Örgerð í smíðum.

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
smar
Villigerill
Posts: 42
Joined: 1. Jul 2010 07:42
Location: Selfoss

Örgerð í smíðum.

Post by smar »

Góðan daginn hér.
Jæja þá er ég kominn á fullt að útbúa mér græjur svo að bjór verði úr korninu sem ég næ í á morgun :beer:

Ég er með svona plasttunnu sem suðupott með hraðsuðukatlaelementum, hef ekki prufað að stinga þessu í samband ennþá, en þetta eru 3. element hvert er 2200w þannig að mig grunar að ég verði að deila þessu niður á 2 rafmagnsöryggi ?? ( veit einher eitthvað um það )

Annað sem ég gæti séð sem vandamál með þessum litlu elementum er að brunabragð gæti komið í virtin.
Mér datt í hug til að komast fyrir það að setja ryðfría plötu undir elementin (fest við elementið) og þar með stækka hitaflötinn...........veit einhver hvort það grilli elementin ???

Suðutunna.
DSC00687.JPG
DSC00687.JPG (33.88 KiB) Viewed 26267 times
Hér er "Mash tun manifold" sem ég smíðaði.
Ég er ALLS enginn sérfræðingur en mér datt í hug að betra væri að smíða það þannig að hægt sé að ná þessu í sundur til að auðvelda þrif.
DSC00684.JPG
DSC00684.JPG (74.04 KiB) Viewed 26267 times
DSC00685.JPG
DSC00685.JPG (64.4 KiB) Viewed 26267 times
Endilega commentið á þetta þar sem ég er græningi í þessu :mrgreen:
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Örgerð í smíðum.

Post by sigurdur »

Þetta er flott hjá þér.

Ég myndi setja elementin á 1x 16A öryggi eða 2x 10A öryggi (þá slær ekki út ef það er eitthvað annað í sömu grein).

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af brunabragði með elementunum.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Örgerð í smíðum.

Post by hrafnkell »

1x 16A öryggi dugar bara fyrir 2 element, þú þarft amk 8A per element.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Örgerð í smíðum.

Post by sigurdur »

Auli ég .. ég var að hugsa um mínar græjur .. ójæja.

Það er rétt hjá Hrafnkeli, 8A per element er lágmark.
Stebbi
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: Örgerð í smíðum.

Post by Stebbi »

Með öll elementin í gangi þá þurfa þau 28A að því gefnu að þau séu í raun 2200w. Svo er margt annað sem spilar inní en þetta ætti að geta hangið á einu 16A öryggi og einu 10A en ef það gerir það ekki þá dugar að hafa 10A per element. Rafmagnsfræðin segir að hvert element taki 9.4A miðað við 234V sem er algengasta spenna sem mælist.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Örgerð í smíðum.

Post by hrafnkell »

Elementin eru um 26.2 Ohm sem þýðir að á 234v er straumurinn I = 234 / 26.2 = 8.93A (8.93 * 3 = 26.79A)

2200 / 240 = 9.16A á 240v

R = 240 / 9.16 = 26.2

Ég hef (og geri enn) keyrt 2stk svona element á 16A öryggi án vandræða, það ætti að vera lítið mál að keyra 3stk á 24A öryggi, en stærra er öruggara. Athugaðu líka að það eru ekki allar klær sem þola svona mikinn straum, flestar klær, fjöltengi og innstungur eru gerð fyrir 16A þannig að ekki setja allt á eina kló þó öryggið á bakvið sé nógu stórt :)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Örgerð í smíðum.

Post by kalli »

hrafnkell wrote:Elementin eru um 26.2 Ohm sem þýðir að á 234v er straumurinn I = 234 / 26.2 = 8.93A (8.93 * 3 = 26.79A)

2200 / 240 = 9.16A á 240v

R = 240 / 9.16 = 26.2

Ég hef (og geri enn) keyrt 2stk svona element á 16A öryggi án vandræða, það ætti að vera lítið mál að keyra 3stk á 24A öryggi, en stærra er öruggara. Athugaðu líka að það eru ekki allar klær sem þola svona mikinn straum, flestar klær, fjöltengi og innstungur eru gerð fyrir 16A þannig að ekki setja allt á eina kló þó öryggið á bakvið sé nógu stórt :)
Viðnámið í hitöldunum breytist með hita. Hjá mér þá gengur að keyra 3 hitöld á sama 24A örygginu þar til hitinn er kominn upp í 50-60 gráður. Eftir það þá slær öryggið út. Ég nota nú aðeins 2 af hitöldunum og það þriðja er til vara. Það fer illa með öryggin að slá oft út.
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
smar
Villigerill
Posts: 42
Joined: 1. Jul 2010 07:42
Location: Selfoss

Re: Örgerð í smíðum.

Post by smar »

Set þetta þá á 2 öryggi 16 og 10a.
Hvað eruð þið með mörg element í gangi eftir að suða kemur upp í virtinum ?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Örgerð í smíðum.

Post by hrafnkell »

smar wrote:Set þetta þá á 2 öryggi 16 og 10a.
Hvað eruð þið með mörg element í gangi eftir að suða kemur upp í virtinum ?

Það fer eftir því hvað maður er með mikinn bjór og hitastigi þar sem bruggað er :) 1 element per 20-30 lítra dugar venjulega til að halda suðu
User avatar
smar
Villigerill
Posts: 42
Joined: 1. Jul 2010 07:42
Location: Selfoss

Re: Örgerð í smíðum.

Post by smar »

Fékk mér loksins kælingu fyrir virtin.
Var að velta fyrir mér hvort það væri eitthvað vesen með þrif á þessum kælum.
DSC00816s.JPG
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Örgerð í smíðum.

Post by gunnarolis »

Mér þætti gaman að fá að vita hversu mikið menn þurftu að hósta upp fyrir svona chiller, hvar þú fékkst hann og eins með manifoldið. Hveru mikið það kostaði og hvar það er fengið?
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
smar
Villigerill
Posts: 42
Joined: 1. Jul 2010 07:42
Location: Selfoss

Re: Örgerð í smíðum.

Post by smar »

Manifoldið smíðaði ég sjálfur og held að svona kælir kosti um 25þús, en ég fékk einhvern afslátt af þessu :oops:
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Örgerð í smíðum.

Post by anton »

Eina sem ég hef lesið varðandi þrif á svona varmaskiptum er með bjórinn, þá er algjört must að halda öllum ögnum frá svo þetta stíflist ekki. Ekki keyra humlasull eða neitt svoleiðis í gegnum þetta. Þeir sem eru með varmaskipta heimahjásér á neysluvatni eða öðru geta lent í svipuðu veseni með stíflur ef einhvað rusl er'i vantinu. Þá er maður eiginlega svolítið fucket held ég.

En annars er það bara að keyra heitt vatn í gegn! Svo keyra sjóðandi virtinn í gegn aðeins áður en þú kveikir ákælingu til að sótthreinsa...
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Örgerð í smíðum.

Post by hrafnkell »

Það á ekkert að vera stórmál, en þú verður líklega að vera með poka fyrir humlana, annars stíflast allt og tómt vesen að þrífa.

Hvar fékkstu þennan?
User avatar
smar
Villigerill
Posts: 42
Joined: 1. Jul 2010 07:42
Location: Selfoss

Re: Örgerð í smíðum.

Post by smar »

Fékk hann í Byko, þetta er forhitari ætlaður fyrir gólf.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Örgerð í smíðum.

Post by hrafnkell »

smar wrote:Fékk hann í Byko, þetta er forhitari ætlaður fyrir gólf.
Hvað kostaði?
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Örgerð í smíðum.

Post by gunnarolis »

Já þú varst búinn að segjast hafa smíðað það sjálfur, en hvar fékkstu efnið og svona? Og hvað sirka kostaði hráefnið?
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
smar
Villigerill
Posts: 42
Joined: 1. Jul 2010 07:42
Location: Selfoss

Re: Örgerð í smíðum.

Post by smar »

Efnið í manifoldið fékk ég hjá blikkara sem ég þekki, það var 0 kr.

En þú færð þetta í Vörukaupum held ég.
User avatar
smar
Villigerill
Posts: 42
Joined: 1. Jul 2010 07:42
Location: Selfoss

Re: Örgerð í smíðum.

Post by smar »

Var nú rétt í þessu að prufa coolerinn, þetta er nánast overkill :) með virtin rennandi á fullu mátti ég bara rétt láta kalda vatnið í hann seitla til að enda í 20 gráðum.

Þetta svín virkar og mæli með þessum kæli.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Örgerð í smíðum.

Post by hrafnkell »

smar wrote:Var nú rétt í þessu að prufa coolerinn, þetta er nánast overkill :) með virtin rennandi á fullu mátti ég bara rétt láta kalda vatnið í hann seitla til að enda í 20 gráðum.

Þetta svín virkar og mæli með þessum kæli.
Nú er ég enn forvitnari.. Hvað kostaði hann? :)
Post Reply