Eyvindur

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Eyvindur

Post by Eyvindur »

Ég er búinn að vera forfallinn gerjunaráhugamaður í rúmt ár. Ég byrjaði á því að gera fínasta bjór úr suðulausu setti keyptu hér heima, sem þó var ekki með viðbættum sykri. Svo gerði ég nokkur extract sett, frá BNA, en er nú kominn á kaf í All Grain bjórgerð. Ég hef líka gert léttvín (aðallega fyrir brúðkaupið mitt) með gæðasettum úr Ámunni, en hef alla jafna ekki gaman að því að gera bjór úr tilbúnum settum.

Ég hef mikla ástríðu fyrir því að hanna góðan bjór. Vissulega líka fyrir því að njóta hans, en drekk þó ekki ýkja mikið. Fyrir mér snýst þetta áhugamál um leitina að hinum fullkomna bjór - fyrir mig hverju sinni. Bjórgerð hefur opnað fyrir mér nýjan heim og nýja innsýn í það hvað bjór er í raun og veru - ekki gult sull sem maður þambar af krana til að detta í það, heldur heill heimur af ólíku bragði og möguleikum sem maður mun aldrei kynnast nema að litlu leyti, svo fjölbreyttur er hann.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply