Page 1 of 1

Ryðfrítt net í fötu

Posted: 11. Jan 2011 10:51
by kalli
Mig vantar ryðfrítt net til að strengja yfir tunnubotn sem ég nota til að meskja í. Það má alveg vera frekar gróft og ca. 40*40 cm. Veit einhver hvar er hægt að fá slíkt net?

Re: Ryðfrítt net í fötu

Posted: 11. Jan 2011 10:53
by kalli
Það má líka vera plata með 1-3 mm götum.

Re: Ryðfrítt net í fötu

Posted: 11. Jan 2011 11:37
by hrafnkell
Færð gataplötur með 1.5-2mm götum í ferró, málmtækni og fleiri stöðum. Ferró voru ódýrastir þegar ég skoðaði seinast, en maður þurfti að kaupa heila lengju. T.d. ef platan er 1x2m, og þú þarft 40x40cm bút, þá þarftu að taka 40x100cm bút. Ég væri hugsanlega til í að taka slíkan bút á móti þér ef þú ætlar að fara í svona fjárfestingar :)

Mig minnir að heil plata hafi kostað um 80þús, þannig að þetta er ekki alveg gefins. Ég man ekki akkúrat málin á plötunni en það var eitthvað standard.

Re: Ryðfrítt net í fötu

Posted: 11. Jan 2011 13:21
by kalli
Ég hringdi í Ferró og þeir geta selt 400*1000mm ræmu af gataplötu með 2mm götum á 6.400. Ég held að 33cm dugi í fötubotninn og þá gætum við skipt ræmunni í þrennt.
Annar möguleiki er þráðnet með 1,5 mm möskva. Það ætti að gefa betra rennsli en gataplatan og auðveldara að vinna með það. Ræman af því, 400*1000mm kostar rúmar 4.000 kr. hjá Poulsen.

Re: Ryðfrítt net í fötu

Posted: 11. Jan 2011 15:22
by kalli
Optimal sía lítur svona út (hámarks flæði):

Re: Ryðfrítt net í fötu

Posted: 11. Jan 2011 20:25
by hrafnkell
Hvað eru raufarnar stórar? 2x10mm eða svo?

Re: Ryðfrítt net í fötu

Posted: 11. Jan 2011 22:15
by kalli
hrafnkell wrote:Hvað eru raufarnar stórar? 2x10mm eða svo?
Einmitt