Centennial "SMASH" (Extract)

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Centennial "SMASH" (Extract)

Post by Classic »

Well, skiljanlega ekki hreinræktaður SMASH þar sem extractið sem ég nota (Briess Golden Light DME) er víst aðeins CaraPils-bætt (og lýsingin segir að auki bara "Base Malt", gæti jafnvel verið að það séu fleiri en ein tegund af pale malti í gangi?), en eins nálægt því og ég kemst m.v. efni og aðstæður. 2-3 pælingar á bakvið þessa lögn, langaði aðeins að stíga eitt augnablik aftur í einfaldleikann eftir að hafa verið að hækka flækjustigið með hverju bruggi undanfarið, og sömuleiðis langaði mig að sjá "núllpunktinn" í lit og áferð, þ.e. hvernig undirstaðan er áður en ég fer að "kjöta" ölið upp með sérmalti. Svo tókst mér líka að koma heim úr fótbolta á mánudaginn með lemstraðan vinstri únlið, svo ég hefði sennilega ekki meikað að hamast á grjóthörðu carapils með kökukefli mjög lengi hvorteðer, en ég var svo sem búinn að plana þetta fyrir þann tíma, en það varð endanlega til að halda mér frá því að freistast til að bæta út í smá karamellumalti :P

Getur sennilega varla verið einfaldara, extraktið kemur í 3ja punda pokum, og það eru tveir svoleiðis (einn í upphafi, einn late addition), og humlarnir í únsupokum og það eru tveir slíkir, einn í upphafi suðu og annar við "flameout". Enginn afgangur, engin vigtun, ekkert vesen.

Code: Select all

 Centennial "Smash" - American Pale Ale
================================================================================
Batch Size: 20.000 L
Boil Size: 11.000 L
Boil Time: 1.000 hr
Efficiency: 70%
OG: 1.051
FG: 1.010
ABV: 5.3%
Bitterness: 30.5 IBUs (Tinseth)
Color: 7 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
              Name        Type   Amount Mashed Late Yield Color
 Light Dry Extract Dry Extract 1.361 kg     No  Yes   97%   8 L
 Light Dry Extract Dry Extract 1.361 kg     No   No   97%   8 L
Total grain: 2.722 kg

Hops
================================================================================
       Name Alpha   Amount   Use     Time   Form  IBU
 Centennial  9.2% 28.349 g  Boil 1.000 hr Pellet 30.5
 Centennial  9.2% 28.349 g Aroma  0.000 s Pellet  0.0

Misc
================================================================================
       Name   Type  Use   Amount       Time
 Irish Moss Fining Boil 5.000 mL 15.000 min

Yeast
================================================================================
        Name Type Form   Amount   Stage
 Safale S-05  Ale  Dry 11.000 g Primary
Enginn miði eða nafn enn, ef svo verður. Fer kannski eftir því hve vel heppnuð tilraunin verður, hvort þetta er eitthvað sem maður á eftir koma í róteringuna eða hvort þetta er bara stundargaman. Verður pottþétt vel drekkanlegur bjór, og nánast örugglega betri en fyrstu tvær tilraunirnar mínar :skal:
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Centennial "SMASH" (Extract)

Post by kristfin »

ertu búinn að smakka þennan.

væri gaman að fá að smakka á mánudagsfundi eh timann
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Centennial "SMASH" (Extract)

Post by Classic »

Hann er enn í secondary, stefni að því að setja hann á flöskur í næstu viku. Mælisýnið kom ágætlega út, og verður bjórinn m.v. eflaust alveg ágætur, en þó ekki minn besti. Mun samt aldrei líta á hann sem eitthvert klúður, stórt stökk í lærdómskúrvunni, að sjá "grunn" litinn og fá að smakka og kynnast nákvæmlega hvað það er sem þessi tiltekni humall hefur fram að færa. Á eflaust eftir að gera fleiri svona einfalda (mögulega þó aðeins karamellaðri) með öðrum humlayrkjum þegar fram líða stundir.

Þori ekki að lofa mætingu á mánudagsfund, er alltaf í fótbolta á mánudagskvöldum, en maður reynir örugglega að mæta einhvern tímann, held nokkrum svona til haga skyldi tækifærið gefast :)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply