Viðar

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Viðar

Post by viddi »

Sæl öll

Ég heiti Viðar Hrafn og hef verið að fikta við bruggun síðan sl. vor með misjöfnum árangri. Þegar þetta er skrifað er ein Coopers lögn að baki (frekar vont), ein all grain pale ale lögn (töluvert skárri), ein all grain lagerlögn úr kitti (spennandi) og all grain hafrastout í gerjun (mjög lofandi).

Við erum tveir félagar sem erum að mestu saman í þessu og erum mjög spenntir fyrir BIAB bruggun. Við festum kaup á forláta rafmagns þvottapotti í dag (sjá mynd) sem tekur um 70-75 lítra. Það verður gaman að sjá hvernig hann kemur út. Hitastillir á honum svo það ætti að vera auðvelt að halda jöfnu meskihitastigi.

Er alltaf að læra og finnst það stór hluti af þessu. Svo er þetta spjall hér endalaus uppspretta upplýsinga og bráðskemmtilegt í þokkabót. Höfum auk þess fengið að hitta nokkra héðan, bæði á fundi og í bílskúr, afsakið, brugghúsi, og fengið ómetanleg ráð.
Attachments
Þvottapotturinn
Þvottapotturinn
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Viðar

Post by valurkris »

Velkominn, og Glæsilegur pottur hjá ykkur.

Veistu eithvað um wattatölu á pottinum
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Viðar

Post by sigurdur »

Velkominn í hópinn.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Viðar

Post by kristfin »

flottur pottur, viddi. velkominn í hópinn
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Viðar

Post by viddi »

Nei er algerlega heftur í rafmagnsmálum - það eina sem ég kann er að stinga í samband. Það stendur neðan á honum: KW 3
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Viðar

Post by anton »

Já, ekki óeðlilegt að hann sé gerður fyrir 16A, en tekur líklega 13A*230V=3000W = 3 KW

Ég myndi double-triple checka termostadið, spurning hvar hitaneminn kemur inn í söguna. Mæla hitstigið og sjá hversu mikið hann leyfir vatninu að rokka. Ekki óeðlilegt í svona að þú stillir kannski á 70°C að hann leyfir því að kólna niður um kannski 2° áður en han hleypir aftur. :)

En potturinn er flottur! Spennandi að sjá hversu lengi er verið að dúndra upp suðu!
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Viðar

Post by hrafnkell »

Velkominn :)

Ég myndi byrja á frekar lítilli lögn - 20-30 lítra því það er ekki víst að 3kw séu nóg til að halda góðri suðu á mikið meira vatnsmagni en það.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Viðar

Post by kalli »

Þetta er mjög hengugur pottur. Hvar nælir maður sér í svona?
Life begins at 60....1.060, that is.
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Viðar

Post by viddi »

Við vorum bara heppnir. Félagi minn auglýsti eftir stórum potti en hann vinnur á fjölmennum vinnustað. Þar var einn sem átti þennan og var til í að selja fyrir ákaflega sanngjarnan prís.
Attachments
20012011239.jpg
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Viðar

Post by halldor »

hrafnkell wrote:Velkominn :)

Ég myndi byrja á frekar lítilli lögn - 20-30 lítra því það er ekki víst að 3kw séu nóg til að halda góðri suðu á mikið meira vatnsmagni en það.
Ertu viss um þetta?
Þessir pottar eru hannaðir til að sjóða magnið af vatni sem þeir taka.
Við strákarnir erum með 110 lítra eldgamlan þvottasuðupott og hann er ekki mikið meira en 3000-4000W. Við höfum hingað til náð að gera 60 lítra laganir í honum með fínum árangri.
Plimmó Brugghús
Bjarki
Kraftagerill
Posts: 78
Joined: 15. Dec 2009 16:17

Re: Viðar

Post by Bjarki »

Velkominn Viðar Hrafn, þetta er snilldar pottur. Hvernig virkar hann ?
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Viðar

Post by viddi »

Sæll Bjarki og takk.

Við erum ekkert farnir að prófa að brugga í honum en hann virkar þannig að það er rofi frá 0-10 sem stýrir hitaldi (er það ekki íslenska orðið yfir element?) sem liggur í botninum. Yfir hitaldinu er smá grind sem auðvelt er að skrúfa úr. Held örugglega að það sé enginn hitanemi í pottinum svo rofinn stýrir sjálfsagt bara hve mikið rafmagn fer inn á hitaldið.
Við veltum fyrir okkur að setja hitanema og stýringu í pottinn sem gæti haldið við hitanum meðan á meskingu stendur en einhverjir hafa ráðlagt okkur frá því vegna þess að hitaldið ku vera lengi að kólna svo það mætti búast við ofhitnun á vatninu (sel það ekki dýrara.)
Fysta verk verður að einangra pottinn og vonandi komumst við í BIAB lögn um helgina. Ætla að reyna að sjá þá hve mikill hiti tapast fyrir það.
Úr botninum liggur svo slanga sem er hengd upp meðfram pottinum og þegar henni er hallað niður lekur úr. Spurningin er hvort við þurfum ekki að byggja eitthvað aðeins undir hann til að fá hæðarmun yfir í gerjunarfötu en samt ekki um of svo ekki verði óþægilegt að vinna ofan í hann.

En kannski varstu bara að spyrja hvort hann virkaði vel og ég að útskýra hið augljósa :lol:
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
Post Reply