Held að það sé ekkert of mikil bjartsýni að gera byggvín. Mig hefur langað það lengi, og geri það örugglega þegar ég verð orðinn ögn ríkari af malti. En jú, þetta er ferli sem tekur lágmark 9 mánuði, og gerjunin krefst aðeins meiri nákvæmni, jafnvel tveimur gerviðbótum skilst mér. Það er samt ekkert til að hafa neinar brjálæðislegar áhyggjur af - þetta er aðallega meiri bið, en afraksturinn ætti að vera þess virði. Ég myndi kýla á það.
Ég mæli með
http://www.beertools.com til að finna uppskriftir. Það er urmull af extract uppskriftum þar. Renndu bara yfir sem flestar og sjáðu hvað þér líst á...
Það eina sem ég myndi benda á er að það væri eflaust mjög óráðlegt að gera þetta öðruvísi en að sjóða allan virtinn í einu. Þegar þú ert með svona þéttan virti má lítið bera út af til að það fari að koma verulega niður á humlanýtingunni, get ég ímyndað mér... Reyndar gæti síðviðbót af extracti (25% í upphafi, rest í 15 mínútur) reddað því...