Vildi nota tækifærið og plögga nýjan vef sem Landsbókasafnið opnar formlega í dag: http://baekur.is. Þarna er ætlunin að birta stafrænar endurgerðir gamalla íslenskra bóka (útgefnar fyrir 1870). Meðal þess sem þar er að finna er Ný matreiðslubók Þóru Andreu Nikólínu Jónsdóttur frá 1858. Hún er að hluta þýðingar úr dönskum ritum og að hluta íslenskar uppskriftir. Það sem er þó eftirtektarverðast fyrir okkur er að í bókinni er sérstakur kafli um ölgjörð sem veitir innsýn í heimabruggun á 19. öld þótt hann virðist að mestu þýddur upp úr dönsku riti.
Strax á eftir þeim kafla kemur skemmtilegur kafli um ostagerð.
Þetta er náttúrulega fullkomlega óforskammað plögg
Það sem mér þykir þó athyglisverðast í þessu er að hún er þarna að kenna í grundvallaratriðum nákvæmlega sömu prinsippin og við erum að nota. Helsti munurinn sem ég sé er að hún meskir með köldu vatni í langan tíma - en varla hafa menn haft mikla innsýn í kjörhitastig hvata á þessum tíma... Þetta er bara fjórum árum eftir að Pasteur uppgötvaði að það væru örverur sem bæru ábyrgð á gerjun.
Í gerjun: Ekkert Á flöskum: ESB Á teikniborðinu: Jólabjór
Takk fyrir ábendinguna. Þetta er frábært. Ég hafði heyrt af þessari bók en aldrei komist í hana.
Ef ég túlka uppskriftina rétt. Þá væri sett ein skeppa af malti, sem ég ætla að kalla 5 kg, og hrærð saman með köldu vatni þannig allt kornið sé blautt. Þetta ættu að vera ca 10 ltr af vatni. Þetta er svo látið standa yfir nótt. Þá er þessu hellt yfir í skolkerið og þá öðrum skammti af vatni (10 ltr), nú sjóðandi, bætt í. Ef ég reikna þetta gróft ætti hitastigið í skolkerinu að vera á bilinu 55 til 60 gráður eftir viðbótina. Þetta er síðan látið standa í tvo tíma áður en hleypt er undan. Þá er aftur 10 ltr af sjóðandi bætt í og blandan ætti þá að ná hita á bilinu 60 til 70 gráðum, þetta er svo látið standa í 2 tíma. Hleypt af og sjóðandi vatni hellt í þriðja sinn. Er þetta ekki bara nokkuð hefðbundin útfærsla 2 þrepameskingu í bland við batch sparge?
Last edited by ulfar on 1. Dec 2010 21:13, edited 2 times in total.