Page 1 of 1

Spurning um endurnýtingu gers

Posted: 24. Oct 2010 11:09
by atax1c
Var að setja á flöskur í gær og ákvað að prófa að reyna að endurnýta gerið. Er bara að velta fyrir mér hvort að það geti komist sýking eða eitthvað slíkt í gerið, var ekkert að flýta mér að setja það í krukku, heldur kláraði að setja bjórinn á flöskur og gertunnan stóð opin á meðan.

Ég eiginlega endaði á því að bara sturta úr tunnunni í krukkuna, krukkan var reyndar búin að liggja í joði þannig að hún var alveg hrein.

Mynd:

Image


Það sem ég er helst að velta fyrir mér, er hvort maður eigi að þora að demba þessu í ferskan virtinn, uppá sýkingu að gera...

Re: Spurning um endurnýtingu gers

Posted: 24. Oct 2010 11:58
by Oli
Það getur alltaf komist eitthvað af óæskilegum bakteríum eða myglu í föturnar, þegar þú ætlar að nota þetta þá er um að gera að rækta upp starter og athuga hvort lykt og bragð sé ekki ok, ef svo þá er bara að demba starternum í virtinn.

http://www.homebrewtalk.com/f163/yeast- ... ted-41768/" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.howtobrew.com/section1/chapter6-5.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Spurning um endurnýtingu gers

Posted: 24. Oct 2010 21:24
by gunnarolis
Það er mjög góð grein um þetta á homebrewtalk.com.

http://www.homebrewtalk.com/f163/yeast- ... ted-41768/" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég geri þetta svona. Ég keypti krukkur í IKEA, eina 1 líters og 4 með svona grolsch style smellu loki. Ég sýð þetta síðan allt í potti í sirka 25 mínútur til að sótthreinsa ásamt pastatöng og "turkey baster".
Það sem suðan gerir er að losa súrefnið úr vatninu og sótthreinsa búnaðinn. Súrefnissnautt vatn þýðir að gerið verður dasað og fer að sofa.

Ég kæli síðan allt sem er í pottinum, helli úr líters krukkunni ofan á gerkökuna, hræri öllu upp og helli til baka í sömu krukku. Þá fellur gerið í þrjú lög. Humladrulla á botninum, fallegt ljósbrúnt ger í miðjunni og dautt dökkt ger efst. Síðan nota ég basterinn til þess að soga heilbrigða gerið í litlu krukkurnar fjórar.

Þetta hefur svínvirkað hjá mér, og ég hef haft gerið í ísskáp í 6 mánuði með þessu móti. Ef krukkurnar eru glærar geturðu líka fylgst með hversu heilbrigt gerið er. Ef það er eins og hnetusmjör á litinn, þá er það í lagi. Ef það fer að dökkna er það farið að slappast.

Endilega lestu í gegnum homebrewtalk þráðinn, hann sýnir þetta enn betur heldur en þetta hundavað hjá mér. En IMHO þá mundi ég ekki nota þetta sull sem er á þessari mynd, kalt mat.

Re: Spurning um endurnýtingu gers

Posted: 24. Oct 2010 21:24
by gunnarolis
Eins gott að ég póstaði sama link og gæjinn fyrir ofan mig. :)

Re: Spurning um endurnýtingu gers

Posted: 25. Oct 2010 06:21
by atax1c
Takk fyrir góð svör drengir.

Önnur spurning, hvernig eruð þið að gera starters ? Er hægt að kaupa DME á Íslandi ?

Re: Spurning um endurnýtingu gers

Posted: 25. Oct 2010 09:37
by sigurdur
Það er ekki hægt að kaupa DME á íslandi.
Ég hef notað fljótandi malt bara.

Re: Spurning um endurnýtingu gers

Posted: 28. Oct 2010 01:40
by atax1c
Fæst það á Íslandi ? Hvernig gerirðu starter úr því ?

Re: Spurning um endurnýtingu gers

Posted: 28. Oct 2010 08:34
by sigurdur
Fljótandi malt fæst á íslandi undir nokkrum nöfnum, til að nefna þau sem að ég man í augnablikinu:
(Community) malt extract
Byggsíróp
Bakaramalt

Já, ég geri starter úr því.

Re: Spurning um endurnýtingu gers

Posted: 28. Oct 2010 12:43
by Stebbi
DME á að vera hægt að fá í kjarnarvörum í garðabæ, kostar jafn mikið og LME og er bara hægt að kaupa í 15kg sekkjum.

Re: Spurning um endurnýtingu gers

Posted: 28. Oct 2010 13:02
by atax1c
15 kg er frekar mikið :) Vitiði hvar LME fæst ?

Re: Spurning um endurnýtingu gers

Posted: 28. Oct 2010 13:05
by sigurdur
Hagkaup, apótekum, fjarðarkaup, stundum í heilsuvöruverslunum ... etc etc

Re: Spurning um endurnýtingu gers

Posted: 28. Oct 2010 14:01
by atax1c
Þakka þér.