Page 1 of 1

Sótthreinsun á kryddjurtum?

Posted: 27. May 2009 09:48
by nIceguy
Sælir enn og aftur, ég nota ykkur óspart hérna heheh. Nú er ég með pælingu, langar að setja Yllir, ferskan af trjánum í secondary gerjunartankinn minn. Til að fá angann. Hvernig er best að "sótthreinsa" þetta ef þess er þá þörf? Demba blómunum í sjóðandi vatn í einhverjar sekundur? Frysta í sólarhring? Eða bara skella þessu í og vona að maður fái ekki einhverja danska ógeðslega villiflóru í bjórinn?

Kv

Freyr

Re: Sótthreinsun á kryddjurtum?

Posted: 27. May 2009 12:01
by Andri
Það hljóta að vera einhverjar örsmáar lífverur á þessum plöntum, bakteríur geta lifað -18°C frost af mjög auðveldlega, ég myndi skella þessu í suðu í einhverjar sekúndur, vonandi missir það ekki mikið bragð.
Það eru 40 milljón bakteríur í grammi af jarðvegi & milljón í ml af fersku vatni, þið vitið kanski ekki að það eru 10 sinnum fleiri bakteríur í líkama ykkar heldur en ykkar eigin frumur.
Sumar bakteríur geta lifað af hærri hita en 100°C, í geysi og olíubrunnum, í sýru og alles... :)
Sumar bakteríur breyta ethanoli yfir í edik

Re: Sótthreinsun á kryddjurtum?

Posted: 27. May 2009 12:38
by Stulli
Það hefði verið best að setja útí virtinn í lok suðunnar, þannig viðheldurðu lykt en gerilsneyðir jurtina. Ég myndi segja skella þessu fersku útí secondary og vona hið besta. Eða setja jurtina í vodka og búa til extract.

Re: Sótthreinsun á kryddjurtum?

Posted: 27. May 2009 13:48
by Stulli
Jæja, ég var á svo miklum þönum hérna áðan að ég náði ekki að svara þessu almenninlega.

Sem sagt. Þú vilt fá ilminn af yllinum. Það að sjóða það í vatni myndi feykja burt megnið af þessum ilmolíum sem að þú vilt hafa í bjórnum. Það gerist svo sem líka við pasteuriseringu, en ekki alveg jafn mikið. Það að frysta blómin viðheldur imolíurnar, en bætir oft örverum í (það eru oft mest af örverum í frystinum af öllum ísskápnum). Bestu leiðirnar, að mínu mati, til þess að ná ilmefnum á sem óspjallaðastan hátt er einsog ég útlistaði hér fyrir ofan að 1) bæta í virtinn við flame-out (þegar að suðu er hætt) 2) skella jurtum/humlum/blómum bara beint útí secondary eða 3)búa til extract í vodka (það tekur samt soldinn tíma).

Einsog Andri útlistaði réttilega hér fyrir ofan, þá eru örverur og gerlar útum allt og ekkert hægt að komast framhjá þeirri staðreynd. Hinsvegar eru bara nokkur kríli sem að geta lifað af í því erfiða umhverfi sem að gerjaður bjór er með sitt lága pH og tiltölulega háa alkóhól innihadi. Það er jú erfitt að henda einhverju útí heimabruggið sitt án þess að vita nákvæmlega hver útkoman verður, en að mínu mati er það það sem að gerir heimabruggun spennandi. Maður lærir af reynslunni og það er ekkert mál að leggja í nýjan bjór ef að manni mistekst. En mín reynsla hefur kennt mér að ef að maður notar ferskar, nýtíndar jurtir, þá ættu ekki að koma upp nein vandamál.

Spurningin er bara, vill maður taka sénsinn eða ekki :beer:

Re: Sótthreinsun á kryddjurtum?

Posted: 27. May 2009 21:04
by ulfar
Ég mæli með því að beita áhættustýringu. Taka 1 gallon frá í secondary og setja á lítin kút. Bæta svo blómunum þar útí án þess að hafa nokkrar áhyggjur. Restina af bjórnum ertu þá öruggur með.

Re: Sótthreinsun á kryddjurtum?

Posted: 27. May 2009 21:14
by Eyvindur
Flestir sem ég hef rætt við sem hafa notað ávexti eða ber hafa sett þau í frysti (í vel lokuðum umbúðum, að sjálfsögðu) í nokkra daga fyrir. Rökin eru þau að þær örverur sem lifa af í frysti séu trúlega ekki mjög öflugar við gerjunarhita. Ég hef allavega aldrei heyrt um að þetta hafi valdið óskunda... Hins vegar myndi ég mæla með vodka, rommi eða viskýi (allt eftir því hvað þú átt og hvernig bjór þú ert að gera). Láta liggja í vökvanum í 1-2 vikur. Ég held að þú fáir mest bragð út úr þessu með því móti.

Reyndar gæti verið þess virði að prófa pressukönnu... Ekkert víst að það klikki.

Re: Sótthreinsun á kryddjurtum?

Posted: 28. May 2009 10:39
by nIceguy
Hugmyndin var svo sem bara ad fá lykt í karlinn. Gæti svo sem sleppt thessu, tími ekki ad skemma bjórinn. En ef ég geri thetta verdur thad annad hvort frysting eda slaka thessu ofan í sjódandi vatn í skamma stund..bara svona til ad drepa amk PÖDDURNAR. :) Ætti kannski af fara fletta í gömlu námsbókunum og kanna hverju vid er ad búast á svona plöntum.

Læt ykkur vita hvad ég geri og svo útkomuna...öll reynsla er jú gód reynsla. Hver veit, kannski gref ég blómin nidur og pissa yfir thau og læt bída í viku?

Kv

Freyr

Re: Sótthreinsun á kryddjurtum?

Posted: 28. May 2009 10:50
by Eyvindur
Það þarf ekki endilega að hafa vatnið sjóðandi, held ég. 80 gráður ættu að drepa allt, og þá missirðu kannski minna...

Re: Sótthreinsun á kryddjurtum?

Posted: 28. May 2009 12:17
by Stulli
Já, það ætti að vera nóg að halda það í 20 min við 70C

Re: Sótthreinsun á kryddjurtum?

Posted: 28. May 2009 13:22
by Andri
Svo geturðu líka prófað að eima olíurnar úr plöntunni með eimingartæki, minnir samt að eimingartæki þurfa að vera skráð samkvæmt lögum.
Held að auðvelda leiðin væri að láta plönturnar í áfengi... því hærri prósenta því auðveldara er að fá meiri olíu held ég.
Geymir þetta í lokaðri krukku einhverjar tvær vikur þannig að áfengið gufar ekki upp, kreystir svo olíurnar úr plöntunum í einhvern klút http://en.wikipedia.org/wiki/Cheese_cloth" onclick="window.open(this.href);return false;
Skella þessu svo inn í frysti, olíurnar frjósa eða harðna og þú getur tekið þær með skeið eða einhverju. 100% ethanol frosnar við ...einhverjar -100 gráður ef ég man rétt

Re: Sótthreinsun á kryddjurtum?

Posted: 28. May 2009 13:33
by Eyvindur
Ég hef sett vanillu í bjór, og þá lagði ég hann í viský í viku. Það svínvirkaði. Ég fékk fínt bragð af vanillunni og það kom ekki upp neitt vandamál. Ég vatt þetta hvorki né frysti, heldur hellti bara öllu saman, viskýi og vanillustöngum, beint ofan í kútinn þegar ég fleytti yfir í seinna ílátið. Ég myndi klárlega mæla með þessari aðferð, því hún er langeinföldust og trúlega sameinar hún báða kostina: Þú færð mikið bragð, en sýkingarhættan er sama og engin. Svo notarðu svo lítið magn af áfenginu að það hefur lítil sem engin áhrif á bjórinn þinn.