Page 1 of 1
Ryðfríir fittings
Posted: 22. Jan 2011 13:59
by kalli
Hvar á landinu get ég keypt ryðfrí fittings í tommumáli? Mig vantar hné, té, múffur o.fl. í 1/2" og 3/4" NPT.
Re: Ryðfríir fittings
Posted: 22. Jan 2011 16:13
by hrafnkell
Ertu búinn að skoða málmtækni? Þeir eru með ryðfrí fittings en ég veit ekki hvort það sé í tommumáli eða hvað..
Re: Ryðfríir fittings
Posted: 22. Jan 2011 18:05
by valurkris
Prufaðu Landvélar
Re: Ryðfríir fittings
Posted: 22. Jan 2011 21:15
by kristfin
lanvélar, barki, byko og húsasmiðjan. ég kaupi það sem ég get í byko, og það sem er ekki til þar í landvélum. landvélar eru áberandi dýrari
Re: Ryðfríir fittings
Posted: 22. Jan 2011 21:38
by kalli
Takk allir. Mér datt ekki í hug að það væri til ryðfrítt í Byko og Húsasmiðjunni.
Re: Ryðfríir fittings
Posted: 24. Jan 2011 12:17
by karlp
kristfin wrote:lanvélar, barki, byko og húsasmiðjan. ég kaupi það sem ég get í byko, og það sem er ekki til þar í landvélum. landvélar eru áberandi dýrari
í alvöru? mér finnst oftar ódýrar, og ég fó í byko/húsasiðjan bara að því þeir eru opnar um helgina.
Vörukaup er líka með nálgast allt, og enn ódýrar.
Re: Ryðfríir fittings
Posted: 24. Jan 2011 15:08
by kristfin
ertu með einvhern verðsamanburð? mér finnst landvélar dýrari almennt.
maður verðru síðan að passa sig hvort fittingsinn sé háþrýsti eða ekki. suðumúffa margfaldast í verð ef hún er fyrir háþrýsting eður ey.
en vörukaup eru bara með kopar og eir. fannstu eitthvað ryðfrítt hjá þeim
Re: Ryðfríir fittings
Posted: 24. Jan 2011 15:18
by kalli
Takk félagar,
Ég fann það sem mig vantaði í Bykó, 1/2" té, 3/4" suðunippil og 1/2" nippil. Kostaði 1.490.