Jæja, ég var á svo miklum þönum hérna áðan að ég náði ekki að svara þessu almenninlega.
Sem sagt. Þú vilt fá ilminn af yllinum. Það að sjóða það í vatni myndi feykja burt megnið af þessum ilmolíum sem að þú vilt hafa í bjórnum. Það gerist svo sem líka við pasteuriseringu, en ekki alveg jafn mikið. Það að frysta blómin viðheldur imolíurnar, en bætir oft örverum í (það eru oft mest af örverum í frystinum af öllum ísskápnum). Bestu leiðirnar, að mínu mati, til þess að ná ilmefnum á sem óspjallaðastan hátt er einsog ég útlistaði hér fyrir ofan að 1) bæta í virtinn við flame-out (þegar að suðu er hætt) 2) skella jurtum/humlum/blómum bara beint útí secondary eða 3)búa til extract í vodka (það tekur samt soldinn tíma).
Einsog Andri útlistaði réttilega hér fyrir ofan, þá eru örverur og gerlar útum allt og ekkert hægt að komast framhjá þeirri staðreynd. Hinsvegar eru bara nokkur kríli sem að geta lifað af í því erfiða umhverfi sem að gerjaður bjór er með sitt lága pH og tiltölulega háa alkóhól innihadi. Það er jú erfitt að henda einhverju útí heimabruggið sitt án þess að vita nákvæmlega hver útkoman verður, en að mínu mati er það það sem að gerir heimabruggun spennandi. Maður lærir af reynslunni og það er ekkert mál að leggja í nýjan bjór ef að manni mistekst. En mín reynsla hefur kennt mér að ef að maður notar ferskar, nýtíndar jurtir, þá ættu ekki að koma upp nein vandamál.
Spurningin er bara, vill maður taka sénsinn eða ekki
