slitróttur lesandi

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
elvar
Villigerill
Posts: 16
Joined: 30. Sep 2009 12:50
Location: Reykjavík

slitróttur lesandi

Post by elvar »

Verulega ánægður með þessa síðu.
Er löngu hættur að brugga bjór, sennilega of latur til til að gera allt það sem þarf til að fá fram gæðabjór. Brugga hinsvega fífilvín á hverju vori. Aðalbláberjavín þegar ég kemst í berjamó. Ylliberjavín stundum. Geri snafs þegar ég á nógu sterkt og hreint til að draga út bragð úr einiberjum o.fl.
Áratuga smakkari á bjór og skrái það oftast hjá mér í gagnagrunn, sem eru einhverjar þúsundir tegund í. Geri einnig talsvert af að skoða léttvín. Einnig er allt maltwhisky skoðað og skráð.
Uppáhald er t.d Ardbeg og Auchentoschan. Af bjór eru belgískir trappist, lambic og vlamse bruine, ale frá Fuller og mörgum smáölgerðum í Bretlandi, sumir bæverskir hveitibjórar og Bæheimskir lagerbjórar, svo má lengi telja. Hef ætíð einhver drykkjarmarkmið með öllum ferðalögum.
lífið er of stutt til að drekka vondan bjór
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: slitróttur lesandi

Post by sigurdur »

Velkominn. Það er alltaf gaman að fá nýja þáttakendur í spjallið. :)

Það er engin nauðsyn að búa til bjór til að taka þátt í samfélaginu, þó þorri fólksins hér sé í þeim hugleiðingum. Þetta samfélag snýst um gerjun.
Fyrir utan það að búa til bjór, þá hef ég mikla ánægju af því að búa til skemmtileg einföld (góð) brauð og hef hug á því að taka upp jógúrt- og ostagerð á næstunni.

Ef þú lumar á einhverjum skemmtilegum víngerðarráðum, ekki hika við það að skella þeim í víngerðarkorkinn.

:beer:
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: slitróttur lesandi

Post by Braumeister »

elvar wrote: Hef ætíð einhver drykkjarmarkmið með öllum ferðalögum.
Sama hér, enda takmarkað hvað maður þolir af söfnum og kirkjum :skal:
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
Post Reply