Færð gataplötur með 1.5-2mm götum í ferró, málmtækni og fleiri stöðum. Ferró voru ódýrastir þegar ég skoðaði seinast, en maður þurfti að kaupa heila lengju. T.d. ef platan er 1x2m, og þú þarft 40x40cm bút, þá þarftu að taka 40x100cm bút. Ég væri hugsanlega til í að taka slíkan bút á móti þér ef þú ætlar að fara í svona fjárfestingar
Mig minnir að heil plata hafi kostað um 80þús, þannig að þetta er ekki alveg gefins. Ég man ekki akkúrat málin á plötunni en það var eitthvað standard.