Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262 Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur
Post
by valurkris » 19. Jan 2011 19:14
Jæja þá var ég að klára RIMS túbuna mína sem að ég mun nota með BIAB.
Túbuna bjó ég til úr röri sem að ég sauð ró á endann fyrir element, tvo stúta fyrir slöngu og svo lok á hinn endann með gati fyrir hitanemann. Elementið er 2000w og mun ég stjórna því með regli.
Kv. Valur Kristinsson
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568 Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:
Post
by hrafnkell » 19. Jan 2011 19:49
Þetta er flott. Hvar fannstu element sem passar í svona mjótt rör?
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262 Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur
Post
by valurkris » 19. Jan 2011 20:56
Fann það í vinnunni, veit sammt ekki hvaðan það er keypt
Kv. Valur Kristinsson
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440 Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður
Post
by kalli » 19. Jan 2011 21:04
Þetta er bara listaverk
Life begins at 60....1.060, that is.
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563 Joined: 23. Mar 2010 16:44
Post
by gunnarolis » 19. Jan 2011 21:51
Þetta er glæsilegt. Hvernig eru spekkarnir á þessu elementi?
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312 Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur
Post
by kristfin » 20. Jan 2011 00:09
helvíti flott hjá þér.
hvernig ætlarðu að stilla þessu upp?
1, 2 eða 3 ílát?
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262 Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur
Post
by valurkris » 20. Jan 2011 16:43
gunnarolis wrote: Þetta er glæsilegt. Hvernig eru spekkarnir á þessu elementi?
Afsakið fáfræði mína en hvað er spekki
kristfin wrote: helvíti flott hjá þér.
hvernig ætlarðu að stilla þessu upp?
1, 2 eða 3 ílát?
Þetta mun vera eitt ílát. BIAB
Kv. Valur Kristinsson
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440 Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður
Post
by kalli » 20. Jan 2011 16:49
valurkris wrote: gunnarolis wrote: Þetta er glæsilegt. Hvernig eru spekkarnir á þessu elementi?
Afsakið fáfræði mína en hvað er spekki
kristfin wrote: helvíti flott hjá þér.
hvernig ætlarðu að stilla þessu upp?
1, 2 eða 3 ílát?
Þetta mun vera eitt ílát. BIAB
Spekki == Technical Specification == tæknilegar upplýsingar (spenna, straumur, afl, mál)
Life begins at 60....1.060, that is.
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238 Joined: 8. May 2009 08:32
Post
by ulfar » 20. Jan 2011 20:08
Þetta er of fallegt. Ég finn fyrir minnimáttarkend.
kv. Úlfar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262 Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur
Post
by valurkris » 20. Jan 2011 21:13
Takk fyrir strákar
gunnarolis wrote: Þetta er glæsilegt. Hvernig eru spekkarnir á þessu elementi?
Þetta er svokallað Cartridge element 2000w, það er 19mm í þvermál og ca 30cm á lengdina. Rafhitun eru með þetta og koma frá þessum aðila
http://www.acim-jouanin.fr/anglais/gamm ... es_gb.html " onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Kv. Valur Kristinsson