Kæling fyrir lagergerð

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Kæling fyrir lagergerð

Post by bjarkith »

Var að pæla hvort það væri eithvað óvitlaust að nota eithvað í líkingu við submergion kæli til að viðhalda lágu hitastigi á virti/bjór við gerjun á lager/pilsner? Lítið pláss sem ég hef og er ekki viss hvort það væri nægt rými fyir fötu til að seta gerjunarfötuna í en ég gæti vel riggað submergion kæli sem væri fastur í lokinu helst að pæla hvort svo löng viðvera kopars í bjórnum gæti haft vond áhrif á bjórinn. Einhver sem getur gefið sitt álit á þessari hugmynd?

Kv. Bjarki
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Kæling fyrir lagergerð

Post by kristfin »

það er tómt vesen að sótthreinsa og þrífa svoleiðis. en ef það er frá, ætti alveg að vera hægt að gera það.

ég geri lagerana mína ennþá í glercarboy, sem ég er með ofaní 30 lítra plastfötu sem ég læt leka vatn ofaní. þannig viðheld ég 10-12 gráðu hita sem er fínn í þetta. einfalt og gott, en útheimtir öruggt ræsi
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Kæling fyrir lagergerð

Post by Braumeister »

Eg hef lika sed ad einhverjir eru ad nota gegnumstreymiskaela fyrir til daemis fiskabur eda bjor til ad kaela vatnid i ytri fötunum. Thannig thyrfti madur ekki öruggt raesi.

Eg hef hinsvegar notad fiskaburshitara i ytri fötu til ad halda gerjuninni i 26° fyrir 10% belgiskan sem eg gerdi. Eg var hinsvegar allt of gradur og setti of mikid af virti i gerjunarfötuna. Sem betur fer hafdi eg vit a tvi ad smella lokinu ekki föstu tvi lokid sveif yfirleitt svona 2 cm a froduskyinu og hellingur af Kräusen for i ytri fötuna.

Vatnid i ytri fötuni vard svo fult ad eg hefdi eiginlega att ad hringja i einhvern fra Guinness (heimsmetabokinni, ekki brugghusinu).

kv.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Kæling fyrir lagergerð

Post by bjarkith »

Ég er alveg til í að leggja á mig aukavinnu við sótthreinsun ef þetta er mögulegt, ég er aðalega að pæla í því hvort svo löng viðvera kopars í bjórnum geti haf skemmandi áhrif á hann.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Kæling fyrir lagergerð

Post by sigurdur »

bjarkith wrote:Ég er alveg til í að leggja á mig aukavinnu við sótthreinsun ef þetta er mögulegt, ég er aðalega að pæla í því hvort svo löng viðvera kopars í bjórnum geti haf skemmandi áhrif á hann.
Ef ég man rétt, þá já. Ekki láta kopar liggja í gerjandi bjór.

Ég er því miður ekki með góða grein við hendina um þetta, en ég gerði rannsókn á sínum tíma þegar ég var að hugsa um að mæla hitastig gerjunar og það sem ég man var að koparinn er hættulegur gerlinum.

Ég mæli með að þú leitir nánari upplýsinga á netinu um þetta.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Kæling fyrir lagergerð

Post by halldor »

bjarkith wrote:Ég er alveg til í að leggja á mig aukavinnu við sótthreinsun ef þetta er mögulegt, ég er aðalega að pæla í því hvort svo löng viðvera kopars í bjórnum geti haf skemmandi áhrif á hann.
Þegar við strákarnir fórum í De Dolle brugghúsið í Belgíu í sumar fengum við frábæran túr um brugghúsið frá mömmu bruggaranna. Kellingin er 94 ára og þakkar möltuðu byggi og kopar langlífi sínu og sagðist hafa fengið sér allavega einn bjór á dag frá því að hún var 13 ára gömul. Þeir eru sem sagt með massíft kopar kæliskip í brugghúsinu sem hefur verið notað síðustu 100 árin eða svo. Sú gamla talaði mikið um það að brotabrot af koparnum verði eftir í bjórnum og það hafi ótrúlega góð áhrif á mann. Eeeen ég er væntanlega kominn út fyrir efnið :)
Ég veit ekkert um það hvort viðvera kopars í gerjun sé heppileg.
Plimmó Brugghús
Stebbi
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: Kæling fyrir lagergerð

Post by Stebbi »

Ef að menn eru ekki vissir á koparnum er þá nokkuð annað en að nota ryðfrítt? Taka bara einni stærð sverara og þá aðeins styttra en maður myndi bruðla með í koparnum. Svo bara keyra eins mikið af ódýru köldu vatni í gegn og þarf.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Kæling fyrir lagergerð

Post by bjarkith »

Er ekki svaka vesen að beygja riðfrítt stál? Ég geri það ekkert í höndunum eins og ég myndi með koparinn?
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kæling fyrir lagergerð

Post by hrafnkell »

Fer auðvitað eftir veggjaþykkt. Ég séð einhverja gera þetta í höndunum. Þá var rörið lokað í annan endann, fyllt af sandi (til að það beyglist ekki heldur bogni). Það leit ekki út fyrir að vera auðvelt en var alveg geranlegt. Ég held að það hafi verið rör með ca 1cm í þvermál.
Stebbi
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: Kæling fyrir lagergerð

Post by Stebbi »

bjarkith wrote:Er ekki svaka vesen að beygja riðfrítt stál? Ég geri það ekkert í höndunum eins og ég myndi með koparinn?
Það má líka láta fagmenn beygja þetta fyrir sig með beygjutöng. Það getur varla kostað mikið.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Kæling fyrir lagergerð

Post by anton »

eflaust til allskonar verkfæri til að beygja svona rör.

Svo er eflaust hægt að gera þetta öðruvísi, ef spurningin er ekki að vera fljótur að kæla úr 100° í 18° heldur að viðhalda einhverju hitastigi, þarf eflaust ekki eins mikinn vafning og kannski hægt að vera með SVER rör sem næðu niður í tunnuna í svona U begyju en ekki alveg niður á botninn samt (ger kakan). Þá ertu með ágæti yfirborðsflatamál (sver rör) auðveldara að þrífa (minna af rörum) og gætir kannski notað fittings til að mynda beygjuna ofan í botninum. En ég játa að ég kann ekki að reikna hvað þarf nákvæmlega til, en mögulega væri þetta ekki að gefa nægilega jafna kælingu, en þó, er vatn góður varmaleiði...
User avatar
bjarni
Villigerill
Posts: 23
Joined: 11. May 2010 23:57

Re: Kæling fyrir lagergerð

Post by bjarni »

Fær gerið ekki sjokk og drepst þegar það rekst utan í ískalt rörið?
Fyrirhugað: All verulega al íslenskur all grain gruit með vallhumal og mjaðurt.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Fíflavín.
Á flöskum: Krækiberjavín.
Bruggað: 80l.
Beint á safnhauginn: Fífla- og njólarótabjór (bjakk)
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Kæling fyrir lagergerð

Post by anton »

Hmmm.. röriið ætti ekki að vera mjög fjarri í hitastigi, þ.e. keyrt rólega kalt í gegn, þarf ekki svo mikla orku til að viðhalda hitastiginu, sérstaklega ekki ef að fatan er vafin í teppi eða eitthvað þannig. Það ætti ekki að drepast frekar en að drepast við að "rekast" utan í vegginna á gerjunarfötu sem væri inn í kæliskáp?
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Kæling fyrir lagergerð

Post by kristfin »

sjáið þið ekki neitt kómískt í þessu.
þið viljið ekki láta vatnn leika utanum fötuna og kæla hana niður, sem er mjög einfalt og fólk gerir úti um allan heim. en í staðinn ætlið þið að láta vatn leika um rör innan í bjórnum (kopar er algert nónó í köldum bjór og mikið vesen að valsa upp ryðfrítt). síðan eruð þið að ýta hinum og þessum vandamálum á undan ykkur og leysa jafnóðum í þeirri vegferð að losna við vatn utanum. en lausnin er líka með rennandi vatni nema miklu flóknari :)
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Kæling fyrir lagergerð

Post by anton »

Já og dýrari :)

Bara að kaupa sér frystikystu í elko og kælistýringu á hana :)

sá eina flotta á um hundraðþúsund, sem er 1.5mx0.8m og hægt að leggja sig þarna með bjórnum :) slef slef...

Auðveldlega hægt að setja margar fötur og kúta í hana :)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Kæling fyrir lagergerð

Post by kristfin »

efj þið eruð með sturtu heima, þá getið þið kælt bjór. allt spurning um forgangsröðun
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Kæling fyrir lagergerð

Post by anton »

Þegar menn eru farnir að tala um að fara í ískalda sturtu með bjórnum og sofa með gerinu (smack pack) þá er ég að fíla þann mann, greinilega með forganginn á hreinu!

Eða eins og sá hinn sami sagði "Nú er bjórinn orðinn svo dýr að maður hefur ekki efni á að kaupa bleyjur"
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Kæling fyrir lagergerð

Post by bjarkith »

Tjahh ég var nú bara með þessai pælingu því að ég hef rosalega lítið pláss undir bruggið, rétt nóg fyrir venjulega gerjunartunnu en ekki nóg fyrir enn stærri fötu utan um hana og svo framvegis.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Kæling fyrir lagergerð

Post by kristfin »

vefjið koparröri utan um fötuna. stýrið flæðinu í gegnum koparinn með segulloka, sem stýrt er af pid. í gerjunarfötunni væri 10mm ryðfrítt rör, gegnum lokið og ofaní miðjuna. hitamælrinn fyrir pid færi ofan í stálrörið. steinull eða motta utanum herlegheitin og smárýmisgerjunarhitastýringin er fædd.

10mm stálrör rennur í gegnum gúmmí "grommet" eins og maður setur vatnslásinn í, ekkert mál að hreinsa og hitinn ætti að vera eins nákvæmur og hægt er.

þannig geri ég þetta, nema ég er með fötu í fötu
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Post Reply