Page 1 of 1
3 AG komnir í gerjun
Posted: 30. Dec 2010 23:39
by anton
Notaði miðvikudaginn og renndi 3 AG í gegnum græjurnar mínar og í gerjun.
Tók annað run af "copy" bjórnum, vegna mikils lofsöngs um hann.
Svo keyrði ég annan APA þar sem ég (vonandi) betrumbætti þann aðeins - meiri humlar og þéttari karmella.
Svo gerði ég einvherskonar tékkneskt-amerískt brúnöl með saaz humlum eingöngu. Smakk eftir suðu lofaði mjög góðu, Er spenntur fyrir þessum.
Gerlarnir farnir að úða í sig maltsykrinum með látum í morgun. Ná vætanlega hámarki á miðnætti á morgun og yfirgnæfa terturnar. Lofar góðu.
Smelli uppskriftunum inn eftir nokkrar vikur af því sem ég er ánægður með.
Re: 3 AG komnir í gerjun
Posted: 31. Dec 2010 00:23
by kristfin
vel að verki staðið.
Re: 3 AG komnir í gerjun
Posted: 3. Feb 2011 23:02
by anton
Nú er búið að sampla þetta rækilega.
Brúnölið var ljósara en ég hefði viljað sjá það og mjög lítil beiskja, aðeins minni en ég hélt ég myndi fá. Hann er enn svolítið óþroskaður, miðað við hina, en samt góður. Virkilega sætur á bragðið (mikið karmellu bragð) - og kemur líka betur fram þar sem humlarnir eru mildir.
Ég ætla að leyfa honum að þroskast yfir unglingsárin. Ég set hina há-leynilegu uppskrift hér á spjallið - þegar hann er orðin meira þroskaður.
APA bjórarnir báðir eru óþægilega góðir, algjörlega til vandræða og verður líklega erfitt að horfa á óopnaðar flöskur í ískápnum...en þannig á það að vera. Ég skutla uppskrift af "Argon" á uppskriftaþráðinn - hann er nammi og á örugglega bara eftir að batna!
Re: 3 AG komnir í gerjun
Posted: 3. Feb 2011 23:09
by hrafnkell
Þá er bara að drífa í fleiri lagnir af þessum sem heppnuðust vel. Það er grautfúlt að klára góða bjórinn og eiga ekki meira af honum

Re: 3 AG komnir í gerjun
Posted: 3. Feb 2011 23:11
by gunnarolis
Aldrei brugga sama bjórinn 2svar. Það hægir á manni!

Re: 3 AG komnir í gerjun
Posted: 4. Feb 2011 00:42
by Eyvindur
Hljómar vel. Athugaðu þó að humlar dofna mjög hratt, þannig að APA er vanalega bestur ungur, og ef þér finnst brúnölið vera í sætari kantinum verður hann bara sætari. Aldur er bara gagnlegur mjög sterkum og/eða maltríkum bjórum, en hins vegar afar leiðinlegur við humlagleði.
Ég varð bara, þar sem ég hef lent í að bíða of lengi með að drekka hluta af IPA skammti, og hann var töluvert minna skemmtilegur þriggja mánaða en þegar hann var ferskur.
Re: 3 AG komnir í gerjun
Posted: 4. Feb 2011 10:05
by anton
Eyvindur wrote:Hljómar vel. Athugaðu þó að humlar dofna mjög hratt, þannig að APA er vanalega bestur ungur, og ef þér finnst brúnölið vera í sætari kantinum verður hann bara sætari. Aldur er bara gagnlegur mjög sterkum og/eða maltríkum bjórum, en hins vegar afar leiðinlegur við humlagleði.
Ég varð bara, þar sem ég hef lent í að bíða of lengi með að drekka hluta af IPA skammti, og hann var töluvert minna skemmtilegur þriggja mánaða en þegar hann var ferskur.
Jamm. Svo hef ég lesið. Þetta er náttúrulega alveg spánýtt (tappað á fyrir þrem vikum þannig að þeir eru rétt að ná áttum og nýlega kolsírðir og þannig. Svo er S-04 í brúnölinu og það var klárlega leiðindar keimur af því þegar ég samplaði eftir ~10 daga, en það er að víkja núna fyrir humlabragði og betra maltbragði.
Seinasta APA lögn af samskonar gerð var virkilega góð eftir ~2 mánuði á flöskum. Þá var komið gott jafnvægi. Væntanlega samt hefði hann byrjað að gefa eftir í humlabragði eftir það, en ég á aldrei eftir að komast að því...
En maður er svo nýr í þessari alvöru bjórgerð að maður á eflaust eftir að gera fullt af gloríum, en ég á frekar von á að ein af þeim verði EKKI að gleyma að drekka ölið

Re: 3 AG komnir í gerjun
Posted: 4. Feb 2011 10:47
by Eyvindur
anton wrote:En maður er svo nýr í þessari alvöru bjórgerð að maður á eflaust eftir að gera fullt af gloríum, en ég á frekar von á að ein af þeim verði EKKI að gleyma að drekka ölið

Hehehe, það er gott að heyra. Samt varla gloría - það er ágætt að geyma nokkrar flöskur til að fylgjast með því hvernig ólíkir bjórar eldast. Það gefur manni mikilvægar upplýsingar upp á framtíðina.