni

P er aflið á öxlinum sem snýr pumpunni í vöttum,
Rho er rúmþyngd vökvans í kg/m3
g er þyngdarhröðun jarðar
Q er rennslið í m3/s
h er hæðarmunur og þrýstitöp í metrum
nytnin er í prósentum

þannig að dælan þín ætti að vera:
1000 x 9.81 x 0,28 x 2.3 / .9 = 7000 vött
vel af sér vikið fyrir 32 vatta dælu

kv
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hvað þarf öfluga pumpu í HERMS eða RIMS?

Post by hrafnkell »

Mér sýnist þú hafa gert mistök í rúmmetraútreikningum.

1m3 = 1000 lítrar
2000 lítrar á klst = 0.556 lítrar á sek = 0.00056 rúmmetrar á sek (2000/3600)
1000 lítrar á klst = 0.278 lítrar á sek = 0.00028 rúmmetrar á sek (1000/3600)

Það breytir útkomunni líklega eitthvað :)

0,23 rúmmetrar á sek = 230 lítrar á sek = 828.000 lítrar á klst.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Hvað þarf öfluga pumpu í HERMS eða RIMS?

Post by Braumeister »

iss, ekki nema faktor þúsund... :beer:

held það sé kominn tími til að fara að sofa
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hvað þarf öfluga pumpu í HERMS eða RIMS?

Post by hrafnkell »

Braumeister wrote:iss, ekki nema faktor þúsund... :beer:

held það sé kominn tími til að fara að sofa
Já smá skekkja bara :)

Svo er líka spurning með nýtnitöluna, mér finnst ólíklegt að hún sé 90%... Spurning líka með wattatöluna, hún er líklega ekki alltaf að nota 32w, sama hvað álagið er.. eða hvað?
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Hvað þarf öfluga pumpu í HERMS eða RIMS?

Post by Braumeister »

Jú, ég held það. Þrýstitapið í slöngunum eykst með flæðinu í öðru veldi. Þetta þrýstitap leggst svo við hæðarmismuninn á milli ílátsins sem dælt er úr og því sem dælt er í. Flæðið stillir sig síðan af og nær jafnvægi þegar aflið samkvæmt jöfnuninni hér að ofan jafngildir því sem mótorinn skilar.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
Post Reply