SEBrew v3

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

SEBrew v3

Post by kristfin »

hann kalli fór alveg með þetta þegar hann fór að tala um dælur og BIAB eins og þýskararnir hjá spiedels gera þetta.
http://www.speidels-braumeister.de/shop ... ister.html" onclick="window.open(this.href);return false;
ég var að sjálfsögðu búinn að afskrifa þetta, en þegar SEBrew v2 er komið á beinu brautina og ég get bruggað uppá líf og dauða, þá hefur myndast eitthvað brugggræjutómarúm í mér.

er að spá í svona næst.

vera með innri pott fyrir meskingun og dæla í gegnum kornið eins og speidels braumeister gerir þetta. nota síðan plötukæli til að kæla niður virtinn og nátturulega dæluna í það.

riggaði upp mynd í autocad.
sebrew3.jpg
sebrew3.jpg (64.11 KiB) Viewed 35483 times
ég á ytri pottinn og hann er klár
innri potturinn verður með botni sem hækkar yfir elementin í miðjunni. tvær gataplötur halda korninu föstu meðan dælan sér um að skola það stöðugt.
ég er ekki alveg búinn að negla niður hlutföllin, en mér sýnist þetta geta gengið upp
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: SEBrew v3

Post by kalli »

Ég vissi að ég myndi kveikja í þér :D

Mér líst vel á pottinn. Ég sé að þú lætur virtinn fljóta upp í gegnum kornið eins og ég hafði hugsað mér. Held að það sé lykillinn að success.

Ég fæ stóra sendingu frá Bandaríkjunum í dag, 15 gallona pott, fittings, display, segulloka o.fl. Hitald og embedded Linux tölvu á ég. Svo verður farið að föndra. Dæluna vantar þó enn. Mig vantar góða leið til að lyfta pottinum upp eða útbúa góðan sökkul á hann með plássi fyrir þetta lausa undir.
Life begins at 60....1.060, that is.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: SEBrew v3

Post by hrafnkell »

Ég ætlaði að smíða mér svona í stóra kerfið mitt en lenti í vandræðum með að finna eitthvað nógu stórt til að halda 20kg af korni en passar ofan í 120l síldartunnu.. Blundar enn í mér að gera þetta. Ég á auðvitað ennþá þessa fínu iwaki dælu og svona :)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: SEBrew v3

Post by kalli »

hrafnkell wrote:Ég ætlaði að smíða mér svona í stóra kerfið mitt en lenti í vandræðum með að finna eitthvað nógu stórt til að halda 20kg af korni en passar ofan í 120l síldartunnu.. Blundar enn í mér að gera þetta. Ég á auðvitað ennþá þessa fínu iwaki dælu og svona :)
Hvað með að taka stærstu plastfötu sem passar í tunnuna, skera af henni botninn og setja í staðinn þráðnet?
Life begins at 60....1.060, that is.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: SEBrew v3

Post by hrafnkell »

kalli wrote:Hvað með að taka stærstu plastfötu sem passar í tunnuna, skera af henni botninn og setja í staðinn þráðnet?

Það er ekki nógu stórt. Ég þyrfti ca 50-60 lítra fötu ofan í tunnuna til að kornið passi ofaní, en þegar maður er kominn í þær stærðir þá komast þær ekki ofan í síldartunnuna. Ég hefði þurft að smíða eitthvað ofaní með tilheyrandi tilkostnaði...
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: SEBrew v3

Post by kalli »

hrafnkell wrote:
kalli wrote:Hvað með að taka stærstu plastfötu sem passar í tunnuna, skera af henni botninn og setja í staðinn þráðnet?

Það er ekki nógu stórt. Ég þyrfti ca 50-60 lítra fötu ofan í tunnuna til að kornið passi ofaní, en þegar maður er kominn í þær stærðir þá komast þær ekki ofan í síldartunnuna. Ég hefði þurft að smíða eitthvað ofaní með tilheyrandi tilkostnaði...
Ég mældi rúmmálið á einu kg korns um daginn og fékk út 1,5 lítra. Ef það passar, þá dugar 30 lítra fata í þröngu máli. Hvað með að nota 33L fötu, þráðnet í botninn og einnig lok með þráðneti í toppinn til að kornið fari ekki á flakk upp úr fötunni?
Life begins at 60....1.060, that is.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: SEBrew v3

Post by kalli »

Hvar fær maður annars ræmur af ryðfríum stálplötum og gataplötum í heimasmíði á skikkanlegu verði?
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: SEBrew v3

Post by sigurdur »

Skemmtilegar hugmyndir hjá ykkur.

Áður en að þið farið að plana meskja korn í 30 lítra tunnum við ~60 lítra, þá þurfið þið að spá í dreifingu korns í meskingunni. Ef korninu er ekki vel dreift, þá er hætta á því að mikið af ensímum sé ekki við sterkjuna og sykurinn til þess að breyta því í gerjanlegar sykrur.
kalli wrote:Hvar fær maður annars ræmur af ryðfríum stálplötum og gataplötum í heimasmíði á skikkanlegu verði?
Þú getur athugað hjá t.d. FerroZink í hafnarfirði. Annars var líka eitthvað á höfða sem ég man ekki nafnið á.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: SEBrew v3

Post by kristfin »

ég talaði við þá í ferrosink og fékk gataplötu þar.

eins og ég teikna þetta þarna þá er rúmlega 50 lítrar rýmið fyrir kornið. ég var að vona að maður gæti latið vera soldið þröngt um það þar sem maður dælir í gegnum það.

og siðan á ekki að panta neitt stórt frá ameríku nema láta vita svo maður geti stungið einvherju í pakkann :)

ég sé fyrir mér að potturinn sé bara á hjólum, í svona 60cm hæð, með hillu undir fyrir dælu og kæli. hafa þetta allt í einum pakka.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: SEBrew v3

Post by hrafnkell »

Ég mundi vilja hafa frekar rúmt um kornið til að geta aðeins hrært í byrjun meskingar - Það er líklega afar erfitt þegar allt er proppað fullt af korni og ekki víst að flæðið um kornið verði nógu gott. Hinsvegar gæti þetta vel gengið með 60 lítra fötu og með 33 lítra fötu ofan í henni. Það má vel vera að maður prófi það í "minni" uppskriftir.

Málmtækni selja gataplötur með 1.5mm götum. 2x1 plata kostar um 80þús en þeir selja alveg búta af henni.

Mig minnir að þetta hafi kostað minnst í ferró, en þá þarf maður að kaupa heila ræmu af plötunni. T.d. ef þig vantar bara 40cm x 40cm bút þá þarftu að kaupa 40x100cm.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: SEBrew v3

Post by kristfin »

sigurdur wrote:Skemmtilegar hugmyndir hjá ykkur.

Áður en að þið farið að plana meskja korn í 30 lítra tunnum við ~60 lítra, þá þurfið þið að spá í dreifingu korns í meskingunni. Ef korninu er ekki vel dreift, þá er hætta á því að mikið af ensímum sé ekki við sterkjuna og sykurinn til þess að breyta því í gerjanlegar sykrur.
sé ekki að það skipti máli ef það er hringrás á vatninu
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: SEBrew v3

Post by sigurdur »

kristfin wrote:
sigurdur wrote:Skemmtilegar hugmyndir hjá ykkur.

Áður en að þið farið að plana meskja korn í 30 lítra tunnum við ~60 lítra, þá þurfið þið að spá í dreifingu korns í meskingunni. Ef korninu er ekki vel dreift, þá er hætta á því að mikið af ensímum sé ekki við sterkjuna og sykurinn til þess að breyta því í gerjanlegar sykrur.
sé ekki að það skipti máli ef það er hringrás á vatninu
Þessu er að vísu beint að póstinum um 30 lítra tunnum ofan í 120 lítra. Þú ert ekki að fá hringrás á því.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: SEBrew v3

Post by gunnarolis »

Af hverju munduði samt vilja gera þetta svona?

Speidel systemið er ekki að ná nema 65% nýtni af því að það er engin skolun í því....
Ætliði að batch sparga? Af hverju munduð þið vilja dæla upp undir kornið?

Það er margt í þessum annars ágætu pælingum sem ég skil ekki....
Ef maður er kominn í svona grimmar pælingar, af hverju þá ekki bara að búa til RIMS?
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: SEBrew v3

Post by kalli »

sigurdur wrote:
kristfin wrote:
sigurdur wrote:Skemmtilegar hugmyndir hjá ykkur.

Áður en að þið farið að plana meskja korn í 30 lítra tunnum við ~60 lítra, þá þurfið þið að spá í dreifingu korns í meskingunni. Ef korninu er ekki vel dreift, þá er hætta á því að mikið af ensímum sé ekki við sterkjuna og sykurinn til þess að breyta því í gerjanlegar sykrur.
sé ekki að það skipti máli ef það er hringrás á vatninu
Þessu er að vísu beint að póstinum um 30 lítra tunnum ofan í 120 lítra. Þú ert ekki að fá hringrás á því.
Hrafnkell var búinn að nefna að hann þyrfti að koma Iwaki dælunni í notkun. Ég gerði allavega ráð fyrir því að dælan yrði notuð í þessari pælingu.
Life begins at 60....1.060, that is.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: SEBrew v3

Post by hrafnkell »

Speidel er samt í rauninni bara BIAB með smá hreyfingu.. Af hverju ætli sé ekki hægt að ná nýtni sambærilegri BIAB?
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: SEBrew v3

Post by kalli »

gunnarolis wrote:Af hverju munduði samt vilja gera þetta svona?

Speidel systemið er ekki að ná nema 65% nýtni af því að það er engin skolun í því....
Ætliði að batch sparga? Af hverju munduð þið vilja dæla upp undir kornið?

Það er margt í þessum annars ágætu pælingum sem ég skil ekki....
Ef maður er kominn í svona grimmar pælingar, af hverju þá ekki bara að búa til RIMS?
Ég ætla helst ekki að skola. Mér skilst að menn séu almennt ekki að skola í BIAB heldur.

Er nýtingin í Speidel virkilega aðeins 65%? Getur þú vísað mér á umfjöllun? Er ekki BIAB að gefa betri nýtingu án skolunar?

Ég ætla að hafa sem mesta sjálfvirkni til þess að þurfa að hafa sem minnsta viðveru á meðan bruggið er í gangi. Sinna heimili og öðru í staðinn. Annað takmark er að vera með aðeins eitt ílát eða unit, má gjarnan líta vel út, og fá inni með bruggið í eldhúsinu í staðinn fyrir bílskúrnum. Í þriðja lagi tekur þetta allt stress í burtu. Það þarf aldrei að líta á klukkuna eða hitamæli. Græjan er með augun á því fyrir mig. Það má líta á þetta sem BIAB með fullt af sjálfvirkni. Þetta er í raun BIAB - Brew In A Bucket :) Ég ætla að stytta viðveruna niður í 30-45 mínútur og stytta einnig bruggdaginn verulega.

Ef virtinum er dælt ofaná, þá held ég að það þétti kornbeðið svo virturinn fari síður í gegn. Með því að dæla upp, þá losar um kornið og tryggir betra flæði um kornið. Eða ég held það en veit það ekki. Aðrar uppástungur eru velkomnar.

Ég var búinn að skoða RIMS og það leysir ekki málið.
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: SEBrew v3

Post by gunnarolis »

Ég þekki mann sem hefur verið að brugga í Brewmaster og hann sagði við mig að hann væri að fá um 65% nýtni úr því.

Vissulega er það rétt að þetta er bara útfærsla á brew in a bag, en það þarf að vera með ansi þétt "vírnet" til þess að fá nákvæmlega sömu útkomu og í því.

Með því að dæla virtinum upp í gegnum netið og þétta hann ekki, þá ertu endalaust að trufla "grainbedið" sem er í kútnum og ég held að þú komir til með að fá virkilega "skítugann" virt útúr þessu. Ég var einmitt að skoða umræðu um að dæla upp í gegnum virtinn á homebrewtalk í gær, og þar var mælt gegn því.

Menn með Herms/Rims kerfi hafa verið að gera þetta lengi, þeas að dæla ofaná virtinn og það hefur gengið vel. Ég held líka að það sé betra að taka innri pottinn uppúr ef kornbeðið er orðið samþjappað í pottinum. Ef menn ætla síðan að fara að gera virtinn tærari með einhverjum æfingum eftirá þá er það bara að fara að taka tíma frá bruggdeginum og færa hann yfir á annan dag.

Í sambandi við dæluna þá held ég að svona kraftlítil dæla, sem skiptir virtinum svona sjaldan út breyti voðalega litlu, samanborið við bara að meskja án dælunnar, en ég hef ekki séð neinn samanburð á BIAB með dælu og án hennar.

Þið þurfið ekki að skilja mig eins og ég sé ekki opinn fyrir hugmyndunum, ég var bara að velta fyrir mér hvaða kosti þessi nálgun mundi bjóða...ef þú vilt stuttan og góðan bruggdag þá skil ég það vel. Og þetta kemur örugglega til með að hjálpa til með það.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: SEBrew v3

Post by Oli »

ég hef séð umræður á netinu þar sem menn tala um að fá yfir 80% nýtni með Speidel Braumeister.

Þessi er með system sem dælir virtinum í gegn ofan frá og nær um 80% nýtni
http://www.homebrewtalk.com/f51/ghetto- ... ms-146019/" onclick="window.open(this.href);return false;
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: SEBrew v3

Post by gunnarolis »

Já mér lýst miklu betur í að dæla virtinum í að ofan...
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: SEBrew v3

Post by kalli »

Takk fyrir ábendinguna Gunnar. Ég held að Braumeister dæli virtinum upp á við eins og ég hafði hugsað mér en ætla að endurskoða það. Mér datt ekki í hug að virturinn yrði gruggugur af því.

Ég fór að googla Braumeister betur og fann þetta á HomeBrewTalk:

My homebrewing club bought a braumeister recently. We babtized her "Gertrud" in homebrew last saturday and "took her virginity" by brewing a belgian wit (50% raw wheat). Worked like a charm! We have the 50 l version, and we mashed in 55 l water, sparged with 5 l and ended up with >80% efficiency. Moreover, it took us only 5,5 hours from dough-in to fermentor. During that time, the only thing we had to do was lifting up the malt tube and sparging after mashing. It is expensive, but for the club it's perfect. Very user friendly too.

Getur einhver sagt mér hvernig þeir gátu meskt X mörg kíló í 55L af vatni í 50L potti?
Life begins at 60....1.060, that is.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: SEBrew v3

Post by hrafnkell »

er græjan ekki stærri en 50l - 50l nafnið gefur til kynna að maður geti gert 50l bjór er það ekki?
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: SEBrew v3

Post by gunnarolis »

Last edited by gunnarolis on 1. Dec 2010 21:31, edited 1 time in total.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: SEBrew v3

Post by sigurdur »

Sjá http://www.speidels-braumeister.de/shop ... daten.html" onclick="window.open(this.href);return false;

50 lítra útgáfan á að gefa 50 lítra en 55 lítra af virt.

Edit: Gunnar póstaði hlekk á myndina .. hlekkurinn fyrir ofan er slóðin að gögnunum
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: SEBrew v3

Post by gunnarolis »

Ég ýtti óvart á IMG í staðinn fyrir URL takkann. En já, lítratalan á speidelnum er það sem á að koma út úr græjunni.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: SEBrew v3

Post by kalli »

Það er rétt. Rúmfangið á sjálfum pottinum (600mm * 500mm) er um 117L! Þetta er stórt!
Life begins at 60....1.060, that is.
Post Reply