Page 1 of 2
Weyermann mölt
Posted: 29. Aug 2010 13:19
by hrafnkell
Ég er að hugsa um að panta slatta af weyermann sekkjum, og mér datt í hug að panta slatta auka til þess að geta selt fólki hérna.
Hafið þið einhverjar skoðanir á því hvaða mölt ég ætti að eiga til að selja?
Re: Weyermann mölt
Posted: 30. Aug 2010 15:24
by hrafnkell
Enginn sem hefði áhuga á að geta nálgast malt á höfuðborgarsvæðinu með litlum fyrirvara?
Ég er ekki að tala um að þið þyrftuð að panta hjá mér eða eitthvað - Bara að pæla hvað ég ætti að eiga á lager...
Re: Weyermann mölt
Posted: 30. Aug 2010 16:07
by Unnur
Jú, ég svo sannarlega.
Pale Ale, Munich, Caramunich, Carafa - magn í þessari röð.
kv, Unnur
Re: Weyermann mölt
Posted: 30. Aug 2010 16:18
by Oli
Vienna, CaraPils, Melanoidin osvfr.
Re: Weyermann mölt
Posted: 31. Aug 2010 00:06
by gunnarolis
Ef þú ætlar að panta frá þeim beint, og frá afgreidda pallettu væri ekkert heimskulegt að fá:
Pale ale, pilsner, vienna, munich, hveiti og caramunich (3 týpur)...
Re: Weyermann mölt
Posted: 31. Aug 2010 09:39
by hrafnkell
Hvernig myndi ykkur lítast á þetta úrval?
Premium Pilsner
Pale Ale
Vienna
Munich
Wheat
Caramunich I
Caramunich II
Caramunich III
Humlar:
EK Goldins
Fuggles
Hallertau Hersbrucker
Magnum
Celeia (Styrian Goldings)
Centennial
Cascade
Amarillo
Re: Weyermann mölt
Posted: 31. Aug 2010 10:01
by Oli
Bættu við Saaz humlum þá er þetta fínt.
Re: Weyermann mölt
Posted: 31. Aug 2010 21:42
by eymus
He endalaust hægt að bæta við möltum, en finnst vanta Carafa Special, Caraaroma og carapils. En hefurðu reiknað út hvað þú gætir verið að selja þetta á?
Re: Weyermann mölt
Posted: 31. Aug 2010 22:04
by Idle
eymus wrote:He endalaust hægt að bæta við möltum, en finnst vanta Carafa Special, Caraaroma og carapils. En hefurðu reiknað út hvað þú gætir verið að selja þetta á?
Það sem þegar hefur verið talið upp, er mjög góður grunnur. Tek þó undir að CaraAroma mætti gjarnan vera með, þó svo það sé nota í mjög litlum mæli. Þetta eru grunnmöltin, og þau sem maður notar mest af. Allt annað er í hundrað gramma vís, og því á hæfi flestra að panta pund og pund að utan, eða taka þátt í hóppöntunum Fágunar í gegnum Vínkjallarann, líkt og er nú á döfinni.
Re: Weyermann mölt
Posted: 31. Aug 2010 23:00
by hrafnkell
Ég hendi kannski carapils með. Ef allt gengur upp þá gæti þetta verið komið 15-20 september...
Re: Weyermann mölt
Posted: 2. Sep 2010 23:24
by Andri
Snilld

Mun reyna að nýta mér þetta
Re: Weyermann mölt
Posted: 9. Sep 2010 13:22
by hrafnkell
Er einhver með gömlu verðskránna hjá ölvisholti við hendina? Ég man ekki alveg hvernig verðin voru hjá þeim, en mig grunar að ég geti verið með töluvert ódýrara hráefni.
Re: Weyermann mölt
Posted: 9. Sep 2010 13:37
by anton
8-12 þúsund / hver 25kg að mig minnir - þar sem grunnmöltin voru ódýrust.
Re: Weyermann mölt
Posted: 9. Sep 2010 17:03
by arnarb
Mig minnir að verðin hafi verið á bilinu 8-9000 fyrir grunnmöltin.
Re: Weyermann mölt
Posted: 11. Sep 2010 00:14
by asgeir
Mér líst vel á þetta hjá þér....
Ertu búin að fá einhverja endanlega dagsetningu á hvenær þetta er væntanlegt til landsins?
Re: Weyermann mölt
Posted: 11. Sep 2010 09:27
by hrafnkell
Birginn getur ekki sent þetta fyrr en í þarnæstu viku, þannig að þetta ætti að koma til landsins 28 september.
Re: Weyermann mölt
Posted: 12. Sep 2010 20:45
by Jói á móti
Ef einhver möguleiki er til staðar, væri ég til í einn pale ale maltpoka.
Re: Weyermann mölt
Posted: 12. Sep 2010 21:09
by hrafnkell
Ég mun taka amk 10 pale ale sekki.
Re: Weyermann mölt
Posted: 14. Sep 2010 10:28
by hrafnkell
Jæja, þá er þetta komið á hreint. Millifærslan farin af stað og vörurnar væntanlegar 28 eða 29 september.
Það sem verður á boðstólnum:
Malt
Premium Pilsner
Pale Ale
Vienna
Munich
Wheat
Caramunich I
Caramunich II
Caramunich III
Humlar
EK Goldins
Fuggles
Hallertau Hersbrucker
Magnum
Celeia (Styrian Goldings)
Centennial
Cascade
Amarillo
Saaz
Verð koma fljótlega, en ég geri ráð fyrir að maltið verði aðeins ódýrara en það var hjá Ölvisholti, sem og humlarnir.
Re: Weyermann mölt
Posted: 15. Sep 2010 15:00
by atlipall
*ýtir á like hnappinn"
Re: Weyermann mölt
Posted: 15. Sep 2010 16:47
by gunnarolis
Ég er hrikalega ánægður með þig, sumir hefðu bara hugsað þetta (meðal annars ég sjálfur).
En fyrst þetta er orðið að veruleika, værirðu þá til í að útskýra framkvæmdina.
Ætlarðu að afgreiða maltið bara í heilum sekkjum? Malað/Ómalað?
Verður þetta búð, eða verður þetta heima hjá þér í bílskúr?
Sömu spurningar um humlana, hvernig verða þeir afgreiddir?
Re: Weyermann mölt
Posted: 15. Sep 2010 18:48
by hrafnkell
Ég hef líklega ekki hugsað þetta til enda, en svona er basic pælingin:
Ég verð með þetta í bílskúr hjá ömmu minni, þar sem ég er einnig með skrifstofu. Ég stefni á að hafa "opið" 1x í viku eftir vinnu í kannski 2klst og afgreiða vörur þá eða eftir samkomulagi. Einnig hef ég keypt lénið
brew.is þar sem fólk getur flett upp lagerstöðu og verð hugsanlega með netverslun þar sem fólk getur pantað fyrirfram. Ég veit ekki hvort ég muni standa í heimsendingum, amk til að byrja með.
Kornið verður selt í 25, 10, 5, 1kg einingum. Ódýrast verður að kaupa heilan sekk, en álagningin eykst eitthvað eftir því sem magnið minnkar. Ég á barley crusher og mun líklega bjóða upp á mölun gegn einhverju gjaldi.
Varðandi humlana þá hef ég hugsað mér að fjárfesta í lofttæmingargræju og ég mun líklega afgreiða þá í 100gr, 500gr og 1kg einingum, sem verður afhent í lofttæmdum umbúðum. Álganginin verður með svipuðu móti og með kornið - kaupa meira borga minna
Planið er að hafa þetta sem einfaldast, hafa mjög lága álagningu (eins og ég gerði með
kreppugler.is). Þetta er bara til prufu, en ef áhugi er fyrir hendi þá mun ég skoða að panta meira korn og auka vöruúrval.
Allar athugasemdir eru vel þegnar!

Re: Weyermann mölt
Posted: 16. Sep 2010 09:39
by kristfin
þú stendur þig vel.
fyrst þú ert á annað borð að hafa opið, þá gætirðu bara leyft fólki að mala á staðnum eins og er í bruggbúðum úti í ameríku. minni vinna fyrir þig.
en þumlar upp. flott framtak. og ef verðið er gott þá pössum við uppá að þetta skemmist ekki hjá þér
Re: Weyermann mölt
Posted: 16. Sep 2010 10:04
by anton
Þetta er alveg stór sniðugt.
Re: Weyermann mölt
Posted: 16. Sep 2010 10:33
by Oli
Líst vel á þetta hjá þér Hrafnkell
