Skjálfti - Ölvisholt Brugghús

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Skjálfti - Ölvisholt Brugghús

Post by Hjalti »

Þessi bjór er að mínu mati sá lang besti á landinu í augnablikinu í samblandi við stórabróðir sinn Móra.

Bruggaður af þeim félögum í Ölvisholti sem ætla sér greinilega að dæla út tilraunabjórum í hrönnum á okkur neytendurna. Klárlega þá er mikil ást í þessum bjór og gríðarlegar pælingar sem hafa farið í hann.

Mikið humlabragð, góður ferskleiki í bjórnum og hæfileg stærð 0.33 gerir að þetta er alveg frábær bjór með grillinu en virkar líka mjög vel sem hversdags bjór.

Skjálfti er fyrir mér svolítið einstakur vegna þess að þetta er bjór sem mér fynnst verða alltaf betri og betri og ég virðist ekki geta fengið nóg af honum eins og flestum öðrum bjórum. Ég verð að segja að þetta er klárlega besti bjórinn á markaðnum og svo skaðar ekki að Ölvisholt sem er jú eitt skemtilegasta brugghúsið á Íslandi í dag. Gefur út Skjálfta, Móra, lava og svo ýmsa seasonal bjóra.

Skjálfti fær góða 9/10 hjá mér og er fyrir mér einn besti bjórinn á markaðnum.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Skjálfti - Ölvisholt Brugghús

Post by Eyvindur »

Tek undir þetta með þér. Cascade humlarnir í Skjálfta gera hann algjörlega einstakan íslenskra bjóra, og þetta er án umhugsunar besti íslenski bjórinn að mínu mati. Algjört sælgæti, og þeir eiga hrós skilið fyrir að fara ekki algjörlega hefðbundnar í gerð á lagerbjór. Það er gaman að sjá amerísk áhrif í íslenskri bjórgerð, ekki bara þýsk og tékknesk.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Skjálfti - Ölvisholt Brugghús

Post by Andri »

Skjálfti er snilld en mér finnst Thule í gleri vera betri en hann fyrst við erum að ræða besta íslenksa bjórinn, arómatísku humlarnir í thule eru algjört æði.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Skjálfti - Ölvisholt Brugghús

Post by Eyvindur »

Sjálfum finnst mér Thule ekkert spes. Mér finnst hann að vísu skárri en margir aðrir léttir lagerbjórar, og alveg drekkanlegur, en hann gerir sáralítið fyrir mig. En það er jú málið - við erum allir með ólíkan smekk og ólíka bragðlauka. Það sem einum finnst algjört æði getur næsta manni fundist vont. Og það er bara hið besta mál. Þess vegna er ég í þessu. Til að finna bjórinn sem hentar mínum bragðlaukum og smekk best hverju sinni (enda þróast bragðskynið og smekkurinn stöðugt, og það sem mér finnst best í heimi eftir ár gæti verið eitthvað allt annað en í dag - mér fundust mjög beiskir bjórar til dæmis ekkert spes fyrir nokkrum árum síðan).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Skjálfti - Ölvisholt Brugghús

Post by Stulli »

Andri wrote: arómatísku humlarnir í thule eru algjört æði.
Síðast þegar að ég smakkaði á Thule fann ég bara lykt af DMS. Ég tjékka á þessu aftur við tækifæri.
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Skjálfti - Ölvisholt Brugghús

Post by Eyvindur »

Ahhh... Fékk mér Skjálfta yfir hrollvekjuhátíðinni í gærkvöldi, ásamt kexi og ostum. Nammi namm... Cascade humlarnir fara vel með vel mjúkum Brie.

Það besta er að konan mín var að smakka hann í fyrsta skipti og var mjög hrifin. Með þessu áframhaldi gæti ég þurft að brugga Skjálfta klón ;) ...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Skjálfti - Ölvisholt Brugghús

Post by ulfar »

Var í ríkinu með konunni. Hún var búin að velja það sem hún ætlaði að kaupa (stout þar á meðal) en ákvað að bæta við tveimur tuborg til að gulltryggja sig. Á leiðinni að tuborginum gekk hún framhjá skjálfta og sagði: ,,Hann kallar á mig, ég verð að kaupa hann frekar." Mikið var ég ánægður með mína konu þá.
Post Reply