Jæja þá er ég kominn á fullt að útbúa mér græjur svo að bjór verði úr korninu sem ég næ í á morgun

Ég er með svona plasttunnu sem suðupott með hraðsuðukatlaelementum, hef ekki prufað að stinga þessu í samband ennþá, en þetta eru 3. element hvert er 2200w þannig að mig grunar að ég verði að deila þessu niður á 2 rafmagnsöryggi ?? ( veit einher eitthvað um það )
Annað sem ég gæti séð sem vandamál með þessum litlu elementum er að brunabragð gæti komið í virtin.
Mér datt í hug til að komast fyrir það að setja ryðfría plötu undir elementin (fest við elementið) og þar með stækka hitaflötinn...........veit einhver hvort það grilli elementin ???
Suðutunna. Hér er "Mash tun manifold" sem ég smíðaði.
Ég er ALLS enginn sérfræðingur en mér datt í hug að betra væri að smíða það þannig að hægt sé að ná þessu í sundur til að auðvelda þrif. Endilega commentið á þetta þar sem ég er græningi í þessu
