Félagslögn Fágunar

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Félagslögn Fágunar

Post by sigurdur »

Stjórn Fágunar hefur ákveðið að halda atburð sem kallast félagslögn.
Atburðurinn snýst um það að öll þau sem vilja taka þátt, setja í bjór með fyrirfram ákveðnum takmörkunum og svo mæta allir saman með bjórana til smökkunar.

Bjórarnir verða smakkaðir mánudaginn 7. Mars 2011 á mánaðarlegum fundi, því ættu allir að setja í lögn sem fyrst.

Takmarkanir
  • Stíll: American Pale Ale (BJCP 2008)
  • Orginal Gravity: 1.044 - 1.056
  • IBU: 20 - 40 (okkur er sama um Morey eða Rager, veljið sjálf)
  • Litur: 4 -12 SRM
Endilega reynið með bestu getu að vera innan stílmarkanna, en mistök eru leyfð.

Endilega látið vita í þráðinn ef þið hafið áhuga á því að vera með í þessu.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Félagslögn Fágunar

Post by hrafnkell »

Ég stefni á að vera memm!
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Félagslögn Fágunar

Post by arnarb »

Ég stefni á að vera með líka!

Mæli með að allir taki þátt því það verður skemmtilegt að smakka frá mismunandi "brugghúsum"
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Félagslögn Fágunar

Post by sigurdur »

Ég stefni á að mæta.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Félagslögn Fágunar

Post by anton »

Ég er með tvo sem líklega falla undir mörkin í gerjun núna. Sjá hvort þeir verða verðugir. Gaman væri að koma á fund svona til tilbreytingar.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Félagslögn Fágunar

Post by halldor »

Mér líst vel á þetta.
Við tökum þátt í þessu.
Plimmó Brugghús
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Félagslögn Fágunar

Post by gunnarolis »

Allt frjálst hvað varðar hráefni eða? Viljiði að maður notist við traditional hráefnin gefin upp í BJCP Guidelines?
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Félagslögn Fágunar

Post by sigurdur »

Reynið að fylgja stílmörkunum, en mistök eru leyfð. Það á við um hráefni og aðferðir.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Félagslögn Fágunar

Post by Bjössi »

ég kem
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Félagslögn Fágunar

Post by ulfar »

Gerð í bjór í gær fyrir marsfundinn. Tókst að klúðra þessu! OG var 1.060, þ.e. 0.004 hærra en APA ætti að vera. Veit ekki hvað gekk svona vel en til að bæta gáu ofaná svart þá safnaði ég svo miklum virti að ég gat ekki þynnt hann.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Félagslögn Fágunar

Post by sigurdur »

ulfar wrote:Gerð í bjór í gær fyrir marsfundinn. Tókst að klúðra þessu! OG var 1.060, þ.e. 0.004 hærra en APA ætti að vera. Veit ekki hvað gekk svona vel en til að bæta gáu ofaná svart þá safnaði ég svo miklum virti að ég gat ekki þynnt hann.
Þetta voru nú heppileg mistök hjá þér :)

Ætli þú getir ekki gert eitt af eftirfarandi:
A) Þynnt virtinn eftir gerjun
B) Þynnt virtinn núna og sett í tvær fötur
C) Slakað á, því að þetta voru víst mistök og þau eru leyfð.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Félagslögn Fágunar

Post by hrafnkell »

D) Drukkið allann bjórinn sjálfur og gert nýjan fyrir félagslögnina :)
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Félagslögn Fágunar

Post by anton »

Spurning, má ekki þynna líka eftir gerjun með soðnu vatni?
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Félagslögn Fágunar

Post by kalli »

anton wrote:Spurning, má ekki þynna líka eftir gerjun með soðnu vatni?
Sjá punkt A hjá Sigurði.
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Félagslögn Fágunar

Post by atax1c »

Það má alveg, en menn hafa líka skiptar skoðanir á því (eins og á öllu öðru reyndar).
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Félagslögn Fágunar

Post by anton »

kalli wrote:
anton wrote:Spurning, má ekki þynna líka eftir gerjun með soðnu vatni?
Sjá punkt A hjá Sigurði.
haha, sorry gott grín, sá ekki að þráðurinn var kominn á tvær síður :) og svaraði bara þessu frá fyrri síðunni
Post Reply