SEBrew v2.0

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

SEBrew v2.0

Post by kristfin »

er búinn að vera eyða alltof miklum tíma undanfarið í bruggun og bjórdrykkju. græjur og smíðar hafa alveg setið á hakanum. ég er búinn að rúlla 30+ bjórum í gegnum græjurnar þannig að það er kominn tími á nýjar.

nýja umferðin átti að vera klassísk 3ja laga kerfi, 90l HLT, 50l mash og 50l suða.

þegar ég var búinn að smíða þetta þá datt ég niður á BIAB og sá að það er framtíðin. tekur líka minna pláss og minni tíma. og ef ég þarf að gera eitthvað spes sem hentar ekki BIAB þá bara nota ég gömlu græjurar, síðan á ég þá auka pott með BIAB, get valið milli 50 og 90.

allavega, ég hef verið í helvítis vandræðum með rafmagnið, því þessi fo****g SSr sem ég fékk frá kína virðast vera algert drasl. síðan í ofanálag þá keypti ég of lítil, bara 25A en er samt að reyna ýta þessu af stað, þar sem gömlu græjurnar hafa af miklu leiti verið klipptar niður í varahluti :)

ég er með sér töflu í skúrnum. þar setti ég 35A öryggi fyrir SeBrew sem er með 4 öryggi, 10A fyrir stýringarnar, 16A fyrir orku til gerjunarstöðvarinnar, 2x25A fyrir stóru elementin.

keyrsla 0: var svona til að stilla draslið saman. var ekkert að stressa mig mikið með kælingu, var með allt opið og gekk bölvanlega að stilla PID. kom í ljós að SSR hitnaði of mikið og hleypti bara endalaust í gegnum sig. bummer.
sebrew20.jpg
sebrew20.jpg (96.51 KiB) Viewed 37616 times
keyrsla 1: lokaði kassanum, SSR á núllið og fasann, 2 viftur til að kæla, hélt að núna mundi þetta nú rokka.
eftir 2ja tíma tilraunir, læstust SSR-in og viðhélt mega suðu. ekki gott. spurning hvort keyrsla 0 hafi steikt SSR
sebrew21.jpg
sebrew21.jpg (98.53 KiB) Viewed 37616 times
keyrsla 2: plönuð í kvöld. helminga SSR á fasann, set núllið á sér öryggi fyrir elementið svo ég geti slegið því út. hvað gæti klikkað.
sebrew22.jpg
sebrew22.jpg (107.46 KiB) Viewed 37616 times
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: SEBrew v2.0

Post by sigurdur »

hvað gæti klikkað.
Tjahh, allt eftir að þú sagðir þetta .. ;)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: SEBrew v2.0

Post by hrafnkell »

Ég var að panta mér 5x 40A SSR um daginn sem hljóta að koma í þessari viku, getur fengið 2stk hjá mér þegar þau koma ef þú vilt skipta gömlu út.

Annars lúkkar þetta spennandi - verður gaman þegar lagnirnar fara að takast :)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: SEBrew v2.0

Post by kristfin »

það væri flott að fá stærri ssr hjá þér hrafnkell. ertu með kæliplötur líka? veistu í hvaða prís þau enda?

síðan, fyrir þá sem hafa efasemdir um hvort maður ætti að vera með SSR bæði á fasanum og núllinu, þá mæli ég með að prófa að bora í kvefað nef og pota síðan sama putta í núllið.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: SEBrew v2.0

Post by anton »

Þetta eru vægast sagt spennandi græjur.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: SEBrew v2.0

Post by hrafnkell »

kristfin wrote:það væri flott að fá stærri ssr hjá þér hrafnkell. ertu með kæliplötur líka? veistu í hvaða prís þau enda?

síðan, fyrir þá sem hafa efasemdir um hvort maður ætti að vera með SSR bæði á fasanum og núllinu, þá mæli ég með að prófa að bora í kvefað nef og pota síðan sama putta í núllið.
Jebb er með kæliplötur líka. Sendi þér skilaboð með verðinu
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: SEBrew v2.0

Post by Braumeister »

Ég sé að Speidel mega fara að passa sig...
http://www.speidels-braumeister.de/shop ... ister.html" onclick="window.open(this.href);return false;

þarft bara að skipta út pokanum fyrir rör og bæta við pumpum eða tveim og þá er þetta komið...
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: SEBrew v2.0

Post by kristfin »

Braumeister wrote:Ég sé að Speidel mega fara að passa sig...
http://www.speidels-braumeister.de/shop ... ister.html" onclick="window.open(this.href);return false;

þarft bara að skipta út pokanum fyrir rör og bæta við pumpum eða tveim og þá er þetta komið...
þeir eru með meira svona pólerað þema. ég er meira í frankenstein
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Bjarki
Kraftagerill
Posts: 78
Joined: 15. Dec 2009 16:17

Re: SEBrew v2.0

Post by Bjarki »

Glæsilegt hjá þér fyrir utan núlvarið finnst það tilgangslaust, sleppa að bora í nefið ef það er málið :)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: SEBrew v2.0

Post by sigurdur »

Bjarki wrote:Glæsilegt hjá þér fyrir utan núlvarið finnst það tilgangslaust, sleppa að bora í nefið ef það er málið :)
SSR á núllinu er notað sem vörn ef SSR á fasa klikkar.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: SEBrew v2.0

Post by gunnarolis »

Það sem er að er að hitastýringin er á 2116 gráðum. Það er allt of mikill hiti.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Bjarki
Kraftagerill
Posts: 78
Joined: 15. Dec 2009 16:17

Re: SEBrew v2.0

Post by Bjarki »

Átti reyndar við 25A öryggi á núlli finnst það óþarfi þar sem aflið kemur frá fasaleiðaranum en ekki núlleiðara. Væri nær að nota lekaliða eða sambyggt var og lekaliða til að verjast bilun til jarðar.

Er ekki frekar að koma í veg fyrir að SSR klikki með að oflesta ekki stýringu (t.d. nota 40A í 25A rás) og leiða í burtu hita í stað þess að flæka málið með að hliðtengja 2 stk. SSR og tvöfalda hættu á bilun ?
sigurdur wrote:
Bjarki wrote:Glæsilegt hjá þér fyrir utan núlvarið finnst það tilgangslaust, sleppa að bora í nefið ef það er málið :)
SSR á núllinu er notað sem vörn ef SSR á fasa klikkar.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: SEBrew v2.0

Post by sigurdur »

Það er rétt hjá þér um öryggi á núlli miðað við að það séu ~230V á fasa en ekki 110V. Mér yfirsást öryggið á núllinu (bjóst við að þú værir að tala um SSR).
Það er líka rétt hjá þér að það ættu að vera stærri SSR miðað við álagið, en ég held að Kristján hafi gert sér grein fyrir því (hrafnkell bauð honum SSR ofar í þræðinum).

Annað sem að má vera til að auka líkur á 'success' er gott hitaleiðnikrem, góð kæliplata og gott loftflæði um loftplöturnar.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: SEBrew v2.0

Post by hrafnkell »

Jebb - 40A öryggi hitna ansi mikið við 16A álag, ég mundi ekki alveg bjóða í 25A með sama álagi nema með einhverskonar ofurkælingu, kannski vatnskælingu? :)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: SEBrew v2.0

Post by kristfin »

gærdagskeyrslan byrjaði á því að tengja allt skv. nýjustu útgáfu. fíra síðan upp í strike temp. áður en ég byrjaði ákvað ég að bæta við nettu gaumljósi fyrir strauminn á elementið.
IMG_3222.jpg
IMG_3222.jpg (143.53 KiB) Viewed 36863 times
kornið malað ofan í BIAB pokann og allt eins og það átti að vera.
IMG_3224.jpg
IMG_3224.jpg (151.08 KiB) Viewed 36863 times
síðan kemur svartur kafli, þar sem stýringin er eitthvað skrítin, slekkur á sér, SSR sleppa straumnum beint í gegnum sig. þegar loks kornið var komið í og allt rétt, þá sé ég hvernig hitinn hríðfellur þar sem yfirborðskælingin er svo mikil. þá var fermingareinangrunardínan frá karrimor vafin utan um pottinn.

þegar kom síðan að partinum þar sem pokinn er hífður upp og hitinn hækkaður í 75 fyrir mash out, þá neitaði stýringin að taka þátt í þessu lengur, kvartaði undan hitamælinum og þjóðfélaginu og bara gafst upp, SSR voru galopin og allt á fullu.

þá vara ekkert að gera nema ná í gamla pottinn og helt úr gula meskikerinu og klárað á gamla mátann.
IMG_3227.jpg
IMG_3227.jpg (123.44 KiB) Viewed 36863 times
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: SEBrew v2.0

Post by hrafnkell »

úff.. Ég hef lent í svona bruggdegi.. Ekkert gengur upp

Var þetta rugl stýringunni að kenna eða relayunum?
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: SEBrew v2.0

Post by anton »

Allavega, kudos fyrir gaumljósið, það er virkilega nett. Vonandi þá bara að það gangi betur næst!
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: SEBrew v2.0

Post by kalli »

Ég er ekki viss um að það sé í lagi að hliðtengja tvö SSR. Þau opna ekki samtímis og þá stendur 220V á opnum útgangi á öðru og lokuðum útgangi á hinu. Þetta stendur yfir í einhverjar millisekúndur en geta vel orðið einhver leiðindi úr því.
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: SEBrew v2.0

Post by kristfin »

ég er ekki viss hversvegna að controlerinn fór í fílu. gleymdi að mæla hvort control straumurinn leiddi saman þegar þau voru í steik.

kannski má ekki hliðtengja SSR, hver veit.

þegar ég fæ nýju fínu SSR frá hrafkeli ætla ég að prófa aftur.

ef það klikkar, þá er ég með annað plan:
sebrew23.jpg
sebrew23.jpg (98.06 KiB) Viewed 36850 times
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: SEBrew v2.0

Post by sigurdur »

Kristján, ég ætla að gefa eftirfarandi skýra ráðgjöf (aftur) til að þetta heppnist. Þú getur haldið áfram að leika þér að tengja þetta á kross og hlið og whatnot, en hérna kemur ráðgjöfin:
1. Fáðu þér 2x 40A SSR.
2. Fáðu þér 2 góðar kæliplötur fyrir það magn af hita sem þú þarft að losna við. (t.d. á http://www.power-io.com/products/heatsinks.htm" onclick="window.open(this.href);return false; eða Crydom HE-54 http://cgi.ebay.com/Crydom-HE-54-Relay- ... 1255wt_907" onclick="window.open(this.href);return false; )
3. Settu gott hitaleiðnikrem milli hitaflatar á SSR og kæliplötu, ekki setja of mikið (sama og á örgjörvum).
4. Tengdu sitthvort SSR á núll og fasa.
5. Láttu vera gott loftflæði um kæliplöturnar t.d. með heimasmíðuðum göngum og viftum á sitthvorum endanum.

Samkvæmt gögnum frá einum framleiðanda SSR kæliplatna og relay'a, þá eru kæliplöturnar sem að fylgja relayum frá kína (ebay) mjög gagnlaus oft fyrir meiri straum en 15A m.v. 25°C ambient.
Það má reyna að fá meiri nýtingu úr þessum kæliplötum með því að nota gott hitaleiðnikrem og hafa góða loftkælingu (blástur) á kæliplötunni.

Það skiptir engu máli hvort að þú ert með PID eða 555 rás sem að stýrir SSRunum, þú þarft að passa að kæla SSRin.

Þú ert að öllum líkindum búinn að skemma SSRin sem að þú átt núna.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: SEBrew v2.0

Post by kristfin »

takk fyrir það siggi.

það er planið. ég ætla að bíða eftir SSR frá hrafnkeli, allt annað á að vera komið.

áður en ég fer í næstu umferð ætla ég líka að laga rafkerfið í húsinu. hafa húsið og skúrinn með sitthvorn lekaliðann. ég hef líka verið að vandræðast með rafsuðuna mína, það leysist vonandi líka.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: SEBrew v2.0

Post by hrafnkell »

Ég get skrifað undir þetta sem sigurdur segir. Kæliplöturnar sem fylgja kínaSSR hafa dugað mér vel, en það þarf að vera kælikrem (ódýra týpan dugar) og kæliplöturnar verða að vera í opnu rými. Alveg bannað að loka þær í kassa :) Lítil vifta á kæliplöturnar hjálpar líka, en hún þarf alls ekki að vera merkileg.

Þetta ætti að redda öllum þínum vandamálum, nema þá hugsanlega ef PID stýringin hefur líka hlotið skaða af þessum æfingum (ólíklegt en líklega ekki ómögulegt)
ElliV
Villigerill
Posts: 33
Joined: 4. Sep 2009 23:15

Re: SEBrew v2.0

Post by ElliV »

Sæll Kristfin

Ég held að megi alveg staðfesta að þetta er flóknasti BIAB búnaður í sólkerfinu.
En vissulega er gott að hafa þetta svolítið sjálfvirkt og það er líka alltaf
gaman að smíða dótið sitt sjálfur.
Varð svolítið hræddur þegar ég sá teikninguna að nágranni minn hér í Kópavoginum væri að smiða kjarnakljúf :-)

Verð að fara að kíkja til þín og skoða græjurnar hjá þér.
Verst að ég mun örugglega öfundast, miðað við minn búnað

Kv Elli
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: SEBrew v2.0

Post by kristfin »

hrafnkell wrote:Ég get skrifað undir þetta sem sigurdur segir. Kæliplöturnar sem fylgja kínaSSR hafa dugað mér vel, en það þarf að vera kælikrem (ódýra týpan dugar) og kæliplöturnar verða að vera í opnu rými. Alveg bannað að loka þær í kassa :) Lítil vifta á kæliplöturnar hjálpar líka, en hún þarf alls ekki að vera merkileg.

Þetta ætti að redda öllum þínum vandamálum, nema þá hugsanlega ef PID stýringin hefur líka hlotið skaða af þessum æfingum (ólíklegt en líklega ekki ómögulegt)
hitinn í kassanum fer ekki yfir 16° C með allt á fullu, það eru 3 viftur í honum. kæliplöturnar eru skrúfaðar með stálvinkli í kassann svo hann kælir líka. SSR eru með kælikrem á milli sín og kæliplötu. ég held bara að 25A kína SSR dugi ekki nema fyrir 10A eða minna og hafi því dáið í fyrstu umferð.
til gamans má nú líka geta þess að þegar ég sló út rafmagninu gær (var að reyna búa til gaumljós úr jólaseríu) þá sá ég að skúrinn er bara á 20A
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: SEBrew v2.0

Post by hrafnkell »

kristfin wrote:hitinn í kassanum fer ekki yfir 16° C með allt á fullu, það eru 3 viftur í honum. kæliplöturnar eru skrúfaðar með stálvinkli í kassann svo hann kælir líka. SSR eru með kælikrem á milli sín og kæliplötu. ég held bara að 25A kína SSR dugi ekki nema fyrir 10A eða minna og hafi því dáið í fyrstu umferð.
til gamans má nú líka geta þess að þegar ég sló út rafmagninu gær (var að reyna búa til gaumljós úr jólaseríu) þá sá ég að skúrinn er bara á 20A
Ég keyrði 16A í gegnum 25A relay á mánudaginn (er að bíða eftir 40A) og það rétt slapp. Kæliplatan varð helvíti heit. Ég geri ráð fyrir að það hefði verið í lagi með viftu á kæliplötunni, en ég held að það sé rétt hjá þér að 25A relay eru líklega ekki málið fyrir nema svona 10A load nema með active kælingu :)
Post Reply